Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 12
12 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR LÖGGÆSLA „Ég mun óska eftir því við ríkislögreglustjóra að embætt- ið taki sérstaklega til umfjöllunar öryggi lögreglumanna og að gerð- ar verði viðeigandi ráðstafanir til úrbóta eða tillögum skilað til ráðu- neytisins.“ Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra vegna umfjöll- unar Fréttablaðsins fyrr í vik- unni um tíðara og harðara ofbeldi borgara gegn lögreglumönnum við skyldustörf, oft samfara varanleg- um skaða hjá þeim síðarnefndu. „Það álitaefni hefur verið til umfjöllunar um árabil hvort lög- reglumenn og fangaverðir taki í notkun rafstuðtæki, öðru nafni rafbyssur,“ segir dómsmálaráð- herra. „Ríkislögreglustjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að raf- byssa hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmark- aðri áhættu. Þó hefur hann ekki talið ástæðu til, að svo stöddu, að búa öll lögreglulið rafbyssum. Til skoðunar kæmi að heimila sérsveit- inni notkun á þeim til reynslu sem valkost í stað skotvopna.“ Ráðherra segir að í ljósi niður- stöðu ríkislögreglustjóra hafi verið litið svo á, við núverandi stöðu í rík- isfjármálum, að í öllu falli sé skyn- samlegra að nota þá takmörkuðu fjármuni, sem lögregla hefur til búnaðarkaupa, til að kaupa búnað sem nýtist sem flestum lögreglu- mönnum, í stað þess að lagt verði út í kostnað við að vopna sérsveit- ina með rafbyssum. „Lögreglan hefur þurft að þola niðurskurð fjárheimilda og þess sér stað í starfseminni. Lögreglumenn eru uggandi um öryggi sitt og huga þarf að nauðsynlegum aðgerðum til að búa betur að því.“ - jss Dómsmálaráðherra segir að huga þurfi að nauðsynlegum aðgerðum til að bæta öryggi lögreglumanna: Búnaður sem nýtist öllum æskilegastur LÖGREGLA VIÐ STÖRF Dómsmálaráð- herra segir að ekki sé hægt að líta fram hjá því að þær lýsingar, sem birtust í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag, séu alvarlegs eðlis. Þitt tækifæri! Lacetti Station árgerð 2010 Verð aðeins kr. 2.690.000.- kr. 2.143.000.- án vsk Station bíll á f rábæru verði Framleiddir í m ars 2010 Ríkulegur staða lbúnaður Gæðabíll í 3 ár a ábyrgð! Bílabúð Benna er 35 ára og þú færð að njóta þess. Vegna hagstæðra samninga við Chevrolet, í tengslum við magnkaup fyrir bílaleigur, getum við boðið nokkur eintök af glænýjum Chevrolet Lacetti Station á afmælisafslætti. Hér er um að ræða einstaklega rúmgóðan og ríkulega búinn gæðabíl að öllu leyti, m.a. álfelgum, langbogum, loftkælingu o.fl, o.fl. Og að sjálfsögðu með 3ja ára ábyrgð. Þetta er þitt tækifæri til að eignast stór-góðan bíl á verði smábíls – fyrir sumarfrí. Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 - www.benni.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ - sími 420 3300 - www.spesbilar.is / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - 603 Akureyri - sími 462 1430 - www.osbilar.is Stofnað 1975 EFNAHAGSMÁL Vísbendingar eru um kólnun kínverska hagkerfisins. Þetta fullyrðir Ruchir Sharma, sér- fræðingur í málefnum nýmarkaða og framkvæmdastjóri eignastýring- arsviðs bandaríska bankans Morgan Stanley, í úttekt um Kína í nýjasta tölublaði vikuritsins Newsweek. Í úttektinni fer Sharma yfir helstu hagstæðir landsins, þróun hagkerf- isins síðustu misserin og hugsanleg- ar breytingar á næstu tíu árum. Hagvöxtur í Kína hefur numið tíu prósentum um nokkurra ára skeið. Útlit er fyrir samdrátt í opinber- um framkvæmdum sem felur í sér að störf flytjast síður frá dreifðari byggðum til þéttbýlisins. Í ofaná- lag reiknar Sharma með að gengi júansins gefi eftir með þeim afleið- ingum að eftirspurn dregst saman. Hagvöxtur gæti við það farið niður í sex til sjö prósent. Dragi úr eftirspurn og fram- leiðni í Kína geti það haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir heimshagkerfið, ekki síst fyrir þau lönd sem treysta á óbreytta efna- hagsþróun í Kína. Þetta á sérstak- lega við um Ástralíu, en 64 pró- sent af útflutningi landsins enda í Kína, og Brasilíu, sem selur þangað rúman helming af vörum sínum. - jab Newsweek segir heimshagkerfið verða að búa sig undir samdrátt í Kína: Hagvöxtur niður í sex prósent NÝR BÍLL SKOÐAÐUR Kaupæði hefur verið í Kína um nokkurra ára skeið. Útlit er fyrir að draga muni úr kaupmættinum á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Rúmur helmingur Bandaríkjamanna segist hafa fundið fyrir áhrifum kreppunnar með einum eða öðrum hætti síð- astliðna þrjá- tíu mánuði. Á meðal áhrif- anna eru launa- lækkun, fækk- un vinnustunda eða atvinnu- leysi. Þetta eru niðurstöður könnunar Pew Research Cent- er sem birtar voru í gær. Niðurstöðurnar benda til að neyslumynstur Bandaríkja- manna hefur breyst og vænting- ar þeirra minni en áður. Þá er athyglisvert að tæpur helming- ur þátttakenda segir hagkerfið á leið út úr kreppunni. Demó- kratar eru í meirihluta þeirra en Repúblikanar í hinum hópnum. - jab Kreppan í Bandaríkjunum: Demókratar bjartsýnir BARACK OBAMA BRETLAND Colin Hall, borgar- stjóri í Leicester á Bretlandi, hefur beðist afsökunar á því að hafa misst niður um sig buxurnar fyrir framan hóp skólabarna. Hann var í heimsókn á bóka- safni skólans þegar óhappið varð, en segist því miður ekki hafa verið með belti um sig miðjan. Borgarstjórinn hefur verið í megrunarátaki undanfarið, hefur breytt um mataræði og verið duglegur að ganga á staði sem hann þarf að heimsækja vegna starfs síns. - gb Borgarstjóri í skólaheimsókn: Missti niðrum sig buxurnar FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI SKAUTAÐ AF LIST Heimamenn í Syd- ney í Ástralíu renna sér á skautum á stærsta svelli borgarinnar. Óvenjukalt hefur verið í Sydney að undanförnu og mældist hitinn í gærmorgun um 4 gráður. NORDICPHOTO/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.