Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 80
40 26. júní 2010 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … Gul sólgler- augu til að lífga enn frekar upp á sumardress- ið. Sólgleraugun fást í Spúútnik í Kringlunni. > SKRAUTLEGIR SKÓR Það er orðið auðvelt að lappa upp á gamalt og þreytt skópar einfaldlega með því að skella á það svolitlu glingri. Íslenska hönnunartvíeykið Varius hefur meðal annars hannað flott skóskraut um hríð auk þess sem Elísabet Björgvinsdóttir hannar einnig fallegt rómantískt skóskraut undir heitinu Babette og fæst það á heimasíðu hennar. Það er því um að gera að draga fram gömlu hæla- skóna og gefa þeim nýtt útlit og nýtt líf. Skærir litir og skemmtileg mynstur í öllum stærðum og gerðum hafa verið nokkuð áberandi undanfarið. Sum- arlínurnar frá Kenzo og Rochas eru báðar mjög litríkar og hressandi líkt og myndirnar bera vitni um. ÞAÐ ER LEIKUR AÐ MYNSTRI: Mynstur af öllum gerðum MUNSTUR Á MUNSTUR OFAN Þetta flotta dress er úr sumarlínu Kenzo. NORDICPHOTOS/GETTY DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON Röndóttan kjól, þessi minnir mann á franska smábæi og bagette og fæst í Zöru í Kringlunni. utlit@frettabladid.is Himinblátt belti frá danska hönn- uðinum Peter Jensen. Beltið fæst í verslun- inni Kron Kron. PASTELDRAUMUR Þessi litríki samfest- ingur frá Kenzo er afskaplega sumar- legur og skemmti- legur. HRESST Flottur samfestingur við skemmti- legan blazer frá Kenzo. BLÓMLEG Í sumarlínunni frá Rochas gætti áhrifa frá tíunda áratugnum. LÉTT OG SVART Smekklegt sumardress og hattur frá Rochas. SMEKKLEGT Fallegur túrkísblár jakki gyrtur ofan í smekklegar stuttbuxur frá Rochas. Einstaka sinnum, þá sérstaklega við árstíðaskipti, hvolfist yfir mig mjög leiðinleg græðgi. Þegar slíkt gerist ráfa ég stefnulaust um bæinn og horfi girnd- araugum inn í hvern verslunargluggann á fætur öðrum og læt mig dreyma um að eignast hitt og þetta á meðan ég tönnlast á því hversu fátæklegt sé um að litast í fata- skápnum mínum. Í græðgi minni tel ég mér trú um að ég muni aldrei öðlast fullkomna hamingju nema ég eignist í það minnsta eitt nýtt par af skóm, nokkra kjóla, nýja tösku og sólgleraugu í stíl. Og ekki væri verra ef ég eignaðist líka nokkuð af skarti, nokkur pör af buxum og nýja yfirhöfn. Ef ég ætti allt þetta, og meira til, þá væri ég án efa hamingjusamasta stúlka heims. En raunin er önnur! Ég keypti mér síðast skó fyrir heilum mánuði síðan, þeir eru nú orðnir gamlir. Buxur keypti ég mér síðast guð má vita hvenær og skartið mitt er orðið fallið. Ástandið er því hörmulegt en pyngjan leyfir ekki stórinn- kaup og hvað á þá til bragðs að taka? Auðveldast væri að geta bælt þessa græðgi- tilfinningu strax í fæðingu, en það er hægara sagt en gert. Annað ráð væri að tileinka sér lífsspeki Pollýönnu og sjá aðeins góðu hlið- arnar á lífinu. Samkvæmt því ætti ég að vera ánægð með að eiga þó þær fínu flíkur sem ég hef keypt mér í gegnum árin. Ég gæti einnig glaðst yfir því að flestar flíkurnar eru nokkuð víðar og því get ég notað þær áfram út ævina án þess að hafa áhyggjur af því að þær verði nokkurn tímann of litlar. Kannski, vonandi, get ég tekist á við þessa árstíðabundnu græðgi í framtíðinni með Pollýönnuismann að leiðarljósi því allt er auðvitað best í hófi. Pollýönnuisminn í fyrirrúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.