Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 22
 29. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veiði ●ENN BÆTIST VIÐ VEIÐIKORTIÐ Geitabergsvatn, Sauðlauksdalsvatn og norðan- vert Eyrarvatn koma ný inn til viðbótar við þau vötn sem fyrir eru á Veiðikortinu fyrir árið 2010, en kortið er að hefja sitt sjötta starfsár. Þeir sem festa kaup á Veiðikortinu geta veitt nær ótakmark- að í rúmlega þrjátíu veiðivötnum víðs vegar um landið og einnig tjald- að endurgjaldslaust við mörg þeirra. Með kortinu fylgir bæklingur sem inniheldur lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir. Einnig má nú í fyrsta sinn finna grunnupplýsingar á ensku í bæklingnum. Allur texti í bæklingi er einnig aðgengilegur á vefsíðunni veidikortid.is bæði á íslensku og ensku. Veiðikortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en fjórtán ára í fylgd með korthafa. Verð kortsins er 6.000 krónur. Veiðihúsið við Grímsá er æðisleg- ur áfangastaður fyrir þá sem vilja blanda saman ánægjulegri veiði og dvöl í einu fallegasta veiðihúsi landsins. Arkitekt hússins, Ernest Schwi- ebert, fæddist í Chicago en hann hann hlaut meðal annars Gull- med alíu American Institute of Architects fyrir ævistarf sitt áður en hann lést árið 2005. Ernest var kunnur veiðimaður og veiddi marg oft í Grímsvatni. Veiðihús- ið var tekið í notkun vorið 1973 og hefur vakið mikla athygli, hér heima sem erlendis, og þykir ekki eiga neinn sinn líka. - jma Höll Schwie- berts við Grímsá Ernest Schwiebert, sem teiknaði húsið lést 75 ára að aldri. Hann dvaldi oft við veiðar á Íslandi. ● HREISTUR LAXA Hægt er að lesa aldur laxfiska með því að rannsaka hreistur þeirra. Þannig má sjá út þann fjölda ára sem fiskurinn var í ferskvatni eða í sjó, ef um sjógenginn fisk er að ræða á annað borð. Eins má oft sjá hvort fiskurinn hafi hrygnt áður og hversu oft. Þá má bakreikna með mælingum og finna út hvað hvað fiskurinn var stór sem gönguseiði. Þetta og fleira kemur fram á www. angling.is. ● NYTSAMLEGT VEGANESTI Í VEIÐIFERÐINA Það flokkast undir almenna kurteisi að draga inn línu ef annar veiðimaður er að fá hann, en það er gert svo sá veiðimaður hafi nægt svigrúm til að landa veiði sinni. ● Þögn er mikilvæg á árbakkanum. Skildu því hundinn þinn, útvarpið og símann eftir heima. Það eru tvær ástæður fyrir þögninni: Þú vilt hvorki fæla fiskinn frá né trufla aðra veiðimenn. Margir njóta veiðiskapar einkum vegna friðsældarinnar sem henni fylgir. ● Vertu hjálpfús við aðra veiðimenn, hvort sem það er að aðstoða við að ná einhverju sem hefur flotið í burt eða lána þeim eitthvað smálegt sem vantar. ● Ætlirðu að vaða skaltu fylgja eftirfarandi reglum: Farðu aldrei einn til veiða í fjarlæg vötn, ár eða strauma. Vertu í góðum vöðlum og hafðu með sterkan en sveigjanlegan staf. Kynntu þér svæðið vel áður en þú veður út í. HVAMMSVÍK Frístundasvæðið í Hvammsvík, Kjósarsýslu hefur opnað að nýju og hefur aldrei verið ævintýralegra. Hvammsvík er aðeins steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu og þar getur öll fjölskyldan átt unaðslegar stundir saman – og öllum finnst gaman! Nánari upplýsingar í síma 695 5123, hvammsvik@itr.is og á www.hvammsvik.is Fjölskyldufjör í Hvammsvík! Þúsundir silunga í vatninu og frábær veiðivon fyrir unga sem aldna, reynda sem byrjendur. Silungsveiði Taktu tjaldið með þegar þú mætir í Hvammsvík. Þar er fyrirtaks tjaldstæði, grillaðstaðan alveg glimrandi fín og umhverfið undurfagurt. Tjaldstæði með frábærri aðstöðu Opið í allt sumar! Golfvöllurinn hentar vel fyrir alla fjölskylduna, byrjendur jafnt sem lengra komna. Völlurinn er í umsjá GR Golf www.facebook.com/hvammsvik Allskonar fyrir alla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.