Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 16
16 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins vegna gengistryggðra lána „Afnám gengistryggingar hefur verið metið á hundrað milljarða af viðskiptaráðherra ef meirihluti lána endurreiknast á grundvelli samningsvaxta. Ef hins vegar vextirnir sem við erum að tala um verða notaðir þá er höggið á fjármálakerfið mun minna og eitthvað sem þeir geta staðið af sér,“ segir Gunnar Þ. Ander- sen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Gunnar telur raunhæft að kostnaðurinn við að endur- reikna lánin út frá Seðlabankavöxtum sé um fimmtíu milljarðar. Seðlabanki Íslands og FME létu þau boð út ganga til fjármálafyrirtækja í gær að þau skuli endurreikna gengistryggð lán með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamark- aði. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lán- anna sem voru yfirleitt í kringum þrjú prósent. Tilmælunum er ætlað að brúa bilið þangað til óvissu um meðferð gengistryggðra lána verður eytt fyrir dómi. Þau eru ekki lagalega bindandi og hverju og einu fjármálafyrirtæki í sjálfs- vald sett hvort eftir þeim verður farið. Lægstu vextir á almennum óverðtryggðum útlánum er nú 8,25 prósent en á verðtryggðum lánum eru vextirnir 4,80 prósent. „Tilmælunum er ætlað að skapa festu í við- skiptum á fjármálamarkaði og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Stöðugleiki fjármála- kerfisins eru mikilvægir almannahagsmunir sem FME og Seðlabankanum ber lögum samkvæmt að standa vörð um. Með tilmæl- unum eru þessar eftirlitsstofnanir að sinna lagaskyldu sem á þeim hvílir,“ sagði Arnór Sighvats son aðstoðarseðlabankastjóra á blaða- mannafundi í gær. Tilmælin byggja á þeirri afstöðu að hvorki séu lagaleg né efnahagsleg rök fyrir því að vaxtakjör sem áður tóku mið af erlendum millibankavöxtum haldist áfram. Sagði Arnór að slík túlkun á niðurstöðu Hæstaréttar myndi ganga mjög nærri fjármálafyrirtækjunum og ríkissjóður þyrfti aftur að hlaupa undir bagga sem „síðan kæmi niður á öðrum samfélags- þegnum á endanum.“ Arnór, og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Lágir vextir gengistryggðra lána sagðir ógna bönkum Eftirlitsstofnanir mælast til þess að Seðlabankavextir verði notaðir þegar myntkörfulán verða endurreiknuð. Standi samningsvextir ógnar það stöðugleika og líklegt að ríkissjóður þyrfti að leggja bönkum til nýtt eigið fé. SEÐLABANKINN Í GÆR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármála- eftirlitsins, kynntu viðbrögð eftirlitsstofnananna við bílalánadómum Hæstaréttar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Lánasamningar sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði sbr. dóma Hæstaréttar verði endurreiknaðir. Í stað gengistryggingar og erlends vaxtaviðmiðs skal miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverð- tryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggð- um útlánum [...] nema aðilar semji um annað. 2. Meðferð lána gagnvart viðskiptamönnum fjármálafyrirtækja miði við framangreindar forsendur svo fljótt sem auðið er. Geti fjármála- fyrirtæki ekki nú þegar fylgt tilmælunum af tæknilegum ástæðum skal það gæta þess að greiðslur verði sem næst framansögðu en þó fyllilega í samræmi við tilmælin eigi síðar en 1. september 2010. 3. Fjármálafyrirtæki endurmeti eiginfjárþörf sína í ljósi aðstæðna og tryggi að eigið fé verði einnig nægilegt til þess að mæta hugsanlegri rýrnun eigna umfram það sem 1. tölul. leiðir af sér. 4. Skýrslugjöf um gjaldeyrisjöfnuð, lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu til FME og SÍ verði miðuð við framangreindar forsendur. Tilmæli FME og SÍ til fjármálafyrirtækja „Seðlabanki Íslands og Fjármála- eftirlitið hafa sent frá sér tilmæli til fjármálafyrirtækja um hvernig þeim beri að fara með gengisbundin lán. Þótt tímabundin óvissa ríki um endanlega niðurstöðu dómstóla er mikilvægt að stöðuleiki á fjár- málamarkaði verði áfram tryggður. Ríkisstjórnin virðir sjálfstæði Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins og ber fullt traust til þessara stofnana við að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Dómstólar eiga að sjálfsögðu síðasta orðið varðandi réttar ágreining sem enn er uppi vegna gengisbundinna lána og verður réttur aðila til að bera mál undir dómstóla auðvitað ekki frá þeim tekinn og er mikilvægt að niðurstaða fáist sem fyrst.“ Yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar Þingmenn Hreyfingarinnar, þau Margrét Tryggvadóttur, Birgitta Jónsdóttur og Þór Saari, for- dæma viðbrögð Seðlabanka, Fjár- málaeftirlitsins og ríkisstjórn- arinnar við dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán; helstu lögspekingar landsins hafi sagt niðurstöðu Hæstaréttar skýra og gengistryggingin sé ólögleg og upphaflegir samningsvextir hljóti að standa. Löngu er orðið tímabært að almenningur njóti vafans ef ein- hver er, segir í yfirlýsingu þeirra. „Trúverðugir málsvarar almenn- ings tala einum rómi í þessu máli og gagnrýna stjórnvöld harð- lega því ljóst má vera að umrædd tilmæli standast varla laga- lega skoðun og eru jafnvel brot á stjórnarskrá. Þjónkun stjórn- valda við fjármálakerfið hefur nú endanlega farið út fyrir öll vel- sæmismörk,“ segir þar. - shá Þingmenn Hreyfingarinnar: Þjónkun við fjármálakerfið „Mér finnst rökin fyrir þessum gjörningi algjörlega fráleit. Tilmæl- in hafa enga lagalega þýðingu og jafngilda stríðsyfirlýsingu á hend- ur almennum borgurum á Íslandi,“ segir Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega. „Með þessu er undanlátssemin staðfest gagnvart fjármálafyrirtækjunum og samstaðan um að vanvirða og hundsa réttindi fólks.“ Guðmundur segir það blasa við að búið sé að funda um innihald til- mæla eftirlitsstofnananna í Stjórn- arráðinu. Þar hafi þau verið samin þó sjálfstæði Seðlabanka og FME sé haldið á lofti. „Ríkisstjórnin veifar síðan Seðlabanka og FME framan í þjóðina til að kaupa sér frið. Þessi aðgerð lýsir ekki síst pólitísku hug- leysi ríkisstjórnarinnar.“ Friðrik Ó. Friðriksson, formað- ur Hagsmunasamtaka heimil- anna, segir að tilmælin séu aðför að dómi Hæstaréttar. Verið sé að verja kerfið sjálft og ýmislegt liggi að baki og hægt að setja spurn- ingamerki við starfshætti stofn- ananna tveggja. „Tilmælin eru andstæð öllum lögum um neyt- endavernd og þó að komi upp vafa- atriði eigi réttarstaða neytandans að ráða. Hér er kosið að líta fram- hjá þessum lagagreinum. Sönnun- arbyrðinni er meira að segja snúið við. Ef neytendur eru ósáttir ber þeim að sækja sinn rétt í gegnum dómskerfið. Þetta er algjörlega forkastanlegt.“ - shá Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök lánþega fordæma tilmæli FME og SÍ: Lýsa tilmælum sem stríðsyfirlýsingu FRIÐRIK Ó. FRIÐRIKSSON GUÐMUNDUR ANDRI SKÚLASON Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi eytt óvissu sem skapaðist eftir dóm Hæstaréttar. Þau árétta þó að enn ríki óvissa um það hvaða lánasamningar falli undir tilmælin frá stofnun- unum. Þá hvetja samtökin stjórn- völd til að tryggja úrlausn ann- arra óvissuþátta sem fyrst og dómstóla til að vinna mál hratt og örugglega. Því þurfi að skoða strax hvort hægt sé að flýta dóm- stólaferlinu með einhverjum hætti. Samtökin og aðildarfyrirtæki þeirra segjast harma þá erfiðu stöðu sem viðskiptavinir þeirra séu margir í vegna erlendra lána og réttaróvissu. Ekki náðist í for- svarsmenn einstakra fyrirtækja í gær, en SP Fjármögnun, Lýsing auk viðskiptabankanna og spari- sjóða eru aðildarfyrirtæki í sam- tökunum. - þeb Samtök fjármálafyrirtækja: Mikivægt að eyða óvissu FME, vildu þó ekki skrifa undir það í gær að þeir óttuðust annað hrun fjármálakerfisins og ákvörðunina bæri að skoða í því ljósi. Arnór sagði að reiði og vonbrigði þeirra sem tóku gengistryggð lán sé skiljanleg. Ef lánastofnanir fari að tilmælunum muni staða þeirra batna umtalsvert, þó niðurstaðan verði ekki eins hagstæð og lántakendur höfðu gert sér vonir um. svavar@frettabladid.is 2 milljóna króna bílalán tekið 2007 Útreikningur á stöðu láns miðað við að Hæstaréttur hefði ekki dæmt gengistengingu bifreiða- lána ólögmæta Staða láns 3.050.123 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 67.790 kr. Staða láns miðað við ofborganir 3.050.123 kr. Ofgreitt til fjármögnunarfyrirt. 0 kr. Vextir á ofgreiðslu 0 kr. Inneign hjá fjármögnunarfyrirt. 0 kr. Upphafleg fjárhæð: 2.000.000 kr. Lán tekið: 15. júlí 2007 Lánstími: 84 mánuðir Vaxtaálag: 3,10% Mynt: 50% japanskt jen, 50% svissneskir frankar Útreikningur á stöðu láns eftir dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar á bifreiðarlán með samningvöxtum Staða láns 1.235.816 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 26.937 kr. Staða láns miðað við ofborganir 210.278 kr. Ofgreitt til fjármögnunarfyrirt. 920.475 kr. Vextir á ofgreiðslu 105.063 kr. Inneign hjá fjármögnunarfyrirt. 1.025.538 kr. Útreikningur miðað við verðtrygg- ingu og vexti Seðlabanka Íslands Staða láns 1.701.080 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 38.298 kr. Staða láns miðað við ofborganir 960.670 kr. Ofgreitt til fjármögnunarfyrirt. 707.670 kr. Vextir á ofgreiðslu 32.740 kr. Inneign hjá fjármögnunarfyrirt. 740.410 kr. Útreikningur miðað við breyti- lega vexti Seðlabanka Íslands án verðtryggingar Staða láns 1.401.078 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 33.777 kr. Staða láns miðað við ofborganir 884.895 kr. Ofgreitt til fjármögnunarfyrirt. 510.705 kr. Vextir á ofgreiðslu 5.479 kr. Inneign hjá fjármögnunarfyrirt. 516.183 kr. Þeir sem vilja fá útreikning á sínu láni til viðmiðunar geta farið á vefsíðu Sparnaðar, www.sparnadur.is, og pantað tíma. Til þess að fá lánið sitt reiknað þarf viðkomandi að taka með sér lánasamninginn ásamt síðasta greiðsluseðli. Niðurstaða útreikninga er eingöngu til þess að gefa mynd af hugsanlegri niðurstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.