Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 8
8 29. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvar kom upp eldur á sunnu- daginn og allt tiltækt slökkvilið kallað út? 2 Á hverju lifir Ásdís Rán til að undirbúa sig fyrir myndatöku í Playboy? 3 Hvaðan voru dómararnir í hinum dramatíska leik Eng- lands og Þýskalands á sunnu- daginn var? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 EFNAHAGSMÁL Kreppan er tækni- lega séð búin, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) hér á landi. Nefndin hefur verið hér í tvær vikur og fundað með stjórnvöldum og emb- ættismönnum um stöðu efnahags- mála. Flanagan dró hins vegar engan dul á að erfiðir tímar væru fram undan og mörgu væri ólokið. Að mati sjóðsins væri Ísland þó á áætlun. Samkvæmt efnahagsáætlun AGS og Íslands er gert ráð fyrir þriggja ára áætlun til að koma Íslandi út úr kreppunni. Flanag- an segir enn stefnt að því að þeirri áætlun ljúki haustið 2011, en vissulega geti ýmislegt komið upp á sem gæti tafið fyrir. Ísland gæti, ef á þarf að halda, sótt um nýja aðstoð, en stefnan væri að ljúka aðgerðum á tilsettum tíma. Sjóðurinn telur að í lok árs 2010 fari landið enn frekar að rísa og efnahagur að batna. Nefndin verð- ur hér í sumar og stefnt er að því að ljúka þriðju endurskoðun efna- hagsáætlunarinnar í síðasta lagi í september. Þar gætu samningar sem ólokið er, líkt og Icesave, þó spilað inn í. „Samningarnir höfðu vissulega áhrif á fyrri endurskoð- un, en sú staðreynd að aðstoðin var veitt og áætlunin endurskoð- uð í tvígang, án þess að Icesave sé frágengið, sýnir, svo ekki verð- ur um villst, að lúkning samning- anna er ekki skilyrði fyrir aðstoð- inni.“ Fulltrúar sjóðsins funduðu með stjórnvöldum, sem eru í óðaönn að undirbúa fjárlög, um efnahags- áætlunina og stöðu hennar. „Samkomulag hefur náðst í flestum þáttum varðandi stefnu um hvernig markmiðum áætlunar- innar verður náð,“ segir í tilkynn- ingu frá sjóðnum. Þar segir enn fremur að þrátt fyrir að tækni- lega séð hafi landið komist úr kreppunni, sé margt að varast. „Engu síður er gert ráð fyrir að efnahagsbatinn komist á skrið í lok ársins og með skynsamlegri Of margir bankar á Íslandi Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segja íslenskt efnahagslíf komið fyrir vind þótt erfiðir tímar séu fram undan. Icesave gæti tafið þriðju endurskoðunina og beðið er niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislán. ÁNÆGÐIR Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segja stjórnvöld hafa náð umtalsverðum árangri í að kljást við efnahagsvand- ann. Tæknilega séð sé kreppunni lokið, en þó mörg ljón á veginum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mark Flanagan segir að margir hafi búist við því að geng- istryggð lán yrðu dæmd ólögmæt, líkt og Hæstiréttur gerði fyrir skemmstu. Það hafi hins vegar komið á óvart að engar leiðbeiningar fylgdu svo viðbrögð við dómnum séu enn óljós. Þeirri óvissu verði að eyða sem fyrst, en hann telur bankakerfið munu standa þetta af sér. Vaxta- prósentan skipti þó miklu máli. „Stjórnvöld og AGS voru sammála um að meiri tíma þyrfti til að meta afleiðingar nýlegs úrskurðar Hæstarétt- ar á lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Viðræður munu halda áfram á næstu vikum, með það að markmiði að fá endurskoðun samþykkta á fundi stjórnar sjóðsins, í byrjun september.“ Bíða ákvörðunar Hæstaréttar FÓLK Ragnheiður I. Margeirs- dóttir vöruhönnuður mun hanna Bleiku slaufuna sem seld er til styrktar Krabbameinsfélaginu í ár. Krabbameinsfélagið og Hönn- unarmiðstöð Íslands héldu hönn- unarsamkeppni og bárust yfir 70 tillögur í keppnina. Hönnun Ragnheiðar þótti bera af og verð- ur slaufan hennar því fjölda- framleidd og seld til styrktar Krabbameinsfélaginu í október. Dómnefnd þótti hönnun henn- ar vera falleg, frumleg og með skemmtilega þjóðlega tilvísun. Valdar tillögur úr keppninni verða til sýnis í húsnæði Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð. - þeb Tillaga þótti bera af öðrum: Hannar nýja Bleika slaufu VERÐLAUNIN VEITT Ragnheiður Haralds- dóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, afhenti nöfnu sinni verðlaunin, 500 þúsund krónur, í gær. efnahagsstefnu, er hægt að við- halda nýlegum árangri sem náð- ist í að koma jafnvægi á gjaldmið- ilinn og draga úr verðbólgu.“ Þá segir að stjórnvöld hafi náð umtalsverðum árangri í fjárlaga- gerð fyrir árið 2011 og þriðja end- urskoðunin geti skilað afgangi og dregið úr skuldum Íslands, að því gefnu að staðið verði fast við nið- urskurð á árinu og dregið verði úr óvissu varðandi bankana. Spurður um bankakerfið og hvernig stuðningi stjórnvalda við bankana ætti að vera háttað, sagði Flanagan óvissu ríkja eftir dóm Hæstaréttar varðandi gengis- lán. Þó væri ljóst að allt of marg- ir bankar væru á landinu, miðað við stærð efnahagsins. kolbeinn@frettabladid.is KJARAMÁL Álag á vinnustöðum hefur aukist til muna en laun lækka eða standa í stað, samkvæmt nýlegri kjarakönnun Bandalags háskóla- manna (BHM). Um sjötíu prósent félagsmanna telja að álag á vinnu- stöðum þeirra hafi aukist, en svip- uð niðurstaða kom fram fyrir ári í hliðstæðri könnun, þar sem hlutfall- ið var 60 prósent. Guðlaug Kristjáns- dóttir, formaður BHM, segir niður- stöðuna ekki koma á óvart. „Hið opinbera heldur allri þjón- ustu gangandi og óskertri en dregur markvisst úr kostnaði,“ segir Guð- laug. „Það er verið að fækka hönd- um en ekki verk- efnum.“ Guðlaug segir álagið sýna sig jafnt á opinber- um og almennum vinnumarkaði, en ráðningarbann ríkisins geri það að verkum að tímabundnir ráðningarsamn- ingar séu látnir renna út og ekki endurnýjaðir. Hún lýsir yfir gríðarlegum áhyggjum varðandi niðurstöðurn- ar en meira en helmingur svarenda sagðist einnig finna fyrir auknu álagi innan veggja heimilisins. „Gífurleg þreyta er að koma fram hjá því fólki sem sífellt er að reyna að brúa bilið,“ segir hún. „Það er mjög alvarlegt mál til langs tíma litið.“ - sv Álag á félagsmönnnum BHM eykst til muna, laun lækka eða standa í stað: Álag á starfsmönnum mikið vandamál GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR HAFRANNSÓKNIR Hrygning makr- íls er farin að teygjast mun norð- ar en áður var. Þetta er niðurstaða tveggja vikna makrílleiðangurs Hafrannsóknastofnunar á haf- svæðinu umhverfis Færeyjar sem og austur og suðaustur af Íslandi. Í leiðangrinum var metið magn makrílhrogna á hrygningarsvæði tegundarinnar og frjósemi hrygn- anna. Rannsóknin var liður í stofnmati á makrílstofnunum í Norðaustur- Atlantshafi, en hliðstæð rannsókn er unnin þriðja hvert ár í samstarfi níu Evrópuríkja. Ísland og Færeyj- ar tóku nú þátt í verkefninu í fyrsta sinn. Rannsóknir annarra þátttöku- þjóða fyrr í vetur sýna það sama og rannsókn Hafró; hrygning teygir sig æ norðar og fékkst umtalsvert magn innan íslenskrar lögsögu. Þetta er í samræmi við þá hlýnun sem átt hefur sér stað í hafinu und- anfarinn áratug og endurspeglast í aukinni útbreiðslu suðlægari teg- unda í Norðurhöfum. Þátttökuþjóð- ir verkefnisins skila endanlegum niðurstöðum til vinnuhóps Alþjóða hafrannsóknaráðsins í ágúst en þá verður unnið úr gögnunum og stærð hrygningarstofns makríls endurmetin með hliðsjón af niður- stöðum þessara rannsókna. Verkefninu er stýrt af vinnu- hópi á vegum Alþjóða hafrann- sóknaráðsins (ICES). Rannsóknirn- ar hófust við strendur Portúgals í janúar síðastliðnum. Áætlað er að rannsóknunum ljúki vestur af Bret- landseyjum í júlí. - shá Hafrannsóknastofnun hefur lokið rannsókn í tengslum við stofnmat makríls: Makríllinn hrygnir við Ísland MAKRÍLL Þessi suðlæga tegund sækir sífellt norðar, bæði í ætisleit og til hrygningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON FÉLAGSMÁL Andrés Jónsson var endurkjörinn formaður Almanna- tengslafélags Íslands á aðal- fundi í gær. Aðrir í stjórn eru Hjördís Árnadóttir, varaformað- ur, Lovísa Lill- endahl, gjald- keri, Snorri Kristjánsson, ritari og G. Pétur Matthíasson, meðstjórnandi. Á aðalfundinum var jafnframt kjörin siðanefnd félagsins. Félagar eru ríflega 100 talsins. - mþl Andrés Jónsson endurkjörinn: Áfram formað- ur Almanna- tengslafélagsins ANDRÉS JÓNSSON ATVINNA 220 ársverk skapast við skógrækt og önnur tengd verk- efni á árunum 2009 til 2011 í tengslum við átaksverkefni á vegum Skógræktarfélags Íslands (SÍ) og bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Þar af fá sjötíu námsmenn vinnu í tvo mánuði á landsvæðum Hafnarfjarðarbæjar í ár. Anna Sigurborg Ólafsdóttir, þjónustu- og þróunarstjóri, segir að nú þegar hafi 60 námsmenn óskað eftir vinnu við átakið. - sv Skógrækt í Hafnarfirði: Skapar 70 störf fyrir námsfólk Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is félagsmanna BHM telja að álag á vinnu- stöðum þeirra hafi aukist. ÚR KJARAKÖNNUN BHM 70% VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.