Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 82
42 26. júní 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Ég hef of margt fallegt um hann að segja. Hann er ástæðan fyrir því að ég er ekki heimilislaus eitur- lyfjafíkill í dag.“ SETH ROGEN um leikstjórann Judd Apatow. Alan Jones byrjaði að syngja vegna Michaels Jackson. Hann ætlar að heiðra poppkónginn ásamt fríðu föru- neyti á Akureyri í kvöld. Söngvarinn og fyrrum X-Factor þátttak- andinn Alan Jones stendur fyrir sérstök- um Michael Jackson-minningartónleikum á skemmtistaðnum Sjallanum á Akureyri í kvöld. Alan er fæddur í Bandaríkjunum en hefur verið búsettur hér á landi í átta ár og starfar sem kokkur á Café Blue. Hann hefur að eigin sögn sungið frá fimm ára aldri og kviknaði tónlistaráhuginn þegar hann heyrði fyrst tónlist Michaels Jackson. „Söngáhuginn byrjaði með Michael Jack- son og því skipta þessir tónleikar mig miklu máli, mig langar með þessu að heiðra popp- goðið mitt. Ég er með sjö manna band með mér og við höfum æft saman alla daga síð- asta mánuðinn og æfum í tvo til þrjá tíma í senn. Það er enginn leikur að feta í fótspor Jacksons þannig að maður verður að vera vel æfður þegar maður stígur á sviðið,“ segir Alan sem mun taka öll lögin sem kon- ungur poppsins hafði ætlað að syngja á This Is It tónleikaferðalagi sínu. Söngæfingarnar taka mikinn tíma en Alan segir unnustu sína, Ernu Kjartans- dóttur, hafa sýnt því mikinn skilning. „Ég hef haft lítinn tíma fyrir fjölskylduna síð- asta mánuðinn, en unnusta mín hefur verið mjög skilningsrík. Hún er líka orðin mikill Jackson-aðdáandi sjálf, enda er tónlist hans spiluð alla daga og allar nætur heima hjá okkur,“ segir hann og hlær. Selma Ragnarsdóttir klæðskeri sér um búningana fyrir sýninguna og hefur hún saumað tíu mismunandi búninga. Alan segir búningana vera klassíska Michael Jack- son-búninga en að bæði hann og Selma hafi sett sinn svip á þá. Aðspurður segist hann vera afskaplega spenntur fyrir tónleikunum enda sé hann að láta gamlan draum rætast. „Þetta hefur mig lengi langað til að gera og ég er því mjög spenntur fyrir tónleikunum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn. sara@frettabladid.is Vanessa Bryant, eiginkona körfu- knattleikmannsins Kobe Bryant, er ekki hrifin af raunveruleika- stjörnunni Khloe Kardashian, sem er gift LA Lakers leikmann- inum Lamar Odom. Að sögn heimildarmanna er Vanessu meinilla bæði við Khloe sjálfa og alla fjölskyldu hennar. „Vanessa þolir ekki Khloe og vill helst ekki vera nálægt henni. Hinar eigin- konurnar fylgja Vanessu og þess vegna hefur Khloe verið útilok- uð frá hópnum. Vanessu finnst Khloe vera gervileg og þær hafa rifist nokkrum sinnum vegna þessa,“ var haft eftir heimildar- manninum. Á úrslitaleik NBA deildarinnar sátu Khloe og fjöl- skylda hennar víðs fjarri Vanessu og hinum eiginkonunum sem ýtir enn frekar undir sögusagnirnar. Boltaeigin- konur rífast ILLA LIÐIN Khloe Kardashian er illa liðin af öðrum eiginkonum LA Lakers leikmanna. NORDICPHOTOS/GETTY ÆFINGAR ALLA DAGA Alan og félagar leggja mikinn metnað í tónleika til að heiðra Michael Jackson, sem lést fyrir ári. Michael Joseph Jackson lést 25. júní í fyrra og er talið að heimilislæknir hans hafi gefið honum of stóran skammt af verkjalyfjum. Fréttirnar um andlát Jacksons fóru um net- heima eins og eldur í sinu. Leitarsíðan Google. com hrundi vegna álags og Twitter-samskipta- síðan einnig. Í mars á þessu ári keypti útgáfufyrirtækið Sony Music réttinn að tónlist Jacksons fyrir rúma 32 milljarða króna. Eftir dauða sinn varð Jackson söluhæsti tónlist- armaður Bandaríkjanna árið 2009 og af plötum hans seldust 31 milljón eintök um víða veröld. Jackson lætur eftir sig þrjú börn, Prince Michael Jackson 1, Paris-Michael Katherine Jack- son og Blanket. Þau eru nú í forsjá föðurömmu sinnar. ÁR FRÁ ANDLÁTI JACKSON Kokkur heiðrar poppkónginn Söngkonan Katy Perry lenti í því leiðinlega atviki að slasa sig illa á fæti í dansgleði í vikunni. Heim- ildum ber ekki saman um hvort óhappið átti sér stað á sviði eða á skemmtistað en söngkonan end- aði með 17 spor í hægri fæti eftir leyndardómsfulla óhappið. „17 sporum seinna. Ekki gera grín að danssporum mínum á morgun. Það voru þau sem komu mér hingað til að byrja með. Takk fyrir minjagripinn Kan- ada,“ skrifaði Katy á Twitter- síðu sína. Söngkonan skartaði nýjum fínum fylgihlut í kanadískum sjónvarpsþætti daginn eftir; teygjubindi á fæti. Óvenjulegur minjagripur 17 SPOR Katy Perry yfirgefur Kanada með sár á fæti. >KVÆNTIST Í GALLABUXUM Harrison Ford kvæntist unnustu sinni, leik- konunni Calistu Flockhart, hinn 15. júní síð- astliðinn. Athygli vakti að leikarinn klæddist Wrangler-gallabuxum við athöfnina á meðan Flockhart klæddist látlausum, hvítum kjól. „Þau eru bæði mjög hrein og bein. Bæði í samskiptum sínum hvort við annað og hvaða augum þau líta lífið. Hjónabandið mun að- eins undirstrika það sem þau áttu saman þá þegar,“ var haft eftir Bernie Pollack, vini Fords. „Skemmtistaðir eru leiðinlegir. Það dansar enginn á þessum stöðum. Það standa bara allir og drekka sig fulla og fara svo í sleik. Hvar er skemmtunin í því?“ SHIA LEBEOUF um skemmtanalífið. „Lífið er fullt af áhættum hvort sem er. Hví ætti maður þá ekki að taka smá áhættu sjálf- ur?“ LINDSAY LOHAN og lífsspeki hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.