Fréttablaðið - 29.06.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 29.06.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 29. júní 2010 — 150. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR skoðun 14 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Gabríel Gauti Einarsson, fjór-tán ára, er mikill áhugamaður um knattspyrnu og fylgist eins og fleiri spenntur með framvindu mála í heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fer fram í Suður-Afr-íku. „Ég reyni að horfa á eins marga fótboltaleiki og ég get, þar sem mér finnst þetta ótrúlega spenn-andi,“ segir Gabríel en viðurkenn-ir að sér hafi þótt svekkjandi að sjá lið Englendinga falla úr keppni. „Ég hélt með enska liðinu en spilamennskan þeirr ur liðið aldrei áfram og mér finnst hann fúll. Hann brosir kannski á ársfresti. Kannski hefði bara verið betra að fá Englending til að þjálfa liðið.“ Gabríel segist lengi hafa fylgst með enska boltanum og af þeim sökum hafi hann ákveðið að halda með liði Englendinga á HM. „Ég fór bara að horfa á enska boltann um leið og ég uppgötvaði fótbolta.“ Hann segist vera gallharður aðdá-andi Manchester Unit df ði ey, leikmaður Manchester United, sé í uppáhaldi. „Hann er svo vinnu-samur, er alltaf á ferðinni og skor-ar mikið.“ Eftir að Englendingar urðu úr leik hefur Gabríel tekið ástfóstri við argentíska liðið, sem honum finnst sigurstranglegt. „Þetta er frábært lið; Messi einn sá besti í heimi, Tévez flottur og Higuaín frábær. Maradonna er þarna líkég held kk Fílar fótboltann í tætlur Gabríel Gauti Einarsson, fjórtán ára, hefur undanfarnar vikur fylgst með heimsmeistarakeppninni í fót- bolta í Suður-Afríku og spáir því að landslið Argentínu eiga eftir að ná langt og jafnvel sigra. Gabríel Gauti Einarsson, til vinstri, er mikill áhugamaður um fótbolta. Hér bregður hann á leik ásamt vini sínum Sigurði Bjartmari Magnússyni, fjórtán ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DJASS UNDIR FJÖLLUM Árleg djasshátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 3. júlí næstkomandi. Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson eru meðal þeirra sem koma fram. Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2 ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18Lokað á laugardögum Enn meiri verðlækkun veiði ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010 Allt í fluguveiði Hilmar Hansson hefur opnað nýja veiðiverslun. SÍÐA 3 Fleiri útlendingar Erlendir veiðimenn sækja í aukn- um mæli í íslenskar ár í sumar. SÍÐA 2 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Veiði Reikningsnúmer styrktarsöfnunar 301-13-304799 kt. 521208-0660 soleyogfelagar.is Við elskum HM! Sími 595 0300 - www.isafold.is HÆGVIÐRI eða hafgola á landinu í dag. Bjartviðri NA-lands, annars víða skýjað með köflum en horfur á vætu NV-til síðdegis. Hiti 8-16 stig, hlýjast V-lands. VEÐUR 4 12 13 12 10 10 VERSLUN Þrívíddartæknin er að ryðja sér til rúms á Íslandi. Nú seljast nokkur þrívíddarsjón- varpstæki í hverri viku á allt að 650 þúsund krónur. Það er um 400 þúsundum meira en hefðbundnir flatskjáir af sömu stærð kosta. Kaupmáttur launa hefur minnkað jafnt og þétt frá seinni hluta árs 2008 samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir það eru Íslendingar fljótir að tileinka sér nýjustu og dýrustu tækni sem völ er. Sjónvarpsmið- stöðin er ein af fáum búðum á Íslandi sem eru byrjaðar að selja þrívíddarsjónvörp og selur allt að sjö á viku. Ólafur Már Hreins- son, starfsmaður verslunarinn- ar, segir að það sé allt annað að horfa á sjónvarp í þrívídd en til þess þarf maður sérhönnuð gler- augu. Þau kosta um 20.000 krón- ur parið. - áp / sjá síðu 26 Rándýr sjónvarpstæki seljast vel þrátt fyrir minnkandi kaupmátt í landinu: Þrívíddarsjónvörpin rjúka út Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. Sambataktar Brassa Brasilíumenn sýndu meistaratakta á HM í gær. sport 23 Þrívíddarskjáir kosta allt að 650 þúsund krónur stykkið hér á landi, 400 þúsundum meira en flatskjár af sömu stærð. Verslanir selja nokkur tæki í hverri viku. 65 0. 00 0 SUS er áttatíu ára Mikill baráttuhugur í ungum sjálfstæðismönnum. tímamót 16 STJÓRNMÁL Um miðjan júlí bæt- ist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópu- sambandsins til að fara í aðildarvið- ræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. „Þetta er stuðningur sem teng- ist aðildarviðræðum, en hins vegar er þetta óaftur- kræft þótt ekkert verði af aðild,“ segir Stefán Hauk- ur Jóhannesson, sendi- herra í Brussel og for- maður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Þetta getur þannig nýst okkur með ýmsum hætti, til dæmis sem stuðningur vegna stofnanauppbygg- ingar og við fjárfestingar. Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þess- um hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja.“ „Ég held að það sé mjög mikil- vægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur,“ segir Þóra Magnúsdótt- ir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. „Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu ESB, hvað við gerum vel og hverju þarf að breyta.“ „Það kostar náttúrlega sitt að fara í gegnum þennan feril þannig að það er svo sem sjálfsagt að taka við því fé sem býðst í þessu efni,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, „en menn ættu samt að hugsa þetta betur því þetta er stuðningur sem var hugs- aður fyrir ríki í Austur- og Suður- Evrópu, ríki sem hafa staðið verr efnahagslega en ESB. Þetta er sem sagt eins konar þróunar- aðstoð og sumpart skrýt- ið að ríkt ríki eins og Ísland sé að taka til sín þetta fé. Við þurfum ekk- ert á þessu að halda til að uppfylla skilyrði aðild- ar, en eigi að síður heyr- ir maður að þeir ætli að veita okkur ríkulega af þessu eins og um þróun- arríki væri að ræða. Svo er spurning hvort Íslend- ingar vilji það.“ „Mér finnst þetta sérlega ógeð- fellt,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. „Við höfum gengið til þessara samninga á jafnræðisgrundvelli til að kanna forsendur fyrir því hvort Íslend- ingar vilji ganga í Evrópusamband- ið eða ekki. En þessar kvaðir um að aðlaga okkar stjórnsýslu að stjórn- sýslu Evrópusambandsins, með öðrum orðum að laga okkur að ESB í þessu viðræðuferli miðju, er nokk- uð sem margir höfðu nú ekki reikn- að með að væri jafn umfangsmikið og raun ber vitni. Svo þegar í ofan- álag er verið að bera á okkur fé með þessum hætti, þá veldur það óneit- anlega örlítilli velgju.“ - gb / sjá síðu 10 Ísland styrkt til aðlögunar Næstu þrjú árin fær Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðum Evrópusambandsins til að búa sig undir aðild. „Sérlega ógeðfellt,“ segir Ögmundur. Þetta er sem sagt eins konar þróun- araðstoð. EIRÍKUR BERG- MANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐ- INGUR VINNU HALDIÐ ÁFRAM Litlar skemmdir urðu af eldin- um sem kviknaði í tónlistarhúsinu Hörpu síðdegis á sunnudag. Því var hægt að halda áfram vinnu við bygginguna í gær eins og ekkert hefði í skorist. Hugsanlegt er talið að eldur hafi kviknað út frá neista í slípirokki eða logsuðutæki, en ekki vegna íkveikju eins og fyrst lék grunur á. Ekki er búið að meta tjónið en talið er að það sé óverulegt. Áætlað er að húsið verði tilbúið í maí á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vilja leika á móti Ingó Tugir stúlkna vilja leika unnustu Buddy Holly í samnefndum söngleik. fólk 26

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.