Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 32
20 29. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR Bíó ★★ A Nightmare on Elm Street Leikstjóri: Samuel Bayer Aðalhlutverk: Jackie Earle Haley, Rooney Mara, Kyle Gallner, Katie Cassidy Kyndarinn Freddy Krueger er eitt best heppnaða óféti sem stokk- ið hefur úr kolli hryllingsgúrús- ins Wes Craven. Allir sem komnir eru til vits og ára eiga að vita að Freddy er afmyndaður af bruna- sárum, afturganga sem á ferlega flottan hanska með hnífum í stað fingra sem hann notar til þess að sálga ungmennum í draumum þeirra. Aðal bömmerinn er svo sá að ef Freddy drepur mann í draumi vaknar maður ekki aftur. Freddy byrjaði að hrella tán- ingana á Álmstræti árið 1984 og hefur á löngum ferli sallað sof- andi umgmenni niður í ótal fram- haldsmyndum. Hann hefur meira að segja tekist á við Jason Voor- hees úr Friday the 13th-bálknum í sérstakri mynd og á tíu ára afmæli Álmstrætis martraðamyndanna árið 1994 gerðist Freddy í meira lagi póst-módernískur, fann sér leið inn í raunveruleikan og fór að hrella fólkið sem gerði fyrstu Elm Street myndina, meðal annars þau Heather Langenkamp og sjálfan Wes Craven. Það má því segja að í raun sé búið að reyna flest til þess að halda Freddy gangandi og græða á þessu harðhenta illfygli. Ef minnið svík- ur mig ekki voru fyrsta og fjórða myndin áberandi bestar en restin meira og minna hefðbundið ungl- ingahryllingsrusl. Maður nennti samt alltaf að sitja undir þessu, aðallega vegna þess að Robert Englund var alltaf hress í hlut- verki Freddys. Þessi nýja mynd er eiginlega frekar endurvinnsla en endurgerð á fyrstu Freddy-myndinni. Nokk- ur kunnugleg atriði koma nánast óbreytt fyrir en miklu meira púðri er eytt í sköpunarsögu Freddys en í báðum þessum myndum drepur hann í svefni krakka foreldra sem brenndu hann lifandi nokkrum árum áður. Í hugum foreldranna, sem tóku lögin í eigin hendur, var Freddy fyrst og fremst barnamorð- ingi fyrir 26 árum. Nú er ofurá- hersla lögð á Freddy sem barnan- íðing sem á skilið að brenna. Því má segja að valið á leikaranum í hlutverk Freddys að þessu sinni sé nokkuð sjálfsgat. Jackie Earle Haley lék barnaníðing af óhugnan- legu næmi í Little Children fyrir fjórum árum og þar fyrir utan var hann hörkufínn sem Rorschach í Watchmen en þar var hann meira og minna hulinn grímu eins og í þessu tilfelli. Þrátt fyrir öll sín fyrri störf tekst Haley ekki að blása sama lífi og óhugnaði í Freddy og Englund áður. Haley er vitaskuld miklu, miklu betri leikari en Englund en vantar allan húmor og galsa sem Englund hafði. Haley er vita- skuld fínn í þeim atriðum þar sem Freddy tælir börn áður en hann verður að martraðarskrímsli en missir tökin þegar hann fer í rönd- óttu peysuna. Leikstjórinn klúðrar svo því sem eftir er, myndin nær hvorki upp óhugnaði né spennu og drauma- drápin eru allt of snyrtileg miðað við hryllingskröfur vorra tíma. Þeir sem vilja kynnast Freddy af einhverju viti ættu að leita Freddy uppi á betri myndbandaleigum þar sem hér er ekki dregin upp rétt mynd af þessu hryllingsíkoni. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Máttlaus unglingahrollur sem virkar í besta falli fyrir 14 ára krakka á fyrsta stefnumóti. Hér er gert heldur lítið úr áhrifamætti Freddys Krueger sem á betra skilið. Hér hefði verið hægt að gera fínan hroll en tækifærinu er klúðrað. Í draumi sérhvers barns … EKKI NÓG Þrátt fyrir öll sín fyrri störf tekst Jackie Earle Haley ekki að blása sama lífi og óhugnaði í Freddy og Englund áður. Nýjum hjúskaparlögum var fagnað í Frí- kirkjunni á sunnudagskvöld. Samkvæmt nýjum lögum gilda nú ein hjúskaparlög fyrir alla. Á meðal þeirra sem komu fram voru Páll Óskar, Hörður Torfason, Sigríður Beinteinsdóttir og Lay Low. Hjúskaparlögum fagnað Lay Low kom að sjálfsögðu fram á tónleikunum í Fríkirkjunni. Guðfríður Lilja fagnaði í Fríkirkjunni. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og stórsöngvarinn Berg- þór Pálsson voru á meðal gesta. Páll Óskar tyllti sér á fremsta bekk. Auðvitað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 16 16 16 10 L L L L L 12 12 12 12 10 L L L L L NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 5:40 - 8 - 10:20D NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:45 LEIKFANGASAGA 3 - 3D M/ ísl. Tali 3:20(3D) - 5:40(3D) LEIKFANGASAGA 3 M/ ísl. Tali kl. 3:20 - 5:40 TOY STORY 3 M/ ensku Tali kl. 8(3D) SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 - 10:20 SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 THE LOSERS kl. 8 - 10:20 PRINCE OF PERSIA kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 THE LAST SONG kl. 3:20 NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:20 LEIKFANGASAGA 3 - 3D ísl tal kl. 5:40(3D) TOY STORY 3 - 3D ensku tal kl. 8 (3D) PRINCE OF PERSIA kl 6 SEX AND THE CITY 2 kl. 9 12 GET HIM TO THE GREEK kl. 8 - 10:10 LEIKFANGASAGA 3 M/ ísl. Tali kl. 8 THE LOSERS kl. 10:10  S.V. - Mbl   Fbl VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYND TIL ÞESSA. FRÁ MICHAEL BAY KEMUR EIN ÓGNVÆNLEGASTA KVIKMYND SÍÐARI ÁRA EITT MESTA ILLMENNI KVIKMYNDASÖGUNNAR ER KOMIÐ Í BÍÓ FREDDY KRUEGER ÞESSI MYND Á EFTIR AÐ HALDA ÞÉR VAKANDI Í LANGAN TÍMA! ALLS EKKI VIÐ HÆFI BARNA - BEINT Á TOPPINN Í USA ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600* NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 8:20D - 10:30D LEIKFANGASAGA 3 - 3D ísl. Tali kl. 3:40(3D) - 6(3D) TOY STORY 3 M/ ensku Tali kl. 5:40(3D) - 10:45(3D) SEX AND THE CITY 2 kl. 6 - 8 - 9 OFURSTRÁKURINN M/ ísl. Tali kl. 3:40 *GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG KR. 600* SÍMI 564 0000 L L 12 L L 12 L SÍMI 462 3500 L 12 GROWN UPS kl. 5.50 - 8 - 10 THE A-TEAM kl. 5.50 - 8 - 10.15 SÍMI 530 1919 L 12 12 16 GROWN UPS kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 GROWN UPS LÚXUS kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 THE A-TEAM kl. 8 - 10.40 LEIKFANGASAGA 3D íslenskt tal kl. 3.30 - 5.45 TOY STORY 3 3D enskt tal/ ótextað kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 GET HIM TO THE GREEK kl. 5.30 - 8 - 10.25 SKÓGARDÝRIÐ HÚGÓ 3 kl. 4 GROWN UPS kl. 6 - 9 ROBIN HOOD kl. 6 - 9 GET HIM TO THE GREEK kl. 6 - 9 SNABBA CASH kl. 6 - 9 .com/smarabio NÝTT Í BÍÓ! 650kr. 650kr. Gildir ekki í Lúxus - bara lúxus Sími: 553 2075 GROWN UPS 4, 6, 8 og 10 10 A-TEAM 10 16 STREET DANCE 3-D 4, 6 og 8 7 SKÓGARDÝRIÐ HÚGÓ 4 L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.