Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 2
2 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Anna, verður þetta mat hagan- lega unnið? „Já, þetta verður rokk og ról í fínum kjól.“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er fram- kvæmdastjóri ÚTÓN og talsmaður verk- efnis sem sett hefur verið á fót um að meta hagræn áhrif tónlistar, kvikmynda og annarra skapandi greina á Íslandi. SLYS Maðurinn sem brenndist illa í vinnuslysi í járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga er látinn. Slysið varð í ofnhúsi á ann- arri hæð verksmiðjunnar um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Sprenging varð í ofni og eld- tunga og málmslettur brutust út úr honum. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar lést hann snemma í gær. Vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið og lá starfsemi verksmiðjunnar niðri í gær. Erlendir sérfræðingar eru einnig á leið til landsins til að rannsaka hvað olli sprengingunni. - þeb Brenndist illa á Grundartanga: Maður lést eftir sprengingu EVRÓPUSAMBANDIÐ Nýjar reglur Evrópusambandsins, sem ganga í gildi á næsta ári, takmarka þann kaupauka sem stjórnendur banka geta fengið greiddan. Samkvæmt reglunum geta stjórnendurnir einungis fengið þriðjung kaupaukans greiddan strax, en restin bíður þangað til ljóst þykir að bankinn hafi staðist væntingar. Þetta eru fyrstu takmarkan- ir sem nokkurs staðar hafa verið settar á greiðslur kaupauka til stjórnenda banka. - gb Bönkum settar reglur: ESB setur kaup- aukum hömlur FÓLK „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guð- rún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félög- um sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalag- ið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu. „Í mínum huga var þetta minn- ingarganga um Þorgerði Ein- arsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók henn- ar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið – að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hóp- urinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múla- jökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfr- in. Daginn áður lést faðir Guðrún- ar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferð- ina gæti hún ekki farið. Farar- stjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu for- eldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undir- staðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður – ég þarf að fara í gönguna.“ gar@frettabladid.is Sigraðist á sorginni í skóm látinnar móður Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Komin heim með skóna hennar mömmu. Á LEIÐARENDA Margbæta þurfti göngu- skó móður Guðrúnar Guðmundsdóttur áður en göngunni yfir Ísland lauk á Fonti á Langanesi um síðustu helgi. STJÓRNMÁL Sjálfstæðir Evrópumenn segjast harma samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu. „Hún felur í sér áhrifaleysi flokksins í einhverj- um mikilvægustu samningum sem Ísland hefur gengið til á þýðingarmesta tíma samningagerð- arinnar. Hún er einnig andstæð þeirri eðlilegu lýðræðiskröfu að fólkið í landinu fái úrslitavald um niðurstöðu málsins,“ segir í ályktun almenns fundar Sjálfstæðra Evrópumanna í gær. Í ályktuninni segir mikilvægt að þjóðin gangi sem styrkust til formlegra samningaviðræðna við Evrópusambandið. „Breið pólitísk samstaða er lík- legust til að skila góðri niðurstöðu fyrir Ísland. Þjóðin er nú í alvarlegustu kreppu sem hún hefur lent í á lýðveldistímanum og því skiptir miklu að hún kanni til hlítar allar leiðir sem geta tryggt stöðugleika í framtíðinni,“ segja Sjálfstæðir Evr- ópumenn sem kveðast taka undir með svokallaðri aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins sem hafi varað við því á sínum tíma „að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna“. - gar Sjálfstæðir Evrópumenn vilja breiða samstöðu um Evrópusambandsviðræður: Þjóðin fái úrslitavald um ESB FUNDUR SJÁLFSTÆÐRA EVRÓPUMANNA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, var á fund- inum þar sem Evrópusinnar í Sjálfstæðisflokknum hörmuðu samþykkt landsfundar flokksins um að hætta við umsókn um aðild að ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðast- liðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetn- ingarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leit- uðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var sam- band við Gest Jónsson hrl . sem kvaðst ekki vera umboðs- maður gerð - arþola í kyrr- setningarmáli þessu,“ segir í gerðarbók. Meðal kyrr- settu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einn- ig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eign- arhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörð- un sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar Sex milljarða krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni til sýslumanns: Fékk eignir Jóns Ásgeirs kyrrsettar JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON KIRKJUMÁL Krafa ríkisins á hend- ur þjóðkirkjunni um níu prósenta niðurskurð fjárframlaga verður rædd á aukakirkjuþingi á laugar- dag. Fram kemur í tilkynningu að kirkjuþing hafi í nóvember í fyrra samþykkt tímabundna 169 milljóna króna lækkun fram- lags frá ríkinu. Framlagið bygg- ir á samningi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfs- manna þjóðkirkjunnar. Kirkjan hafi talið að lækkunin myndi aðeins gilda út árið 2010. „Af hálfu ríkisvaldsins hefur komið fram að brýn þörf sé á frekari niðurskurði á árinu 2011 og þykir því rétt að kalla eftir afstöðu nýkjörins kirkjuþings til málsins.“ - gar Boðað til aukakirkjuþings: Ræða framhald á niðurskurði Á KIRKJUÞINGI Leikmenn og lærðir sitja kirkjuþing. ATVINNUMÁL Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), sagði starfi sínu lausu frá og með deg- inum í dag. Jón Steindór hefur starfað fyrir SI í 22 ár, lengst af sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Jón segir starfið hafa verið skemmti- legt og gef- andi en nú sé kominn tími til að róa á önnur mið. Hann sé mjög sáttur við störf sín. Helgi Magnússon, formaður SI, segist skilja og virða ákvörðun Jóns og að honum sé mikil eftir- sjá. Tilkynnt verður um ráðningu nýs framkvæmdastjóra á næstu dögum. - sv Framkvæmdastjóri SI hættir: Hættur störf- um eftir 22 ár JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON MENNING Samtökin Inspired by Iceland boða til tónleika í Hljóm- skálagarðinum klukkan 20 í kvöld. Upphaflega átti að halda tón- leikana, sem bera heitið Iceland Inspires, að Hamragörðum undir Eyjafjöllum, en sökum stormvið- vörunar og rigningar var ákveðið að færa tónleikahaldið í samráði við veðurfræðinga. Búist er við allt að 12 metrum á sekúndu og mikilli vætu undir Eyjafjöllum í kvöld, en veður á að vera stilltara innan höfuðborg- arsvæðisins, þótt búast megi við rigningu. - sv Tónleikahald til Reykjavíkur: Færðir í Hljóm- skálagarðinn SPURNING DAGSINS Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.