Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 10
10 29. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambands- ins til að fara í aðildarvið- ræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðun- um. „Ég held að það sé mjög mikil- vægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur,“ segir Þóra Magn- úsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. „Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum að fara í gegnum núna. Við getum fengið heilmik- inn stuðning við að skoða það á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu Evrópusambandsins, hvað við gerum vel og hverju við þurfum að breyta.“ Um er að ræða styrki úr svo- nefndum IPA-sjóðum Evrópu- sambandsins sem notaðir eru til að aðstoða ríki, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, við að standa straum af aðildar- viðræðum og undirbúningi fyrir aðild, en IPA stendur fyrir Instru- ment for Pre-Accession Assis- tance. Hinn 14. júlí verður Íslandi bætt á lista þeirra ríkja sem eiga rétt á stuðningi úr þessum sjóð- um. Þegar hefur verið ákveðið að næstu þrjú árin fái Ísland um 30 milljónir evra úr sjóðunum, eða ríflega fjóra milljarða króna, en á undanförnum árum hafa Tyrk- land og sjö Balkanskagaríki, sem öll eiga í aðildarviðræðum við ESB, fengið margvíslega styrki úr þessum sjóðum. Fyrir Evrópusambandið geta þetta engan vegin talist mikl- ir peningar því heildarfjárhæð- in er innan við eitt prósent af því fjármagni, sem Evrópusamband- ið hefur tekið frá til IPA-aðstoðar við Tyrkland og Balkanskagarík- in árin 2007-2011. Fyrir Íslendinga munar hins vegar um fjóra og hálfan millj- arð króna, með hliðsjón af því að heildarkostnaður okkar við aðild- arumsókn er talinn geta numið um einum milljarði króna. Enn á þó alveg eftir að ákveða til hvaða verkefna þessir pening- ar verða notaðir, en að mestu er það á valdi Íslendinga að ákveða forgangsröðina í þeim efnum. Í skýrslu Össurar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál, sem hann lagði fram 14. maí síðastlið- inn, kemur fram að þessi aðstoð myndi „annars vegar snúast um fjárhagslegan stuðning við áætl- anir eða verkefni sem tengjast aðildarundirbúningi og hins vegar um aðstoð í formi sérfræðiaðstoð- ar eða vettvangs- og upplýsinga- ferða en hið seinna kostar ESB alfarið.“ Stærsti hluti fjárins, eða 28 milljónir evra, verður hluti af áætlun fyrir Ísland árin 2011-2013 sem útfærð verður í samvinnu við ráðuneytin og helstu hagsmuna- samtök. Til viðbótar þessari áætlun er ríkjunum úthlutað fé til sérfræði- aðstoðar og upplýsingastarfs, auk þess sem möguleiki er á þátttöku í ýmsum samstarfsverkefnum hinna ríkjanna, sem sótt hafa um aðild. Í skýrslu sinni segir utanríkis- ráðherra þessa aðstoð geta „reynst ákaflega mikilvæga í aðdraganda aðildarviðræðna og meðan á þeim stendur. Hún getur þannig dreg- ið úr beinum kostnaði Íslands og veitt mikilvægan stuðning við ýmis mikilvæg verkefni.“ Að sögn Þóru, sem hefur haft með þessi mál að gera í sendiráð- inu í Brussel, er það Íslendinga sjálfra að ákveða alla forgangs- röðun við úthlutun þessa fjár- magns. Sækja þarf sérstaklega um úthlutun til einstakra verk- efna og rökstyðja þarf hverja umsókn með því að útlista hvern- ig féð muni gagnast Íslendingum við að búa sig undir aðild að Evr- ópusambandinu. Fyrir utan þennan stuðning hafa Íslendingar sett sér það for- gangsverkefni í viðræðum við Evrópusambandið að sækjast eftir einhvers konar samstarfi við Seðlabanka Evrópu um stuðning við íslensku krónuna, eins og lesa má nánar um hér á síðunni. FRÉTTASKÝRING: Stuðningur Evrópusambandsins við undirbúning aðildar Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009 um þingsályktunar- tillögu um aðildarumsókn, sem þá lá fyrir Alþingi og var síðan samþykkt, segir að „komi til aðildarviðræðna beri að leggja kapp á að viðræður um gjaldmiðilsmál verði forgangsverkefni í viðræðuferlinu og því eigi að leita eftir samkomulagi við ESB og ECB um stuðning við krónuna.“ Einnig segir að meirihlutinn taki undir þau sjónarmið, sem fram hafi komið í báðum þeim þingsályktunartillögum sem lagðar voru fram á þingi um aðildarumsókn, að „Ísland leiti á fyrstu stigum viðræðna eftir sérstöku samkomulagi við ESB, og eftir atvikum evrópska seðlabankann, sem verið gæti stuðningur á næstu misserum við íslensku krónuna meðan á aðlögun- arferli Íslands stæði.“ Að baki þessu býr fyrst og fremst sú hugsun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að það hljóti að vera Evrópusambandinu í hag ekki síður en Íslandi, að Íslendingar fái frá Evrópusambandinu aðstoð við að styrkja gjaldmiðilinn til að auðvelda aðlögun að myntbandalagi Evrópusambandsins og upptöku evru. Rökstuðningurinn er þessi: Við erum nú þegar á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins og höfum sótt um aðild að Evrópusambandinu. Íslenska krónan er örlítil mynt bundin í gjaldeyrishöft sem brjóta í bága við reglur Evr- ópska efnahagssvæðisins. Aðild að Evrópusambandinu fylgir að Ísland þarf að taka upp evru um leið og íslenskt efnahagslíf telst tilbúið til þess. Því betri stuðning sem Ísland fær við krónuna því fyrr má reikna með að landið verði fært um að skipta út krónunni fyrir evru. Hvort samningar takast um slíkan stuðning er óvíst, en á þessu verður þreifað um leið og viðræður hefjast fyrir alvöru, líklega strax í haust eða næsta vetur, enda hefur samninga- nefnd Íslands fyrrgreint meirihlutaálit utanríkis- málanefndar að leiðarljósi í öllum störfum sínum. Stuðningur ESB við krónuna? Styrkir úr IPA-sjóði ESB til ríkja í aðildarviðræðum (upphæðirnar eru í milljónum evra) 2007 2008 2009 2010 2011 Alls 2007-2011 Króatía 141,2 146,0 151,2 154,2 157,2 749,8 Makedónía 58,5 70,2 81,8 92,3 98,7 401,5 Albanía 61,0 70,7 81,2 93,2 95,0 401,1 Bosnía 62,1 74,8 89,1 106,0 108,1 440,1 Svartfjallaland 31,4 32,6 33,3 34,0 34,7 166,0 Serbía 189,7 190,9 194,8 198,7 202,7 976,8 Kósóvó 68,3 124,7 66,1 67,3 68,7 395,1 Alls 612,2 709,9 697,5 745,7 765,1 3530,4 2011 2012 2013 Ísland 14 9 5 Evrópusambandið opnar sjóði sína BYGGING FRAMKVÆMDARSTJÓRNAR EVRÓPUSAMBANDSINS Úthlutun fjár úr sjóðum Evrópusambandsins verður ákveðin í sam- vinnu við ráðuneytin og hagsmunahópa á Íslandi. NORDICPHOTOS/AFP Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is milljónir evra eru innan við eitt prósent þeirra fjármuna sem ESB hefur úthlutað Tyrklandi og Balk- anskagaríkjum til sams konar verkefna. 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.