Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 34
22 29. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Marel Baldvinsson, leik- maður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og lék sem varnarmaður í góðum útisigri liðsins á Íslands- meisturum FH um helgina. Hann er maður 9. umferðar Pepsi-deild- ar karla að mati Fréttablaðsins en Marel hefur fyrst og fremst leikið sem sóknarmaður á ferlinum. „Þetta herbragð gekk mjög vel eftir hjá Bjarna enda hefur hann sýnt að hann er klókur, karlinn,“ sagði Marel við Fréttablaðið en hann hljóp í skarðið fyrir Tryggva Bjarnason sem veiktist fyrir leik- inn. „Þetta kom mér vissulega á óvart en hann vissi að ég hef áður spilað í þessari stöðu nokkr- um sinnum. Síðast gerði ég það með Molde í Noregi árið 2007 og þá aðeins nokkra leiki þegar það vantaði menn í vörnina vegna meiðsla.“ Hann segist kunna vel við sig í vörninni. „Jú, alveg ágætlega. Sem sóknarmaður veit ég líka hvern- ig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera og maður vill alls ekki sjálfur mæta,“ sagði hann í léttum dúr. Óvíst er hvort að hann haldi áfram að spila í vörninni. „Það hefur ekkert verið rætt um það sérstaklega og verður bara að koma í ljós. Ég geri bara það sem þjálfarinn segir. Aðalmál- ið er samt að við unnum þarna góðan sigur þar sem við náðum að koma til baka gegn öflugum FH-ingum.“ FH komst yfir í leiknum og hafði 1-0 forystu í hálfleik. En Stjörnu- menn sneru taflinu sér í vil í síð- ari hálfleik. „Við vorum slakir í fyrri hálf- leik og byrjun þess seinni. Við vorum heppnir að vera bara 1-0 undir þá. En það var frábært að klára leikinn almennilega og þessi sigur mun gefa mönnum von. Það hefur verið einhver útivallargrýla viðloðandi okkur og við erum von- andi núna búnir að drepa hana.“ Stjarnan leikur á gervigrasi á sínum heimavelli og margir spark- spekingar halda því fram að þeir séu því aðeins góðir á heimavelli. „Það var gott að stinga aðeins upp í þá sem eru þeirrar skoðunar,“ sagði Marel og hló. „En við höfum samt verið að hiksta á heimavelli. Við unnum að vísu frábæran sigur á Keflavík þar en gerum svo jafn- tefli við Hauka og Val á heimavelli og við Selfoss á útivelli. Þetta voru leikir sem við vildum fá meira úr.“ Hann segir að aðalatriðið nú sé að Stjarnan sýni stöðugleika. „Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi eins og við sýndum gegn Keflavík. En svo hafa komið arfaslakir leikir inn á milli. Næst mætum við ÍBV á heimavelli og þurfum að mæta í þann leik eins og karlmenn. Ef okkur tekst að fylgja þessum sigri eftir þá verð- um við í ágætis málum í deildinni.“ - esá Lið 9. umferðar (4-4-2): Markvörður: Lars Ivar Moldsked, KR. Varnarmenn: Baldvin Sturluson, Stjörnunni. Marel Baldvinsson, Stjörnunni. Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Keflavík. Daníel Einarsson, Haukum. Miðvallarleikmenn: Andri Ólafsson, ÍBV. Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjörnunni. Paul McShane, Keflavík. Sóknarmenn: Jóhann Þórhallsson, Fylki. Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík. Veit hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera Marel Baldvinsson er leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Frétta- blaðsins. Hann átti stórleik í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni sem vann 3-1 sigur á Íslansdsmeisturum FH og þar með sinn fyrsta sigur á útivelli í rúmt ár. FÓTBOLTI Eins marks sigur Hollend- inga á Slóvökum gefur ekki rétta mynd af leik þjóðanna í 16 liða úrslitum HM í gær. Hollending- ar voru miklu betri, en sem betur fer fyrir þá skoruðu þeir annað markið undir lokin sem kom þeim áfram áður en Slóvakar minnkuðu muninn. Dæmigert mark fyrir Arjen Robben kom þeim yfir og þrátt fyrir sóknarþunga út hálfleik- inn náðu þeir ekki að bæta við. Það tókst ekki fyrr en sjö mín- útum fyrir leikslok þegar Wes- ley Sneijder kláraði færið sitt vel eftir góðan undirbúning frá Dirk Kuyt. Í uppbótartíma fengu Slóvak- ar víti sem Robert Vittek nýtti og minnkaði muninn í 2-1. Það reynd- ist síðasta spyrna leiksins. „Við hefðum átt að vinna þetta stærra en náðum ekki að skapa nógu mikið. Við þurfum að laga það og finna meiri sköpunargleði,“ sagði Kuyt um leik Hollands. „Við áttum sigurinn þó svo sannarlega skilinn. Við erum alltaf að nálgast markmiðið okkar,“ bætti hann við en Slóvakar sóttu lítið sem ekkert allan leikinn. - hþh Hollendingar flugu áfram í átta liða úrslit HM eftir þægilegan sigur á Slóvökum: Við þurfum meiri sköpunargleði TÓM GLEÐI Dirk Kuyt henti Sneijder á loft eftir annað markið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MAREL BALDVINSSON Fór á kostum í vörn Stjörnunnar gegn FH um helgina. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson spilaði í fjögur ár í Svíþjóð og eftir stutta dvöl í Þýskalandi er Árbæingurinn aftur kominn til Svíþjóðar, nú til meistaranna í AIK. Helgi samdi við AIK frá Stokkhólmi en eftir stuttar samninga- viðræður skrifaði hann undir þriggja og hálfs árs samning í gær. Hann var aðeins í hálft ár í Þýskalandi. „Ég þekki vel til í Svíþjóð og var aðeins farinn að horfa til þess að komast þangað aftur,“ sagði Helgi sem spilaði með Hansa Rostock í Þýskalandi sem féll niður í 3. deildina þar í landi á tímabilinu. Helgi spilaði með Öster og Elfsborg en fer nú til eins stærsta félagsins í Svíþjóð. Það spilar á 36.000 manna velli og spilar í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Jeunesse d’Esch frá Lúxemborg. „Ég fór aðeins til OB í Danmörku að æfa í síðustu viku en ekkert kom út úr því. AIK sýndi strax mikinn áhuga en þeim hefur ekki gengið sem skyldi á tímabilinu. Þeir eru að stokka aðeins upp og það voru fjórir nýir menn kynntir núna,“ sagði Helgi sem segir leiðinlegt að fara strax frá Þýskalandi. „Það er svolítil sorg að fara héðan, það er svo leiðinlegt að rífa sig upp strax, planið var að vera hér í nokkur ár. En þetta var reynsla útaf fyrir sig,“ segir Helgi sem fór til AIK á reynslu fyrir sjö árum síðan, þegar hann lék með Fylki. „Mig langaði mikið til að semja við félagið þá. Ég hef spilað oft við það síðan og það verður fínt að flytja til Stokkhólms. Ég hef alltaf spilað á svo litlum stöðum, konan mín er ánægð með þetta,“ sagði Helgi sem flytur í dag eða á morgun til Svíþjóðar og gæti spilað sinn fyrsta leik þar þann 5. júlí. „Ég fer til Svíþjóðar í ágætu formi, ég hef æft sjálfur og svo með OB. Það var mitt undirbúningstímabil fyrir AIK.” HELGI VALUR DANÍELSSON: ER KOMINN AFTUR TIL SVÍÞJÓÐAR EFTIR STUTTA DVÖL Í ÞÝSKALANDI Svolítil sorg að rífa sig strax upp frá Þýskalandi > Valur fer í Árbæinn Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta Fylki í Árbænum í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna en dregið var í gær. „Við förum erfiða leið þetta árið,“ sagði Katrín Jónsdóttir eftir dráttinn. Valur sló út Breiðablik í 16 liða úrslitunum en þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra. Stjarnan, sem vann KR 6-0 í 16 liða úrslitunum, mætir Grindavík á heimavelli og FH spilar gegn Akureyrarliði á heimavelli eins og í karla- flokki þegar Hafnarfjarðarstúlkur taka á móti Þór/KA. Þá tekur 1. deildarlið ÍBV á móti Haukum í Eyjum. Þann 30. júní munu níu af fremstu íþróttasálfræðingum Evrópu halda ráðstefnu um íþróttasálfræði og afreksíþróttir í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík. Ráðstefna er frá kl: 8:30 til 13:30. Einkunnarorð ráðstefnunnar er hagnýting. Þátttakendur munu læra hagnýta hluti til að auka færni sína í aðkomu að afreksíþróttamönnum. Ráðstefnugjald er 12.000 kr. Veittur er 50% afsláttur fyrir háskólanemendur (láta vita hjá hvaða skóla). Skráning fer fram á skraning@ru.is Nánari upplýsingar um dagskrá, greiðslutilhögun og fleira er að finna á www.isi.is Alþjóðleg ráðstefna um íþróttasálfræði og afreksíþróttir Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 30. júní Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Háskólinn í Reykjavík Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 athuga bremsurnar hjá Max1 Fáðu 20% afslá tt af bremsuviðgerð um, varahlutum og vinnu, í dag! Afmælistilboð Reykjavík: Bíldshöfði 5a og 8, Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190. Hafnarfjörður: Dalshraun 5, sími 515 7190. Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.