Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 78
38 26. júní 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Tónlist ★★★★ Hitaveitan Ýmsir flytjendur Upphafning sumarsafnplötunnar Sumarsafnplötur voru einu sinni fastur liður í íslenskri plötuútgáfu. Sena var með „Svona er sumarið“ á hverju ári og salan var það góð að á tímabili tóku ýmsar aðrar útgáfur þátt í slagnum með misjöfnum árangri. Oft mátti finna ágæt lög á þessum sumarplötum, en á heildina litið var þetta frekar þunnt og versnaði þegar á leið, enda virtust menn fastir í ofnotaðri sumarsmellafor- múlu. Og sumarsafnplatan hvarf af sjónarsviðinu. Þegar Kimi Records ákvað að endurlífga sumarplötuna þá var formúlunni greinilega hent og nýr póll tekinn í hæðina. Á Hitaveitunni eru 14 lög með listamönnum sem flestir eru hluti af Kimi-stórfjölskyldunni, – hafa gefið út hjá Kima, Braki eða Borginni. Lögin eru nær öll ný og í nokkrum tilfellum sameina tveir flytjendur krafta sína. Lögin vísa mörg í sumar, gleði og stuð, en það er engin samræming í sjálfri tónlistinni. Það syngur hver með sínu nefi. Og útkoman er glettilega góð. Platan hefst á fönkuðum diskósmelli þar sem Prófessorinn, fönkfroskurinn, glamúrlemúrinn og fleiri diskódýr stíga dansinn með Memfismafíunni, næst kemur léttur rokkslagari með Morðingj- unum, þá samstarfsverkefni Reykjavíkur! og Mugisons og svo hið poppaða Djúggedí Gúgg Egils S. Fjölbreytnin er mikil. Retron býður upp á magnaða indísýru, DJ Flugvél & Geimskip er í flippuðum gleðigír, Hjálmar og Helgi Björns taka feita reggíútgáfu af Húsið og ég og Me, the Slumbering Napoleon gefur ekkert eftir í nýbylgjuprogginu. Það er ekki bara fjölbreytni á Hitaveitunni. Flest lögin eru líka góð og greinilegt að tónlistarmennirnir hafa margir lagt mikið í þetta. Það er helst að manni finnist ofursveitin Hjaltalín aðeins undir væntingum. Það er erfitt að velja bestu lögin, en mín uppáhaldslög, eins og er a.m.k., eru jaðarrokkbomba Sudden Weather Change og Nolo, Sumarlagið með DJ Flugvél og Geimskip og fyrrnefnd indísýra Retron. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Kimi Records gefur sumarsafnplötuhugtakinu aukið vægi með fjölbreyttri og kraftmikilli plötu. Tvennir tónleikar verða helgina 26. og 27. júní á vegum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju þar sem Jessica Buzbee, básúnuleikari mun leika með Herði Áskelssyni, orgelleikara. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og spennandi en laug- ardagstónleikar Jessicu og Harðar hefjast á hinum þekkta sálmforleik J.S. Bach Vakna, Síons verðir kalla. Síðan hljóma meðal annars verk úr Buxheimer orgelbókinni frá 15. öld og Morceau Symphonique eftir Guilmant. Á efnisskrá sunnudags- ins bætast við verk eftir Gardner Read, J.S. Bach sem og verkið Signing eftir Huga Guðmundsson. Jessica Buzbee nam básúnuleik í Svíþjóð, Frakklandi og Chicago og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir frábæran árangur. Jessica starfar nú sem básúnuleikari við Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hörður Áskelsson hefur verið org- anisti og kantor Hallgrímskirkju allt frá því hann lauk framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar og stóð meðal annars að stofnun Listvinafélags Hallgrímskirkju, Kirkju- listahátíðar og Alþjóðlega orgelsum- arsins. Hádegistónleikar verða laugardag- inn 26. júní kl. 12 og er miðaverð 1.000 kr. Síðdegistónleikar verða sunnudaginn 27. júní kl. 17 og er miðaverð 1.500 kr. Félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju fá frítt inn. Alþjóðlegt orgelsumar METSÖLULISTI 7. JÚNÍ 2010 - 20. JÚNÍ 2010 Bóksölulistinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu íslenskra bóka. Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bók- sölum landsins, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Rannsóknarsetur verslunarinnnar annast söfnun upplýs- inga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Öllum fjölmiðlum er heimilt að birta listann svo framarlega sem heimilda er getið. 1. Eyjafjallajökull Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson Uppheimar 2. Makalaus Þorbjörg Marinósdóttir JPV útgáfa 3. Handbókin um heimsmeistarakeppnina FIFA 2010 Keir Radnedge Edda 4. Morgnar í Jenín Susan Abulhawa JPV útgáfa 5. 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu Reynir Ingibjartsson Salka 6. Vegahandbókin, 2010 Steindór Steindórsson Útkall 7. Friðlaus Lee Child JPV útgáfa 8. Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa 9. Ræktum sjálf Gitte Kjeldsen Vaka-Helgafell 10. Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar Danski metsöluhöfundur- inn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kall- aðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpa- sögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara kemur til Íslands á þessum tíma árs og var agndofa yfir íslensku sumarsólinni sem ekki sest, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Það er frábært að vera hérna og ég sat í gærkveldi um miðnætti og átti ekki til orð yfir hversu bjart var. Þetta er alveg frábært,“ segir Sara. Hún var valin rithöfund- ur ársins af dönskum lesendum í fyrra. Hún hefur einnig verið vin- sæl hér á landi og segist fá margar kveðjur frá íslenskum lesendum. Aldrei framar frjáls fjallar um morð á vændiskonu í Kaupmanna- höfn sem blaðakonan Louise Rick ákveður að rannsaka nánar í sam- starfi við lögregluna. Þar kynnist hún harðsvíruðum glæpamönnum og kemst að því að mansal er stað- reynd á Norðurlöndunum. Sara Bældel starfaði sem blaða- maður áður en hún settist í rithöf- undarstólinn en segir að rannsókn- arvinnan bak við þessa bók hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Hún tók viðtöl við vændiskon- ur og fékk innsýn í þeirra heim. „Ég fór og fylgdist með vændiskonum að störfum í Istedgade á Vesterbro í Kaupmannahöfn og gat tekið við þær viðtöl í athvarfi sem er fyrir þær á Vesterbro,“ segir Sara og bætir við að sögur kvennanna hafa hitt sig beint í hjartastað og mjög erfitt hafi verið að hlusta að sumar sögurnar. „Stundum þurfa þær að sofa hjá allt að 22 mönnum á dag og svo fengu þær sama og engan pening fyrir, en þeir fara í vasann á mönnunum sem sjá um þær. Á þessi tímabili gekk ég um með hnút í maganum yfir ömurlegum örlög- um þessara kvenna.“ Sara segir að bókin fjalli í aðal- atriðum um það hvernig manneskj- ur geta misst algera stjórn á sínu eigin lífi og hvernig glæpaklíkur einsetja sér að afvegaleiða konur á þennan hátt. „Ég er ekki að segja að það sé mikið um mansal og vændi í Dan- mörku en það er til og við megum ekki loka augunum fyrir því,“ segir Sara að lokum. alfrun@frettabladid.is Átakanleg rannsóknar- vinna í Kaupmannahöfn SARA BLÆDEL Danski metsöluhöfundurinn er staddur hér á landi til að kynna bók sína, Aldrei framar frjáls, sem fjallar um mansal og vændi í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ertu “enn á leiðinni” í jóga? Vantar þig orku, einbeitingu, gleði og ró? KUNDALINI JÓGA Í SUMAR Orkugefandi - markvisst - umbreytandi 5. júlí - 19. ágúst þriðjud. og fi mmtud. kl 17.45 - 19.00 Mánud. og miðvikud. kl 7.00 - 8.15 Skráning og nánari upplýsingar: www.lotusjogasetur.is audur@vortex.is - Eygló 6909298 L ó t u s J ó g a s e t u r - B o r g a r t ú n i 2 0 , 4 . h æ ð Hver fær bréf frá þér? Sendu kveðju til þeirra sem þér þykir hafa verið til fyrirmyndar. Kynntu þér hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni á tilfyrirmyndar.is >Ekki missa af … Hinn 9. júlí næstkomandi opnar VILLA REYKJAVIK á hafnarsvæðinu í Reykjavík. Þá munu tólf evrópsk og tvö íslensk myndlistargallerí opna tímabundnar sýningar í áður auðu húsnæði við Vesturgötu, Tryggvagötu og Geirsgötu. Ætlunin er að mynda lista- hverfi á hafnarsvæðinu sem endurspeglar það áhugaverð- asta og skemmtilegasta sem listaheimurinn hefur upp á að bjóða um þessar mundir. Klukkan 15 í Hafnarborg Næstkomandi laugardag, 26. júní kl. 15, verður opnuð sýningin Formlegt aðhald, verk Eiríks Smith frá 1951- 1957 í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Listmál- arinn Eiríkur Smith (f. 1925) á að baki langan og farsælan feril.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.