Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 20
20 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Eximo 2010 hjólhýsi á einstöku verði ! • Létt og meðfærileg hús, auðveld í drætti. • Mjög gott verð. • Sterklega smíðuð hús. • Falleg hönnun. • 91 Lítra ísskápur. • Gasmiðstöð m/ Ultra heat ( rafm. hitun ) • Litaðar rúður • 12 og 220 Volta rafkerfi. Eximo 520L Hjólhýsi Eximo 460 Hjólhýsi Verð: 2.550.000krVerð: 2.698.000krVerð: 2.698.000kr Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 5 (kojuhús) Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 4 Lengd: 4,57 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1000 kg Svefnpláss fyrir 4 Frábær kaup Eximo 520B Hjólhýsi FRÉTTAVIÐTAL: Ólafur Elíasson listamaður og einn af hönnuðum Hörpu Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is Tónlistarhúsið Harpa verður opnað 4. maí að ári með tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Ólafur Elías- son myndlistarmaður hannaði gler- hjúpinn á suðurhlið hússins, sem senn verður settur upp. Hann var staddur hér á landi ásamt arkitektum frá dönsku arki- tektastofunni Henning Larsen og sá þá húsið eftir að það tók á sig mynd berum augum í fyrsta sinn. Og honum leist vel á það sem hann sá. „Það er allt öðruvísi þegar maður sér húsið bara á teikningum; maður fær ákveðin stærðarhlutföll á til- finninguna. Nú er hægt að ganga um bygginguna og mæla hana út. Það kom mér þægilega á óvart að bygg- ingin virkar minni en ég gerði mér í hugarlund. Á teikningum virkaði anddyrið líka svo stórt en tónleika- salurinn lítill en nú sé ég að hann kemur virkilega vel út.“ Ólafur kom að verkefninu þegar hönnun hússins var nokkuð á veg komin. Arkitektar Henning Larsen höfðu þegar hannað formið á húsinu. Hann hrósar arkitektunum fyrir að fella hugmyndir sínar inn í grunn- stoðir hönnunarinnar. „Þeir eru mjög analýtískir og búnir að greina allt umhverfið í smá- atriði og þróa hugmyndir um hvern- ig húsið myndi tengja saman höfnina og miðborgina. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim pælingum en verkefni mitt var að huga meira að smáatriðunum: hvernig upplifun það væri að sjá og koma í húsið, hvern- ig birtan ætti að vera til að búa til ákveðið drama og þess háttar.“ Samkomuhús endurspeglar gildi Ólafur segir tónlistarhúsið vera lið í því að búa til ákveðinn heildar- svip á Reykjavík, sem borgina hefur hingað til vantað. „Mér finnst gaman að pæla í borg- arþróun og sjá hvernig ólíkar borg- ir setja „sinn“ svip á skipulagið. Ég vil ekki vera of neikvæður en hér er heildarmyndin í dálitlum graut. Íslendingar hafa verið fljótir að fara eftir norður-evrópskum og banda- rískum fyrirmyndum en ekki hugað að eigin sérkennum; það hefur lítið verið unnið með sérkenni Íslands til að búa til bæjarbrag.“ Ólafur segir að samkomuhús á borð við Hörpu hafi margþættan, samfélagslegan tilgang og finnst eins og fólk sé að vakna til vitund- ar um það. „Fólk er í auknum mæli að sjá verðmætin og gildin í opin- beru rými. Út á þetta gengur hug- myndin um samkomuhús: það end- urspeglar félagsleg og lýðræðisleg gildi sam félagsins. Þetta er rými sem fólk deilir til að upplifa eitthvað saman.“ Jákvætt að ríkið komi að máli Við hrun bankanna breyttist eign- arhaldið á tónleikahúsinu og ríkið tók yfir hlut Björgólfsfeðga. Ólaf- ur segir að sér lítist vel á aðkomu ríkisins. „Ég hef mikla trú á framtíð þessa húss í höndum hins opinbera. Húsið er ekki fyllilega í eigu ríkisins en ég held að fyrirkomulagið eins og það er núna sé ekki jafn mikil málamiðl- un og upphaflega þegar forsendurn- ar voru fyrst og fremst markaðs- legar. Ég hef unnið með mörgum einkaaðilum í gegnum tíðina, bæði söfnum og stofnunum, og það er ágætt fyrir sinn hatt. Við höfum séð slíkar byggingar víða um heim og það er svo sem ein leiðin til að gera hlutina. En ég held líka að þegar öllu er botninn hvolft snúist þetta líka um gildismat fólksins; hvort það telji að skólar, söfn og tónleikahús eigi að vera í eigu ríkisins eða ekki. Við eigum auðvitað ekki að vera barna- leg og halda að opinber rekstur hljóti að vera betri og heiðarlegri en einka- rekinn rekstur. En ég er hlynntur hinu norræna velferðarmódeli þar sem það er álitin ein af skyldum rík- isins að halda úti og leggja rækt við ákveðna menningarstarfsemi.“ Tók hrunið mjög nærri sér Ólafur segir að það sé þó ekkert gleðiefni hvernig það atvikaðist að ríkið tók yfir byggingu og rekst- ur hússins. „Hrunið á Íslandi fékk mjög á mig og ég tek raunir Íslend- inga mjög nærri mér. Það er ljóst að fólk þarf að venjast tilhugsuninni um að lífið verður öðruvísi héðan í frá. En við verðum líka að horfa fram á veginn. Ég held að við eigum engra kosta völ en að reyna að gera það besta úr því sem við höfum.“ Ísland vantar tónleikahús Hann telur líka mikilvægt að þótt þeir sem höfðu frumkvæði að bygg- ingu tónlistarhússins séu fallnir í ónáð eigi sú óánægja ekki að bein- ast að húsinu. „Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að takast á við af hreinskiptni. Staðan er sú að þeir sem byrjuðu á húsinu eru nú falln- ir í ónáð; hataðir í raun og veru. En það breytir ekki því að Íslendinga hefur vantað tónlistarhús í hundrað ár. Miðað við gróskuna í tónlistarlíf- inu hér á landi er það brýn nauðsyn að mínu viti að fá tónlistarhús. Við verðum að sætta okkur við að þeir sem áttu frumkvæði að bygg- ingunni eru ekki lengur vel liðnir. En það á ekki að koma í veg fyrir að við sjáum möguleika hússins. Gildi tónlistarhússins helgast af því, hvað við ætlum að gera við það og hvern- ig við notum það. Ef tónleikarnir, dagskráin og samkomurnar takast vel á það eftir að gegna farsælu og mikilvægu hlutverki fyrir þjóðina. Við eigum ekki að láta eins og það sem gerðist hafi ekki gerst. Hrun- ið er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Að hætta við tón- listarhúsið og rífa það niður breytir því ekki. Við eigum að reyna að gera það besta úr því. En það þýðir ekki að við þurfum að gleyma sögu þess og tilurð.“ Ísland vantar enn tónleikahús ÓLAFUR ELÍASSON VIÐ HÖRPU „Við verðum að sætta okkur við að þeir sem áttu frumkvæði að byggingunni eru ekki lengur vel liðnir. En það á ekki að koma í veg fyrir að við sjáum möguleika hússins.” FRÉTTABLAÐIÐ ARNÞÓR Vefútgáfa þýska vikuritsins Zeits birti viðtal við Vladimir Ashkenazy á þriðjudag, þar sem hann var spurður út í tónlistarhúsið Hörpu. Hann er spurður hvers vegna hann hafi árum saman barist fyrir byggingu tónlistarhúss í Reykjavík og hvaða áhrif fjármálakreppan hafi haft á verkefnið: „Árið 1984 stjórnaði ég tónleikum Fílharmoníusveitar Lundúna í Reykjavík – í íþróttahúsi! Alvöru tónlistarsalur var þá ekki til þar. Fyrir tónlistarfólkið var þetta hræði- leg reynsla vegna lélegs hljómburðar. Þau ákváðu þess vegna að hefja baráttu fyrir byggingu tónlistarhúss í borginni. Í febrúar 1985 héldum við síðan góðgerðatón- leika/stuðningstónleika í London, sem Karl Bretaprins og Díana, þáverandi eiginkona hans, mættu á. Að vísu liðu síðan mörg ár þangað til verkið fór raunverulega af stað. Nú er svo komið að vinnunni er nánast lokið, húsið verður opnað í maí næstkomandi. Ég mun flytja níundu sinfóníu Beethovens ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. [...] Einkafjármagnarar hafa allir stokkið frá borði. Stjórnvöld tóku síðan að sér alla fjármögnun. Það var skynsamleg ákvörðun. Hefðu þau stöðvað verkið og haldið áfram seinna þá hefði allt orðið miklu dýrara. Ég met mikils þessa afstöðu stjórnarinnar á þessum tímum. Fórnir hafa verið færðar í menningunni á öðrum stöðum. Vitaskuld hafa verið mótmæli frá fólki sem fór illa út úr kreppunni.“ Vladimir Ashkenazy: Skynsamleg ákvörðun VLADIMIR ASHKENAZY Stjórnr sinfóníunni þegar Harpa verð- ur opnuð 4. maí að ári. Tónlistarhúsið Harpa verður opnað 4. maí að ári. Húsið er umdeilt enda mikið gengið á við byggingu þess. Ólafur Elíasson myndlistarmaður og einn hönnuða Hörpu bendir á að Íslendinga hafi vantað tónleikahús í hundrað ár. Hrun- ið breyti því ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.