Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 8
8 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi sínum um helgina jafnréttisstefnu. Sam- kvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifær- um einstakl- inga óháð kyn- ferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breyt- ingum frá upp- haflegum drög- um. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálf- sögðu,“ sagði Katrín Helga Hall- grímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokk- urinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkur- inn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkur- inn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafn- réttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttis- stefnu horfist Sjálfstæðisflokk- urinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálf- stæðisflokkurinn telji að raun- verulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þing- maður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundar- fulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna. magnusl@frettabladid.is 1. Sjálfstæðisflokkurinn starfar á grundvelli frelsis einstaklingsins og jafn- rétti. Í öllum störfum flokksins skulu einstaklingar fá að njóta sín óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. 2. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Sjálfstæðis- flokkurinn telur að með því að stuðla að jafnrétti kynjanna sé lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls. 3. Við skipun í nefndir og ráð á vegum Sjálfstæðisflokksins ræður fagþekk- ing og hæfni mestu um val einstaklinga. 4. Miðstjórn er falið að fylgja jafnréttisstefnunni eftir og fylgjast með því að eftir henni sé farið í störfum Sjálfstæðisflokksins. Miðstjórn skal útbúa skýrslu til framlagningar á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem metinn er afrakstur stefnunnar í störfum flokksins, bæði innra og ytra starfi. Í skýrslunni skulu einnig lagðar fram tillögur til úrbóta, sé þeirra þörf. 5. Jafnréttisstefnan skal endurskoðuð fyrir næsta landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Meðal þess sem tók breytingum á fundinum var: ■ Sjálfstæðisflokkurinn starfar á grundvelli jafnréttis kvenna og karla. ■ Það er markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla. ■ Það er markmið Sjálfstæðisflokksins að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast á öllum framboðslistum flokksins, sérstaklega í efstu sætum. framboðslista. Jafnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins Hindraði störf lögreglu Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að ýta við lögreglu- manni sem hugðist handtaka félaga hans og hindra þannig lögreglumann- inn við störf sín. DÓMSMÁL SJÁVARÚTVEGUR Verðmæti sjávar- afla á fyrstu þremur mánuð- um ársins nam 35,7 milljörðum króna. Þetta er 9,1 milljarði króna meira en á sama tíma í fyrra. Afla- verðmæti íslenskra skipa var því 34,4 prósentum meira en í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Mestu verðmæti skilaði botn- fiskurinn, eða 27,4 milljörðum króna og þar af er þorskurinn verðmætastur, 15,2 milljarðar króna fengust fyrir þorskaflann. Það er 30 prósenta aukning frá síðasta ári. Verðmæti flatfisks nam 2,1 milljarði, 25,5 prósentum meira en í fyrra. Verðmæti uppsjávarafla jókst mest, eða um 83 prósent á milli ára og nam tæpum sex milljörðum þrjá fyrstu mánuði ársins. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 16,3 milljörðum króna og jókst um 39,7% frá árinu 2009. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 45,0% milli ára og var um 5,9 milljarðar. Aflaverðmæti sjófrystingar var 10,4 milljarðar sem 56,1% aukning milli ára. - kóp Verðmæti sjávarafla eykst um 34,4 prósent á milli ára: Fiskuðu fyrir 35,7 milljarða ÞORSKUR Þorskurinn skilaði mestu verðmæti allra fiska fyrstu þrjá mánuði ársins, en 15,2 milljarðar fengust fyrir þorskaflann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verðmæti afla janúar – mars 2010 í milljörðum króna Botnfiskur 27,4 Þorskur 15,2 Ýsa 4,7 Ufsi 1,5 Karfi 3,7 Annar botnfiskur 2,2 Flatfiskur 2,2 Uppsjávarafli 5,9 Síld 0,3 Loðna 2,5 Kolmunni 0,7 Annar uppsjávarafli 2,4 Skel- og krabbadýraafli 0,1 Annar afli 0,02 Verðmæti alls 34,4 Heimild: Hagstofa Íslands Breytingar innanfrá betri en kynjakvóti Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helg- ina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. KATRÍN HELGA HALLGRÍMSDÓTTIR 1. Hvenær er áætluð opnun tónlistarhússins Hörpu? 2. Hver leikur eiginkonu Buddy Holly í samnefndum söngleik Austurbæjar? 3. Hver skoraði í leik Spánverja og Portúgala á HM? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar Siemens ryksugur á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! 29 vilja bæjarstjórastöðu Tuttugu og níu vilja bæjarstjórastól- inn í Ísafjarðarbæ, en einungis tvær konur eru á lista umsækjenda. Kona hefur aldrei gegnt stöðu bæjarstjóra í Ísafjarðarkaupstað eða Ísafjarðarbæ. ÍSAFJARÐARBÆR FJÁRMÁL Stjórn Norræna fjárfest- ingarbankans hefur ákveðið að auka hlutafé bankans um tvo millj- arða evra. Eftir aukninguna mun hlutafé bankans nema 6,1 millj- arði evra. Johnny Åkerholm, forstjóri bankans, segir í tilkynningu að búast megi við því að þörfin á langtímafjármögnun verði mikil á næstu árum, einnig eftir að núver- andi efnahagslægð lýkur. „Með auknu hlutafé er Norræni fjárfest- ingarbankinn betur í stakk búinn til að sinna því mikilvæga hlut- verki að aðstoða Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin við að viðhalda samkeppnishæfni sinni og vernda umhverfið.“ Bankinn mun leggja áherslu á endurnýjanlega orkugjafa í lán- veitingum sínum innan orkugeir- ans. Þá mun bankinn styðja við verkefni sem auka orkuöryggi og orkunýtingu. Bankinn hefur ger t s a m n - ing við norska orkufyrirtæk- ið Hafslund um 120 milljóna evra lán til ell- efu ára. Fyrir- tækið hyggst bæta dreifikerfi sitt í Ósló og nágrannasveitum og endurnýja raflínur. Norræni fjárfestingarbank- inn er í eigu Norðurlandanna, þar með talið Íslands, og Eystrasalts- landanna. - kóp Norræni fjárfestingarbankinn eykur hlutafé: Einblína á endurnýj- anlega orkugjafa JOHNNY ÅKERHOLM Óeirðir sökum verkfalla Miklar óeirðir voru í Grikklandi í gær sökum verkfalla. Verkfallsmenn trufl- uðu fjölda samganga í landinu sem röskuðu áætlunum og ollu töfum ferðamanna. Ferjusiglingar milli grísku eyjanna voru til dæmis stöðvaðar. Grikkland á í miklum efnahags- vanda og ferðamennska því landinu mikilvægari en nokkru sinni. Forstjóri ferðaskrifstofu hafði á orði að með aðgerðum sínum væru verkfallsmenn að drepa síðustu mjólkurkúna. GRIKKLAND UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra mun eiga fund með Jørgen Niclasen, utanríkisráð- herra Færeyja, í Þórshöfn í dag. Málefni fundarins er Hoyvikur- samningur- inn, fríverslun- arsamningur Íslands og Fær- eyja. Er það víðtækasti við- skiptasamn- ingur sem Ísland hefur gert. Einnig verður fjallað um samskipti landanna við ESB og EFTA, auk þess sem rætt verð- ur um samstarf á sviði heil- brigðismála og ýmis önnur mál er varða hagsmuni landanna. Þá verður undirritað samkomu- lag um samstarf milli utanrík- isráðuneytisins og Færeyja í rekstrarmálum. - sv Utanríkisráðherra til Færeyja: Aukið samstarf milli þjóða ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.