Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 14
14 29. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR Afleiðingar af dómi Hæsta-réttar um lögmæti svokall- aðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstakl- inga í hagkerfinu. Svo kann að fara að ríkissjóður tapi því fé sem hann hefur lagt í nýju bank- ana og verði þannig fyrir meiri búsifjum en af völdum Icesave- reikninga Landsbankans. Lítið hefur verið fjallað um forsendur lagaákvæðisins sem dómurinn grundvallast á. Í 14. gr. laga nr. 38/2001 er heim- ild til verðtryggingar fjár- skuldbindinga takmörkuð við að verðtryggingin sé byggð á neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Í ræðum á Alþingi um frum- varpið deila þingmenn um fyr- irhugaðar breytingar á ákvæð- um um dráttarvexti auk þess sem sumir í þáverandi stjórn- arandstöðu láta í ljós óskir um afnám verðtryggingar. Ekki verður séð að sá hluti 14. gr. sem snýr að banni við notkun gengisvísitölu til vísitölubind- ingar lána í íslenskum krónum hafi kallað á umræður á hinum þinglega vettvangi. Einu rökin fyrir þessu afdrifaríka banni er að finna í framsögu starfandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra Halldórs Ásgrímssonar við fyrstu umræðu um frumvarpið. Hann sagði við það tækifæri: „Heimildir til að binda skuld- bindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla eru felldar niður, enda eðlilegt ef um það er að ræða að menn vilji miða við erlenda gjald- miðla að þá sé erlendi gjaldmið- illinn notaður.“ Tökum dæmi til að skýra og skilja inntak þess- arar fullyrðingar: Setjum svo að einn bandaríkjadalur kosti 60 krónur 1. maí eitthvert árið og 63 krónur 1. júní sama ár. Setjum Dollaravísitöluna á 100 1. maí. Hún er þá 105 1. júní. Lögin heimila fjármálastofn- un að lána Jóni Jónssyni 6.000 krónur 1. maí og tilgreina að í raun sé upphæðin 100 dollarar. Endurgreiði hann lánið 1. júní ber honum að greiða andvirði 100 dollara, eða 6.300 krónur auk vaxta. Fjármálastofnunin má hins vegar ekki tilgreina að Jón Jónsson hafi fengið 6.000 krón- ur að láni og að höfuðstóll láns- ins hækki í samræmi við hækk- un Dollaravísitölunnar. Það jafnt þó svo endurgreiðsla Jóns og vaxtagreiðslur hefðu orðið nákvæmlega þær sömu hvor aðferðin sem hefði verið farin, enda er hlutfallið milli 63 og 60 það sama og hlutfallið milli 105 og 100. Það má því með nokkr- um rétti segja að Alþingi hafi þarna gert tilraun til að banna þríliðureikning! Dæmið hér að ofan sýnir að rökin sem nefnd eru í framsögu starfandi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra eru rökleysan ein, lán sem miðast við gengi dollars hækka jafn mikið hvort heldur miðað er við ákveðinn fjölda dollara eða gengisvísitölu doll- ars. Hafi ætlunin verið að verja neytendur sem hafa tekjur í íslenskum krónum gegn geng- isáhættu hefði einnig þurft að banna íslenskum lánastofnun- um að lána íslenskum ríkis- borgurum í erlendri mynt. Lík- lega hefði þó slíkt bannákvæði stangast á við fjórfrelsisreglur Evrópska efnahagssvæðisins. Því miður virðist sem Hæsti- réttur Íslands hafi ekki velt fyrir sér efnislegu inntaksleysi ákvæðis 14. greinar laga nr. 38/2001 sem ekki heimilar bind- ingu höfuðstóls láns við geng- isvísitölu þegar hann kvað upp dóm númer 92/2010. Að lokum skal sett fram sú fróma ósk að þó þingi og rétti sé í nöp við þrí- liðu fái aðrar reikniaðferðir að vera í friði. Bannaði Alþingi hlut- fallsreikning árið 2001? Samþykkt flokksþings Sjálfstæð-isflokksins hinn 26. júní sl. er þeim flokki til mikillar vanvirðu. Samþykkt var að draga ætti til baka aðildarumsókn Íslendinga að ESB. Samþykktin kom að vísu ekki á óvart eins og tónninn hefur að und- anförnu verið í málgagni flokks- ins, Morgunblaðinu, og ýmsum yfirlýsingum formanns flokksins, en báðir virðast þessir aðilar nú með öllu heillum horfnir. Samþykkt flokksþingsins er að mínu mati heimskuleg og merkir það að Íslendingar megi ekki fá að kynnast því, hvaða kjör séu í boði, ef þeir ákveða með ítarlegri yfir- vegun og meðfylgjandi þjóðarat- kvæðagreiðslu að semja um aðild að ESB. Hún gefur einnig Morg- un- og Bændablaðinu færi á að matreiða margvíslegar firrur um málefni ESB fyrir lesendur sína um áhrif sambandsaðildar. Nú vill svo til að sökum aðild- ar Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hafði blessunarlega gæfu til að styðja, er stöðugt í gangi sam- ræming á þeim sviðum sem EES- samningurinn spannar. Mikill fjöldi landsmanna hefur af þeim sökum lagt stund á Evrópufræði í menntastofnunum landsins og fjallað á ýmsan hátt um hin sam- ræmdu fræði og reglur. Verulegur hluti af nýrri löggjöf sem árlega er sett í lögum og reglugerðum hér- lendis á rætur að rekja til hinna sameiginlegu Evrópureglna. Gallinn við þessa skipan er sá að ríkin í EFTA-hlið EES samn- ingsins hafa ekki komið að mótun nýrra reglna. Upprunalega var gert ráð fyrir að þau hefðu slík áhrif með þátttöku í tilteknum nefndum framkvæmdastjórnar ESB, sem fjölluðu um breytingar og nýsköpun reglna EES-svæðis- ins. Síðan hefur vægi þings ESB í nýrri reglumótun vaxið á kostn- að framkvæmdastjórnarinnar og þar með möguleikum EFTA-ríkj- anna til áhrifa í því sambandi. Við sitjum því í vissum skilningi „í kjallaranum“ og tökum við þeim ákvörðunum sem teknar eru á „efri hæðunum“. Menn kunna að gera lítið úr þeim áhrifum sem Íslendingar kynnu að öðlast við inngöngu í ESB. Viðræður mínar við kunn- ingja úr hópi þingmanna Evrópu- ráðsins benda hins vegar til þess gagnstæða. Áhrif þingmanna Evr- ópuráðsins byggjast hins vegar ekki á „morfís“ræðutækni með tilheyrandi höfuðhnykkjum og innihaldslausu kjaftæði, eins og nú virðist eiga vaxandi fylgi að fagna á löggjafarsamkomu þjóð- arinnar. Áhrifin myndast af vönd- uðum röksemdum í málflutningi og hæflileikum þingmanna til að mynda „blokkir“ um tiltekið mál- efni á þinginu, oft á tíðum þvert á þau sjónarmið sem uppi kunna að vera meðal hinni stærri og öflugri ríkja bandalagsins. Þannig hefur t.d. Svíum tekist að hafa mikil áhrif á mótun umhverf- islöggjafar ESB og fulltrúi Möltu er nú í lykilaðstöðu í fjármálastýr- ingu sambandsins. Evrópusambandið er banda- lag friðar og farsældar. Vanda- mál einstakra ríkja er vanda- mál þeirra allra eins og reynt hefur á að undanförnu. Stofn- ríkin voru upphaflega 6 en eru nú 27. Sambandið er nú þunga- viktaraðili hvar sem það kýs að nýta fjárhagslegan mátt sinn og viðbragðsstofnanir. Það er ekki hernaðarbandalag , þótt ýmsar aðildarþjóðir þess séu jafnframt aðilar að hernaðarbandalagi. Sambandið mótar í vaxandi mæli rödd Evrópu andspænis alvarlegustu vandamálum heims- byggðarinnar á okkar tímum. Vandamál íslensku þjóðarinnar á þessum sumardögum eru okkur vel kunn, en viðbrögð margra við þeim eru oft illskiljanleg. Þannig er hin margfræga Icesave-deila vandamál sem að margra mati er Evrópusambandinu að kenna fremur en þeim bankaskúrkum sem hana sköpuðu og eftirlitsað- ilum sem sváfu á verðinum. Það, að einstakir aðilar innan Evr- ópusambandsins skuli hafa viðr- að sjónarmið andstæð málflutn- ingi íslenskra stjórnvalda ,virðist af mörgum talið ómakleg „árás“ Evrópusambandsins á íslensku þjóðina sem útiloki aðild okkar að slíku bandalagi. Sá sem þessar línur ritað hefur til þessa verið bjartsýnn á fram- tíð íslenskrar þjóðar, en því miður verð ég nú að að játa að innstæða þeirrar bjartsýni fer nú þverr- andi. Ljóst er að stór hluti þjóð- arinnar vill nú einangra okkur frá ímynduðum óvinum meðal nágranna- og samstarfsþjóða okkar og auknu ríkjasamstarfi í álfunni. Aðild að merkilegustu samstarfsstofnun eftirstríðsár- anna skal hafnað án þess að að kannað sé hvaða skilmálar eru í boði. Áfram skal láta við það setið að taka við nýjum EES- sam- starfsreglum án þess að hafa um þær fjallað innan viðeigandi lög- gjafarstofnun Evrópusamstarfs- ins. Ljóst er að smám saman rekur okkur út úr evrópsku sam- starfi fyrir eigin tilverknað. Hinir málglöðu „Morfis“ bullu- kollar og aðrir andstæðingar Evr- ópusamstarfsins í Sjálfstæðis- flokknum, geta óendanlega haldið áfram að verja hvaða „rugl-mál- stað“ sem þeim er fenginn. Ég ótt- ast þær afleiðingar hinnar þröng- sýnu afstöðu sem hér um ræðir, að ungir og vel menntaðir Íslend- ingar muni í vaxandi mæli greiða atkvæði „með fótunum“ og yfir- gefa landið til að velja sér búsetu í ríkjum þar sem opinberri þröng- sýni og heimsku er ekki hampað á flokksþingum stórra stjórnmála- flokka. Flokka, sem vilja láta taka sig alvarlega. Samþykkt Sjálfstæðisflokksins Evrópumál Björn Friðfinnsson félagi í Evrópusamtökunum Áhrif þingmanna Evrópuráðsins byggjast hins vegar ekki á „morfís“ ræðutækni með tilheyrandi höfuð- hnykkjum og innihaldslausu kjaft- æði. Efnahagsmál Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við HÍ Frá því verðtrygging lána var tekin upp hefur reglulega komið fram hörð gagnrýni á það fyrirkomulag. Ástæðan er sú að vísitala ákveð- ur hækkun lánanna og því verður reglulega mikil hækkun á þeim vegna tíðra „verðbólguskota“. Nú er eingöngu miðað við vísitölu neysluverðs, þegar lánin eru uppfærð. Áður var miðað við fleiri vísi- tölur eins og launavísitölu og byggingarvísitölu. Rökin fyrir því að hafa vísitölu á lánum eru að fólk eigi að borga jafnvirði þess sem það fékk að láni. Og þá vaknar náttúrlega spurning: „Hvers virði eru hverjar 1.000 krónur sem ég fæ að láni? Hvernig á að finna það út?“ Svar kerfisins er vísitala neysluverðs. Ef klós- ettpappírinn hækkar þá hækkar skuld þín. Ef bensín hækkar þá hækkar skuld þín. Ef epli hækka þá hækkar skuld þín o.s.frv. Skiptir þá engu máli þótt laun séu lækkuð og skattar hækk- aðir og þótt krónan falli og kaupmenn hækki verð á vöru jafnvel án tillits til innkaupaverðs. Skuldin hækkar hægt og örugglega en stundum hratt og þú borgar meira og meira, meira í dag en í gær. Niðurstaða þeirra daga sem við nú lifum er þessi: „Verðtryggðar skuldir þínar hafa hækkað og hækkað, vegna gengisfalls sem leiðir af sér hærra vöruverð, vegna hærri virðisaukaskatts og vegna annarra hækkana. Greiðslugeta þín hefur minnk- að vegna lækkaðra launa, hærri afborgana, hærri skatta og svona má lengi telja.“ Já, með þessu fyrirkomulagi hafa lánin hækk- að reglulega og nú er svo komið að fólk sem tók jafnvel ekki háa fjárhæð að láni hefur séð skuldir sínar vaxa um milljónir um leið og greiðslugetan hefur minnkað, alvarlega. Segja má að land sem býr við svona fyrirkomu- lag þurfi í raun og veru enga hagspekinga. Því þetta ódrepandi kerfi er í raun og veru hagstjórn á sjálfstýringu – þangað til allt lendir í vandræð- um og fólki fjölgar á vanskilaskrá og fjárnáms- beiðnum líka og gjaldþrot blasa við með tilheyr- andi niðurlægingu og niðurbroti einstaklinga og fjölskyldna. Slíkt ástand var reyndar að myndast hér í land- inu fyrir nokkrum árum en því var bara reddað með því að dæla auknu fé út í þjóðfélagið af nýlega einkavæddum bönkum fólkið fékk þá aukin lán og yfirdrátt og komst þannig í skil. Sumir kalla þetta að pissa í skóinn sinn til að verma tærnar en nú er varminn farinn. Það er ljóst að þetta kerfi getur ekki gengið svona. Besta sönnun þess er auðvitað sú alvarlega staða sem margt fólk glímir nú við og hin gríðar- lega ásókn í annars konar lán sem miðuð voru við erlendan gjaldeyri. Já, slíkur var óttinn við verð- trygginguna og reynsluna af henni að fólk veðjaði grimmt á allt annað en verðtryggðu lánin, það leit á þau sem ávísun á þrælahlekki. Margt annað má skrifa um þetta eins og það að verðtryggingin skuli bera fjármagnstekjuskatt. Hvernig er hægt að skattleggja verðbætur sem tekjur, sem ekki eru tekjur að mati verðtrygging- armanna. Ríkissjóður hlýtur að hala inn milljarða á milljarða ofan í skatttekjur á þessar verðbætur og því sjálfsagt erfitt fyrir ríkisfjármálageirann að fella þær niður. Mér hefur alltaf fundist fráleitt að hafa þetta ósanngjarna fyrirkomulag, sem nú hefur enn eina ferðina komið illilega í bakið á okkur. Nú er kom- inn tími til að breyta þessu, málinu verður hvorki reddað með auknum yfirdrætti né boði um ný lán. Allir sem hafa gagnrýnt þetta kerfi og gefið loforð eða fyrirheit um breytingar á þessu ættu að fylgja orðum sínum eftir. Ávísun á þrælahlekki Verðtryggð lán Karl V. Matthíasson vímuvarnaprestur Staðgreiðsluverð kr. 26.250* Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með stórum poka. Parketbursti að andvirði kr. 9.320 fylgir frítt með. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Þú sparar kr. 15.882 Opið í dag laugardag frá kl. 11:00-15:00 Fullt verð kr. 32.812 *Gildir á meðan birgðir endast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.