Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 4
4 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Tónleikar til styrktar Ellu Dís fara fram í Grafarvogskirkju í kvöld og hefjast klukkan 20.00. LEIÐRÉTT MENNTUN Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðun- andi, segir Kristín Ingólfsdótt- ir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbún- ir úr framhaldsskólum. Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhalds- skóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskóla- nám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, for- eldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brott- fallið væri minna.“ Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnun- in sendi framhaldskólunum skila- boð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhalds- skólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könn- unar og niðurstaðna námsgengis- könnunarinnar þegar hún kemur.“ Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoð- un. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almenn- um grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám.“ Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhalds- skóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nem- enda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því.“ Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur. kolbeinn@frettabaldid.is Nemendur koma vanbúnir í háskóla Brottfall nemenda úr HÍ er óviðunandi og hluti ástæðunnar er ónægur undir- búningur í framhaldsskólum, segir rektor háskólans. Kjarnanám þeirra kannski of lítið, segir ráðherra. Í skoðun er að koma á millistigi eftir stúdentspróf. Ranglega var farið með nafn Sverris Kristinssonar, fasteignasala hjá Eigna- miðlun ehf, í fréttaskýringu um nýtt fasteignamat í blaðinu í gær. VINNUMARKAÐUR Alls voru 95 fyrirtæki tekin til gjaldþrota- skipta í maí, en það eru umtals- vert fleiri en í apríl, þegar 65 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í bygginga- og mannvirkjagerð, eða 26. Í maí árið 2009 urðu 67 fyrirtæki gjaldþrota. Þá fækkaði nýskráðum einka- hlutafélögum einnig á milli ára, eða um 22 prósent. Í maí 2010 var 161 nýtt félag skráð, en 206 í sama mánuði í fyrra. Að auki voru skráð 18 samlagsfélög í maí. Alls hafa verið skráð 749 einka- hlutafélög fyrstu fimm mán- uði ársins, 31 prósent færri en á sama tíma í fyrra þegar þau voru 1.085. - kóp 95 fyrirtæki gjaldþrota í maí: Gjaldþrotum fjölgaði í maí BYGGINGARVINNA Flest urðu gjaldþrotin í bygginga- og mannvirkjagerð í maí, eða 26. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÁSKÓLATORG Háskólarektor segir ástæðu til að skoða námsframboð í framhalds- skólunum. Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands sé óviðunandi. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 29° 30° 21° 33° 31° 20° 20° 22° 26° 32° 25° 33° 23° 31° 18° 19°Á MORGUN Víða nokkur vindur en minnkandi. LAUGARDAGUR Strekkingur á Vestfjörð- um, annars hægari. 13 13 1315 1013 16 14 16 16 12 12 8 12 10 8 11 9 9 11 7 9 13 13 10 8 15 8 8 16 14 23 23 VEÐUR VOTT Það er blautur dag- ur fram undan í dag og úrkomunni fylgir talsverður vindur, sérstaklega með suðurströnd- inni. Það er nokkur úrkoma í kortunum næstu daga en eftir daginn í dag fer hún minnkandi og verður ekki sam- felld heldur í formi skúra. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan mann fyrir stórfellda líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa á síðasta ári í Austurstræti í Reykja- vík veist að manni, sparkað nokkr- um sinnum í höfuð hans og slegið hann í höfuðið með glerflösku þannig að hún brotnaði. Þetta hafði þær afleiðingar að sauma þurfti sár á höku fórnarlambsins sem einnig kjálkabrotnaði, marðist og tognaði í öxl. Maðurinn sem ráðist var á krefst skaðabóta sem nema ríflega einni milljón króna. - jss Ákærður fyrir líkamsárás: Braut flösku á höfði manns ÞÝSKALAND, AP Christian Wulff, frambjóðandi hægri stjórnar Angelu Merkel, var í gær kosinn forseti Þýskalands. Þýska þingið þurfti að ganga þrisvar sinnum til atkvæða í gær til að velja milli þriggja frambjóðenda. Mikil spenna ríkti í þingsölum í gær og þótt Wulff hafi á endan- um unnið sigur á Joachim Gauck, sameiginlegum frambjóðanda sósíaldemókrata og Græningja, þykir mikið áfall fyrir Merkel að kosning forsetaefnis hennar hafi gengið þetta treglega. Wulff hlaut ekki meirihluta fyrr en Vinstriflokkurinn dró sinn frambjóðanda, Luc Jochims- en, til baka að lokinni annarri umferð. - gb Spenna í þýska þinginu: Wulff kosinn í þriðju umferð NÝR FORSETI ÞÝSKALANDS Angela Merkel kanslari ásamt nýkjörnum for- seta, Christian Wulff. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Herjólfur varð vélar- vana í innsiglingunni við Vest- mannaeyjar um miðjan dag í gær. Báturinn var fullhlaðinn fólki og bifreiðum og ýttu tveir bátar skipinu upp að höfninni til að láta kafara kanna hugsanleg- ar skemmdir. Smávægileg bilun reyndist vera í vél Herjólfs en hann lagði úr höfn eftir að við- gerðum var lokið. - sv Bilun í vél ferjunnar Herjólfs: Farþegar fastir í tvo klukkutíma FJÖLMIÐLAR „Stjórnin er fyllilega ánægð og sátt við þessa ákvörðun útvarpsstjóra,“ segir Svanhildur Kaaber, formaður stjórnar Ríkis- útvarpsins (RÚV), um nýlega ráðn- ingu Sigrúnar Stefánsdóttur sem dagskrárstjóra Sjónvarps. Stjórn RÚV fundaði á þriðjudag og voru málefni ráðningarinnar rædd, en Sigrún gegndi stöðu dagskrár- stjóra útvarps. Staðan dagskrár- stjóra Sjónvarps var ekki auglýst og réð Páll Magnússon útvarps- stjóri Sigrúnu án þess að hún sækt- ist formlega eftir starfinu, sem hún þó þáði. „Það er þó meginmarkmið stjórnarinnar að láta auglýsa stöður sem þessar,“ segir Svanhildur. „En í þessu tilviki komu upp sérstakar aðstæður vegna veikinda.“ Erna Kettler, dagskrárstjóri Sjón- varps síðan í maí, sagði stöðu sinni lausri sökum veikinda fyrr í mán- uðinum og var Sigrún þá ráðin í hennar stað. Hún gegnir nú bæði stöðu dagskrárstjóra Sjónvarps og útvarps. Svanhildur segir að ekki sé búið að taka neinar ákvarðanir hvað varðar stöðu dagskrárstjóra útvarps, en Sigrún muni gegna stöð- unum fram á haust. „Það er engin ástæða til að ákveða neitt núna,“ segir hún. „En það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ - sv Stjórn RÚV fundaði um ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur: Gegnir báðum stöðum áfram SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR SVANHILDUR KAABER AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 30.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 202,0967 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,32 127,92 191,4 192,34 156,31 157,19 20,981 21,103 19,663 19,779 16,408 16,504 1,436 1,4444 188,19 189,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Skiptu yfir í nýtt og einfaldara kerfi Nýr þrýstijafnari, þér að kostnaðarlausu og við tökum gamla kútinn upp í. smellugas.is 25% afsl áttu r af inn ihal di
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.