Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 10
10 28. júní 2010 MÁNUDAGUR Ráðgjöf landslagsarkitekts Sumar 2010 ALLAR TEIKNINGAR GERÐAR Í ÞRÍVÍDD Viðskiptavinurinn fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 5.900. Upphæðin er inneign þegar keypt er palla- og girðingarefni hjá BYKO. Skráning á netfangið margret@byko.is og í síma 515 4135 alla virka daga. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt sér um ráðgjöfina. Í sumar veitir BYKO viðskiptavinum sínum ráðgjöf og faglegar ráðleggingar vegna framkvæmda í garðinum. EX PO · w w w .e xp o. is TÆVAN Tugir þúsunda Taívana mótmæltu um helgina nýju samkomulagi stjórnvalda við Kínverja sem til stendur að undirrita á morgun. Samningurinn felur í sér að tollamúrar milli landanna verða lækkaðir auk þess sem liðk- að verður fyrir fjárfestingum Kína í Taívan. Gagnrýnendur óttast að þetta kunni að verða fyrsta skrefið að yfirráðum Kínverja á eyjunni. Taívan og Kína voru aðskilin í kjölfar borgarastyrjaldarinn- ar í Kína árið 1949. Stjórnvöld í Peking líta hins vegar enn á eyjuna sem yfirráðasvæði Kín- verja. Taívan og Kína gera samning: Tugþúsundir á mótmælafundi LÍKNARMÁL Fjölskylduhjálp Íslands hefur nú í þriðja sinn fengið styrk frá góðgerðarsam- tökunum Varda í Hollandi. Hollensku góðgerðarsamtök- in hafa styrkt Fjölskylduhjálp Íslands bæði á þessu og síðasta ári um 1,5 milljónir króna. Að þessu sinni er styrkurinn um hálf milljón króna. Í tilkynningu frá Fjölskyldu- hjálpinni segir að styrkurinn komi sér ákaflega vel. Meira en 500 fjölskyldur nutu mataraðstoð- ar hjá samtökunum síðastliðinn miðvikudag. - ls Fjölskylduhjálpin fær styrk: Hollendingar senda peninga Héldu vöku fyrir gestum Tveir menn voru handteknir í Garð- inum í fyrrinótt vegna drykkjuláta. Mennirnir héldu vöku fyrir gestum sem sóttu Sólstöðuhátíð í bænum og linntu ekki látum fyrr en þeir voru komnir á bak við lás og slá. Hátíðar- höld í Garðinum fóru að öðru leyti fram með sóma. LÖGREGLUFRÉTTIR SAMGÖNGUR Eldingu laust niður í flugvél Iceland Express í aðflugi að Winnipeg í Kanada um helg- ina. Farþega sakaði ekki. Í til- kynningu frá flugfélaginu segir að engin hætta hafi verið á ferð- um enda flugvélin með búnað til að bregðast við eldingum. Óveru- legar skemmdir urðu á vélinni. Flug félagsins til Parísar í gær- morgun seinkaði fram eftir degi vegna atviksins. Önnur fugvél var send hingað til lands til að sinna því flugi. - ls Eldingu laust niður í vél: Engan sakaði ÚTHLUTUN Biðraðir eru oft langar. DÓMSMÁL „Mér leið ekki vel þegar ég las gögnin fyrst yfir. Þarna sér maður nákvæmlega hvernig þetta var. Brotaviljinn var einbeittur. Það var markvisst verið að eltast við við- skiptavini okkar og bjóða þeim gull og græna skóga,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeins- son, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Kortaþjónustan hefur fengið afhent afrit af málsgögnum sem feng- ust við húsleit Samkeppn- iseftirlitsins vegna gruns um samráð og samkeppn- islagabrot Greiðslumiðl- unar (nú Valitor), Kred- itkorta (nú Borgun) og Fjölgreiðslumiðlunar. For- svarsmenn fyrirtækjanna viðurkenndu að hafa brot- ið gegn Kortaþjónustunni með ólögmætum aðgerð- um. Tilgangurinn var að bola Kortaþjónustunni af greiðslukortamarkaði. Viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbank- inn, eiga fyrirtækin þrjú og áttu gömlu bankarnir fulltrúa í stjórnum þeirra þegar brotin voru framin. Dómsátt var gerð í málinu í byrj- un árs 2008 og fyrirtækjunum þremur gert að greiða 735 milljón- ir króna í stjórnvaldssekt. Þetta var hæsta sekt sem lögð hefur verið á vegna samkeppnislagabrots hér á landi. Nú um stundir eru Jóhannes og lögmenn Kortaþjónustunnar að fara yfir gögnin og undirbúa skaðabóta- mál gegn greiðslukorta- fyrirtækjunum Valitor, Borgun og Fjölgreiðslu- miðlun. Málið verður lagt fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur í september. Jóhannes segir máls- gögnin sýna að fyrirtækin sem fyrir voru á markaðn- um þegar Kortaþjónustan kom inn á hann í nóvem- ber 2002 hafi gert allt til að bregða fæti fyrir nýja aðila. Kortaþjónustan er nú með fimmtán prósenta hlutdeild á markaðnum. Ef ekki væri fyrir hart og ólögmætt samráð til að bregða fæti fyrir keppi- nautana ætti hún að vera tvöfalt meiri. „Við þurf- um ekki að vera hikandi í skaða- bótakröfu okkar. Það er ljóst að við vorum stöðvaðir úr öllum áttum. Verið er að reikna út hver skaði fyrirtækisins er. Væntanlega verð- ur fenginn dómskvaddur matsmað- ur. Hann mun meta skaðann og setja fram kröfur okkar,“ segir Jóhannes. jonab@frettabladid.is BÝR SIG UNDIR MÁLSÓKN Kreditkortaþjónustan ætlar að höfða skaðabótamál gegn kortafyrirtækjunum Valitor og Borgun auk Fjölgreiðslumiðlunar. Ætlar að krefjast skaðabóta Greiðslukortafyrirtækin Valitor, Borgun og miðlunarfyrirtæki þeirra áttu lengi í víðtæku og ólögmætu samráði til að tryggja markaðshlutdeild sína. Tvö ár eru síðan úrskurðað var í málinu. ■ 2006: Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Greiðslumiðlun, Kreditkortum og Fjölgreiðslumiðlun í júní. Gögn eru handlögð. ■ 2007: Greiðslumiðlun breytir um nafn, heitir eftirleiðis Valitor. Rekstrar- form Kreditkorta breytist. Fyrirtækið verður Borgun. ■ 2007-8: Beggja vegna áramóta viðurkenna fyrirtækin og Fjölgreiðslumiðl- un að hluta, sem sér um kortaviðskipti hinna tveggja, víðtækt samráð. Fyrirtækin dæmd til að greiða 735 milljónir króna stjórnvaldssekt. ■ 2009: Kortaþjónustan sendir kvörtun til Samkeppniseftirlits þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Valitor eftir kvörtun frá Borgun um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. ■ 2010: Samkeppniseftirlitið úrskurðar að Kortaþjónustan hafi rétt á að fá afrit af þeim gögnum sem hald var lagt á í húsleitunum. Gögnin eru í vinnslu. Málið fer fyrir héraðsdóm í september. Ferill málsins í hnotskurn Það var markvisst verið að eltast við viðskipta- vini okkar og bjóða þeim gull og græna skóga. JÓHANNES INGI KOLBEINSSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI EFNAHAGSMÁL Bankar og fjármála- fyrirtæki í þeim fjóru evrulönd- um sem standa hvað verst hafa sótt sér 225 milljarða evra, jafn- virði rúmra 35 þúsund milljarða íslenskra króna, í sjóði evrópska seðlabankans síðastliðin tvö ár. Þetta jafngildir 68 prósent- um af öllum útlánum seðlabank- ans á tímabilinu. Bankarnir eru á Grikklandi, Spáni, Írlandi og Portúgal. Grískir bankar sækja mest til seðlabankans en þeir hafa fengið þar 78,1 milljarð evra að láni. Evrópski seðlabankinn birti í fyrsta sinn í vikunni tölur u m ú t l á n greindar niður eftir löndum. Breska dag- blaðið Financi- al Times hefur e f t i r N i c k Matthews, sér- fræðingi hjá Royal Bank of Scotland, að gögnin sýni öðru fremur að staða banka í löndun- um fjórum hafi verið þröng um langt skeið, fjárfestar vilji ekki lána þeim fé, og hafi bankarnir því neyðst til að leita ásjár evr- ópska seðlabankans. Þá hefur blaðið eftir öðrum sérfræðingi að fjárfestar beri lítið traust til banka í þessum löndum og kjósi fremur lága innlánsvexti evr- ópska seðlabankans en áhættuna sem felst í því að kaupa skulda- bréf þeirra. Vextir á innlánsreikningum evrópska seðlabankans eru nú 0,25 prósent. Til samanburðar eru vextir innlánsstofnana hjá Seðlabanka Íslands 6,5 prósent. - jab Bankar í fjórum verst stöddu evrulöndunum treysta á evrópska seðlabankann: Fjárfestar treysta ekki suðrinu GEORGE PROVOPOULOSVATNSFLAUMUR Indverskir unglingar gefa allt í botn á mótorhjólinu eftir úrhellisrigningu í borginni Allahabad á Indlandi. Regnið var kærkomið enda lofthitinn um 40 gráður. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Bandarískt par hefur safnað nógu mörgum endurvinn- anlegum áldósum til að borga fyrir brúðkaupið sitt. Þau Peter Geyer og Andr- ea Parrish gerðu ráð fyrir að þurfa um 400 þúsund dósir til að greiða fyrir athöfn og veislu nú í júlí. Þau fengu þó 223 þús- und dósir í einu lagi frá Alcoa og endurvinnslufyrirtæki. Þessar dósir gefa af sér um hálfa millj- ón króna. Parið heldur áfram að safna dósum og hyggst gefa hluta andvirðisins til góðra mála. - ls Gefa til góðgerðarmála: Brúðkaup borg- að með dósum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.