Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 88
48 26. júní 2010 LAUGARDAGUR G-RIÐILL Norður-Kórea - Fílabeinsströndin 0-3 0-1 Yaya Toure (14.), 0-2 N‘dri Romaric (20.), 0-3 Salomon Kalou (82.). Portúgal - Brasilía 0-0 LOKASTAÐAN Brasilía 3 2 1 0 5-2 7 Portúgal 3 1 2 0 7-0 5 Fílabeinsstr. 3 1 1 1 4-3 4 Norður-Kórea 3 0 0 3 1-12 0 H-RIÐILL Chile - Spánn 1-2 0-1 David Villa (24.), 0-2 Andres Iniesta (37.), 1-2 Rodrigo Millar (47.). Sviss - Hondúras 0-0 LOKASTAÐAN Spánn 3 2 0 1 4-2 6 Chile 3 2 0 1 3-2 6 Sviss 3 1 1 1 1-1 4 Hondúras 3 0 1 2 0-3 0 16 LIÐA ÚRSLITIN Úrúgvæ - Suður-Kórea í dag kl. 14.00 Bandaríkin - Gana í dag kl. 18.30 Þýskaland - England á morgun kl. 14.00 Argentína - Mexíkó á morgun kl. 18.30 Holland - Slóvakía mánudag kl. 14.00 Brasilía - Chile mánudag kl. 18.30 Paragvæ - Japan þriðjudag kl. 14.00 Spánn - Portúgal þriðjudag kl. 18.30 MARKAHÆSTU LEIKMENN Gonzalo Higuain, Argentínu 3 mörk Robert Vittek, Slóvakíu 3 mörk David Villa, Spáni 3 mörk FLESTAR STOÐSENDINGAR Arthur Boka, Fílabeinsströndinni 2 Kaka, Brasilíu 2 Thomas Müller, Þýskalandi 2 Sung Yueng Ki, Suður-Kóreu 2 ÚRSLIT Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna: FÓTBOLTI Dauðariðillinn svokall- aði stóð varla undir nafni á HM í Suður-Afríku þar sem lokaumferð- in og uppgjör toppliðanna olli flest- um miklum vonbrigðum. Brasilía og Portúgal gerðu markalaust jafn- tefli í bragðdaufum leik en fyrir leikinn var Brasilía öruggt áfram og Portúgal í afar sterkri stöðu. Engu síður lagði síðarnefnda liðið höfuðáherslu á varnarleik lengst af og úr varð afar óspennandi við- ureign þar sem fá marktækifæri litu dagsins ljós. Fílabeinsströndin átti veika von á að komast upp fyrir Portúgal á stigatöflunni. Þeir afrísku þurftu að treysta á brasilískan sigur og þá helst vinna Norð- ur-Kóreu með átta marka mun. Það tókst ekki en Fíla- beinsströndin vann 3-0 sigur. Landsliðsþjálfarar Portú- gals og Brasilíu höfðu afar ólíkar skoðanir á leiknum. „Mér fannst þetta frá- bær sýning – sann- köl luð k n at t- spyrnuveisla,“ sagði Carlos Queiroz, þjálf- ari Portú- gals. „Bras- lía byrjaði mjög vel í leikn- um en eftir því sem á leið komst Portúgal betur inn í leik- inn. Í lokin var þetta leikur þar sem við sóttum og þeir vörðust. Við fögnum þessu því Portúgal sýndi að það átti skilið að komast áfram. Þetta var frábær knatt- spyrnuleikur, leikmenn spiluðu mjög vel og þeim ber að hrósa. Mér fannst úrslitin sanngjörn.“ Hinn brasilíski Dunga var þó alls ekki sömu skoðunar. „Við reyndum að sækja á þá allt til loka. Andstæðingurinn var alltaf í vörn. Við viljum alltaf vinna leiki en önnur lið beita öðruvísi leikað- ferðum þegar þau spila við Bras- ilíu. Það er eðlilegt,“ sagði Dunga sem kvartaði þó undan grófum Portúgölum. „Ég veit ekki af hverju leikmenn voru svona taugaóstyrkir. Þú verð- ur að spyrja Queiroz að því en það þarf bara að sjá hvaða lið fékk fleiri áminningar til að sjá hvaða leikmenn voru ofbeldis- hneigðari,“ sagði Dunga. Það mátti reyndar ekki miklu muna hvað áminning- arnar varð- ar – leikmenn Portúgals fengu fjórar áminningar en Brasil- íumenn þrjár. “ - esá Brasilía og Portúgal upp úr G-riðli: Óspennandi uppgjör í dauðariðlinum REIF SIG ÚR AÐ OFAN Cristiano Ronaldo sýndi magavöðvana eftir leikinn í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sextán liða úrslit hefj- ast á HM í Suður-Afríku í dag en fyrsti leikurinn verður á milli Úrúgvæ og Suður-Kóreu. Síðari leikur dagsins verður viðureign Bandaríkjamanna og Ganverja en þeir síðarnefndu eru eina Afr- íkuliðið sem er enn með í keppn- inni. Þjálfari Gana, Serbinn Milov- an Rajevac, var stoltur af sínum leikmönnum. „Aðalstyrkur okkar er liðsheildin. Við spilum sem eitt lið en ekki sem einstaklingar. Það er ástæðan fyrir okkar árangri. Allar Afríkuþjóðirnar munu styðja okkur og við ætlum ekki að vanvirða þær,“ sagði hann. Bandaríkjamenn eru enn í sig- urvímu eftir æsilegan 1-0 sigur á Alsír í vikunni og ætla sér langt í keppninni. „Ef við höldum áfram að byggja á því sem við höfum gert vel getum við farið alla leið,“ sagði þjálfarinn Bob Bradley. Morgundagurinn verður einn- ig afar áhugaverður. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðureign Englands og Þýskalands en síðari leikur dagsins, á milli Argentínu og Mexíkó, verður sjálfsagt litlu síðri. - esá 16 liða úrslitin hefjast í dag: Gana er síðasta von Afríku ÞJÁLFARINN Milovan Rajevac, Serbinn í brúnni hjá Gana. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Spánn og Chile tryggðu sér í gær sæti í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Suður- Afríku í gær. Þessi lið áttust við í lokaumferð H-riðils þar sem Evr- ópumeistararnir höfðu betur, 2-1, og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins. Í hinum leik riðilsins gerðu Sviss og Hondúras markalaust jafntefli en fyrrnefnda liðinu hefði með sigri gert harða atlögu að Chile í öðru sæti riðilsins og þar með sæti í 16 liða úrslitunum. Spánverjar gerðu í raun út um leikinn í gær strax í fyrri hálf- leik með tveimur góðum mörkum. Fyrra markið kom eftir klaufaleg mistök Claudio Bravo markvarð- ar sem hljóp langt út úr eigin víta- teig til að stöðva skyndisókn Spán- verja. Boltinn barst hins vegar beint til David Villa sem skoraði í autt markið af löngu færi. Villa átti svo ríkan þátt í síðara markinu sem hann lagði upp fyrir félaga sinn hjá Barcelona, Andr- es Iniesta. Sá síðarnefndi kláraði sóknina með yfirveguðu skoti sem hafnaði í markhorninu. Um leið fékk Marco Estrada, leikmaður Chile, sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt fyrir að brjóta á Fernando Torres í aðdraganda marksins. Í þessari stöðu hefði Sviss dugað 1-0 sigur gegn Hondúras til að ná öðru sæti riðilsins af Chile. En þrátt fyrir að vera manni færri náði Chile að minnka muninn með marki Rodrigo Millar snemma í síðari hálfleik en boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmann- inum Gerard Pique á leið sinni í markið. Það mark reyndist mikilvægt. Nú þurftu Svisslendingar að skora tvívegis í sínum leik og þegar leik- menn Chile gerðu sér grein fyrir því að þeir svissnesku ættu í vand- ræðum með að brjóta vörn Hond- úras á bak aftur lögðu þeir ofur- kapp á að fá ekki fleiri mörk á sig. Hvorugt lið sótti því að nokkru ráði síðasta stundarfjórðunginn sem setti ljótan blett á annars ágætan knattspyrnuleik sem hafði byrjað mjög fjörlega. Það voru góðar fréttir fyrir Evr- ópumeistarana að Andres Iniesta var aftur orðinn nægilega heill til að vera í byrjunarliðinu. Hann minnti svo á sig með laglegu marki og ljóst að Evrópumeistararnir eru komnir nú aftur á gott skrið. „Það mikilvægasta var að við unnum og fengum þrjú stig,“ sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spán- ar. „Við erum á ágætri leið. Fern- ando Torres spilaði í 60 mínútur og Iniesta líður vel.“ Sviss missti í gær af gullnu tækifæri til að komast áfram í 16- liða úrslitin í annað skiptið í röð á HM. Sviss kom mörgum á óvart með því að leggja Spán í fyrstu umferð riðlakeppninnar en leik- menn liðsins tókst ekki að fylgja því eftir og töpuðu fyrir Chile og máttu nú síðast sætta sig við jafn- tefli gegn slöku liði Hondúras. „Þetta reyndist of mikil pressa fyrir okkur. Við þurftum að skora tvisvar,“ sagði þjálfarinn Ottmar Hitzfeld eftir leikinn. „Okkur skorti úthaldið og þrautsegjuna til þess. Þetta eru mikil vonbrigði, ekki bara fyrir mig heldur leik- mennina líka.“ Bæði lið eiga afar erfið verk- efni fyrir höndum í 16 liða úrslit- um keppninnar. Strax á mánudag þarf Chile að leika við Brasilíu og á þriðjudaginn mætast grannþjóð- irnar Spánn og Portúgal í sannköll- um risaslag. eirikur@frettabladid.is Evrópumeistararnir minntu á sig Eftir slaka byrjun á HM eru Spánverjar nú komnir á beinu brautina. Þeir náðu efsta sætinu í H-riðli með 2-1 sigri á Chile í gær. Þeirra bíður þó risaleikur gegn grönnum sínum frá Portúgal í 16 liða úrslitunum. MARKAHETJUR Andres Iniesta og David Villa skoruðu tvö glæsileg mörk fyrir Spán- verja í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.