Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 36
20 28. júní 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur www.frettabladid.is | 512 5000 *Kjarnadreifingarsvæði Fréttablaðsins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Þorlákshöfn, Keilir, Garður, Sandgerði, Grindavík og Vogar. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ALLA Enn betra aðgengi að Fréttablaðinu Breytingar voru gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins 1. júní. Blaðinu er áfram dreift ókeypis í lúgur og Fréttablaðskassa kjarnadreifingarsvæði* okkar. Nýbreytnin felst í að frídreifingu í verslunum og á bensínstöðvum á kjarnadreifingarsvæði verður hætt, en blaðið í staðinn selt í lausasölu um land allt samhliða fyrrgreindri frídreifingu heim eða í hverfi. Lausasölustöðum verður fjölgað til muna auk þess sem fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum verður nærri þrefaldaður, úr 60 í um 170. Nánari upplýsingar um dreifingu Fréttablaðsins má nálgast á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á visir.is eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Olís, Selfossi Krónan, Selfossi Bónus, Selfossi N1 Fossnesti, Selfossi N1 verslun Selfossi Verslunin Árborg, Selfossi Bjarnabúð, Brautarhóli (Reykholti) Ferðaþjónustan Úthlíð Þrastalundur, Grímsnesi Minni-Borg, Grímsnesi N1, Hveragerði Bónus, Hveragerði Glóðarsel, Laugarvatni Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum N1, Hvolsvelli Söluskálinn Björk, Hvolsvelli N1 Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri Skýlið, Vestmannaeyjum Vöruval, Vestmannaeyjum N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Krónan, Vestmannaeyjum Suðurland Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég varði ekki! Já já, frekar erfið skyndisókn! Hættu að spá í þetta! Mamma, hversu lang- an tíma tekur að elda pylsu í örbylgjuofni? Ef hún er ekki frosin duga sirka 30 sekúndur. Nú, ekki meira? Er hægt að setja í bakkgír? Þú getur gleymt þessu. Það er ekki hægt að gera við þvottavélina. Ég myndi giska á að hún sé komin á tíma. Hvernig?! Eins og ég segi, þetta var aðeins ágiskun. Þetta er skrýtið... Ég er að drepast í úlnliðnum. Hey, ég líka. Sinaskeið ástarinnar. Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sann- arlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabb- ar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helg- inni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vest- urbænum þarf þá að samræma helgarn- ar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík. FLÓKNARI fjölskyldutengsl eru þó ekki ein og sér að valda vandræðum. Aldurs- hópurinn sem lærði á tölvupóst eftir árið 2000 og spilaði ekki Super Mario Bros virðist stundum eiga jafn erfitt með að fóta sig á netinu og unglingar sem eru enn að læra á almenn samskipti í líf- inu. Síðast á föstudag tók formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborg- arsvæðinu til máls á flokksráðs- fundi VG og átaldi flokksfélaga sína fyrir óvandaða framkomu. „Það er óheiðarlegt að gefa í skyn á fésbókinni, verandi með hátt í tvö þúsund vini, að hinn og þessi hafi ekki verið nógu góður við sig og leyfa svo öllum vinunum að geta í eyðurnar.“ ÞAÐ var undarleg lífsreynsla að slást í för með 12 ára barni um netheima um daginn og ekki laust við að eftir þá heimsókn hafi mig langað til að koma einhverju svipuðu áleiðis til foreldra og Snærós Sindradótt- ir kom til skila á áðurnefndum flokksráðs- fundi. Þrátt fyrir 13 ára aldurstakmark virtist stór hluti skólafélaga hafa aðgang að facebook. Vinirnir telja á hundruðum, for- eldrarnir eru alls ekki alltaf hluti af þeim vinum, og skrif hvers konar um náungann, bekkjarfélaga eða jafnvel börn í öðrum hverfum, standa þeim til háðungar. Á MEÐAN fullorðið fólk, jafnvel sjálfur þingheimur, á erfitt með að stíga til jarðar á netinu er varla hægt að ætlast til þess að börn geti það hjálparlaust. Aukin tölvunotk- un ungmenna er staðreynd en aukið eftirlit foreldra virðist ekki fylgja eftir. Kannski er það skortur á kunnáttu, en það er þá hvers foreldris að tileinka sér hana. Eftirlitsleysi með tölvunotkun barna getur verið jafn alvarlegt og að skilja þau eftir um miðja nótt á Lækjartorgi. Og það er hálfaumkun- arvert ef við fullorðna fólkið látum hugsun- arleysi okkar sliga góða vinnu gegn einelti undanfarin ár. Ábyrgð í undirheimum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.