Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 1. júlí 2010 27 Kreppan mikla 1929-1939 mark-aði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki. Hagsaga heimsins sýnir, að aukin misskipting er jafnan einn af fyrirboðum fjármálakreppu. Það gerðist í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar. Græðgi og spilling einkenndu bandarískt þjóðlíf árin fram að kreppu. Þegar svo ber við, er þriðja systirin, misskipting, sjald- an langt undan. Þegar stjórnvöld gefa græðgi og spillingu lausan tauminn, sjást ýmsir ekki fyrir, heldur skara eftir föngum eld að eigin köku á kostnað annarra, sem fá ekki rönd við reist. Þegar Harding var forseti Warren Harding var forseti Bandaríkjanna 1921-23. Forseta- tíðar hans er einkum minnzt fyrir spillingu, sem leiddi til fangelsis- dóma yfir ráðherrum í stjórn hans, embættismönnum og einka- vinum; tveir styttu sér aldur; einn flúði land. Bjarta hliðin á sögunni er sú, að dómskerfi Bandaríkjanna sló eins og klukka og kom lögum yfir ýmsa þeirra, sem höfðu gerzt brotlegir. Misskipting auðs og tekna hélt áfram að ágerast fram í kreppu. Þessi lýsing á undanfara kreppunnar vestra á að sumu leyti vel við Ísland árin fram að hruni. Græðgi og spilling tóku völdin í boði gerspilltrar stjórn- málastéttar, fyrst með ókeypis afhendingu framseljanlegra afla- kvóta og síðan með einkavæðingu bankanna eftir áþekkri forskrift. Árangurinn varð sjávarútvegur á heljarþröm þrátt fyrir forgjöfina og hrundir bankar, holar skeljar. Misskipting færðist mjög í auk- ana, meðan á þessu stóð, svo sem opinber gögn frá embætti ríkis- skattstjóra sýna glöggt og Stefán Ólafsson prófessor hefur öðrum fremur haldið til haga, unnið úr og aukið við. Spilling sem hagstærð Hagstofu Íslands bar skylda til að kortleggja þessa skipulögðu óheillaþróun til að hafa ekki slökkt á svo mikilvægu viðvörunarljósi í aðdraganda hrunsins. Ekki bara það: rétt skal vera rétt. Hagstofan brást þessari skyldu og ýtti með því móti undir óskammfeilinn málflutning stjórnarerindreka, sem héldu því fram, að misskipt- ing hefði ekki aukizt. Þessa óhollu meðvirkni Hagstofunnar fram að hruni þarf að skoða í samhengi við niðursallandi lýsingu Rannsóknar- nefndar Alþingis (RNA) á ámæl- isverðri vanrækslu víða annars staðar í stjórnsýslunni. Rannsókn- arnefndinni láðist að fjalla um þátt Hagstofunnar í hruninu, og leiðréttist það hér með. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) brenndi einnig af, blindaður af áhugaleysi Hagstofunnar. Í síð- ustu skýrslu sinni um Ísland fyrir hrun mærði sjóðurinn stjórnvöld fyrir jafna tekjuskiptingu, að því er virtist grunlaus um þá stór- auknu misskiptingu auðs og tekna, sem hér hafði átt sér stað í allra augsýn að undirlagi rangsleitinna stjórnvalda. Ég fann að þessu við sjóðinn og á ekki von á, að starfs- menn hans endurtaki villuna. Sjóð- urinn þarf einnig í ljósi skýrslu RNA og ábendinga Evrópuráðs- ins í gegnum GRECO að hugleiða, hvort honum beri ekki framveg- is að fjalla opinskátt í Íslands- skýrslum sínum um spillingu líkt og hann gerir í Keníu, Rússlandi og annars staðar. Óskrifuð regla sjóðsins er að fjalla opinskátt um spillingu í þeim aðildarlöndum, þar sem spillingin virðist hamla framförum, því að þar er spill- ingin hagstærð. Sjóðurinn gerir Íslendingum engan greiða með því að þegja um spillinguna, sem keyrði bankana í kaf og rústaði efnahag mikils fjölda fólks og fyr- irtækja. Hreinskilin orðræða um spillingu er vænleg aðferð til að kveða spillinguna niður. Sjóðnum er þó líkt og Hagstofunni annt um að styggja stjórnvöld helzt ekki nema í neyð. Nýr hagstofustjóri rétti kúrsinn af Afleiðingar kreppunnar miklu þá vestan hafs og austan og hrunsins hér heima eru einnig að ýmsu leyti keimlíkar, þótt kreppan mikla hafi verið mun dýpri. Atvinnu- leysið hér núna er að vísu mikið, en það er þó mun minna en það var í Norður-Ameríku og Evr- ópu á þriðja áratugnum. Auknu atvinnuleysi fylgir líklega enn aukinn ójöfnuður, þar eð atvinnu- leysið kemur jafnan verst niður á þeim, sem höllum fæti standa. Varla munu Hagstofan og AGS láta þann vanda einnig fara fram hjá sér, enda hefur Hagstofan brugð- izt vel við umvöndunum mínum og annarra og tekið sig á. Í skýrslu sinni „Tekjuskipting og lágtekju- mörk fyrir 2003 til 2006“ í apríl 2009 kannaðist Hagstofan loksins við aukinn ójöfnuð, en þar segir: „Gini-stuðullinn og fimmtunga- stuðullinn hafa hækkað meira hjá Íslandi en flestum öðrum Evrópu- þjóðum. [Hér hefði átt að standa „öllum“ öðrum Evrópuþjóðum, innskot mitt, ÞG.] ... Ísland fær- ist úr 3.-4. sæti árið 2004 í 7.-8. sæti árið 2005 og er komið í 13.-14. sæti árið 2006.“ Þjóðminjasafn- ið safnar nú skipulega heimildum um íslenzka spillingu fyrr og nú. Framtakið er til fyrirmyndar. Hagstofan þyrfti að leggja safninu lið. Þetta mjakast. Þrjár systur Eftir hrun bankakerfisins hlýt-ur manni að koma í hug ástand stjórnmála í landinu. Hefur stjórn landsins, ríkisvaldið, brugðist hlutverki sínu? Víst liggur nærri að álykta sem svo. En er auk þess hugsanlegt að stjórnmálaöflin í landinu og önnur samtök sem áhrif hafa á þjóðmálin, séu almennt slöpp að greina stefn- ur og strauma í landsmálum, hvað er að gerast? Ef svo er þá er það mjög alvarlegt, því að höfuðverk- efni stjórnmálamanna og stjórn- málasamtaka er greining, yfirlits- könnun og skilningur á því sem er að gerast á líðandi stund. Grufl um fortíðina og langtímaspekúlasjónir um framtíðina er gott í hófi! Það vill svo til að hver kynslóð lifir á líðandi stundu og ætti ekki að fara mikið fram úr sjálfri sér um tímaskynið í glímunni við tímann. Stjórnmála- menn eru vökumenn síns tíma, þeim ber að standa vörð og vaka á vökunni. Hugsjónadauf stjórnmál Ekki ætla ég að vera svo ósanngjarn að bera það á hvern og einn ein- asta stjórnmálamann í landinu eða stjórnmálasamtök, að allir hafi sofið á vaktinni. En ég fer ekki ofan af því að íslensk stjórnmál hafa verið hug- sjónadauf og hugsanaslöpp um langt skeið. Sá slappleiki felst ekki síst í því að heildarhagsmunir þjóðfélags- ins eru eins og hafðir útundan. Um þá er allt á reiki. Þeir eru hvorki ræddir né skilgreindir. Þeir eru ekki viðurkenndir sem grundvöllur stjórntæks, sjálfstæðs ríkis, enda sótt að sjálfstæðishugsjón, fullveldi og þjóðríki, sem afdankaðri forn- eskju, þótt hún sé í raun nútíminn sjálfur. Það sem hélt íslensku sam- félagi saman á nýliðinni öld var sú heildarhyggja, sem fólst í hugsjón sjálfstæðis og fullveldis, þ.e. þjóðrík- is. Íslendingar vildu hafa sitt þjóð- ríki. Þetta var nánast það eina sem allir stjórnmálaflokkar voru sam- mála um. Sumir kalla þetta „þjóð- ernisstefnu“ sem á að fela það í sér að þjóðin trúi því að eigið þjóðerni sé ágætara en annað þjóðerni. Slík hugmynd hljómar beinlínis hlægi- lega. Þegar það er borið á baráttu- menn fyrir sjálfstæði Íslands á 19. og 20. öld að þeir hafi verið haldnir þjóðrembingi og slíkt hugarfar hafi verið hvati sjálfstæðisbaráttunnar, þá á það sér enga stoð. Oflæti samtímans Hið sanna er að íslenskur þjóðernis- rembingur er sprottinn upp á síðari árum. Þá fór að bera á því að mál- glaðir greinahöfundar og ræðu- menn tóku að belgja sig út af þjóð- rembingi, einna fyrst með því að gylla úr hófi menningarafrek sem eiga að hafa verið framin á Íslandi í nútímanum með þeirri ályktun að Íslendingar gætu keppt við grónar menningarþjóðir á heimsmarkaði lista og bókmennta. Hluti af þess- ari hóflausu menningardramb- semi var þjóðrembuknúið tal um afrek Íslendinga á sviði íþrótta, taflmennsku og bridsspils. Síðar kom fram þjóðremban um vík- ingseðli fésýslumanna og stjórn- visku sem átti að sýna sig í ýmsu, m.a. stjórn fiskveiða og auðlinda- nýtingu hvers konar og framsæk- inni stefnu Háskóla Íslands. Hvorki menningar- og menntabelgingur- inn né stjórnviskuoflætið (sem var reyndar skoplegast af öllu) hvað þá útrásarrembingur á verslunar- og viðskiptasviði á sér neina hliðstæðu í sjálfstæðisbaráttu 19. og 20. aldar. Ef Íslendingar hafa tileinkað sér þjóðrembu er hún fyrst og fremst afurð síðari ára. Þessi nýtilkomna þjóðremba er á sinn hátt þverstæða miðað við hugmyndir sem uppi hafa verið um fyrirbærið. Efni og innihald þjóðrembu dagsins í dag mark- ast af hugmyndinni um að Íslend- ingar eigi að leggja niður þjóðrík- ið, gerast aðilar að sambandsríki, Bandaríkjum Evrópu. Talsmenn þessarar kúvendingar stjórnlaga og stjórnarfars segja að þá komi í ljós sá sköpunarmáttur, sóknar- kraftur og keppnisfærni sem býr í „hinni menntuðu gáfumannaþjóð“ sem þessir menn halda að Íslend- ingar séu, jafnvel umfram aðrar þjóðir! Sjálfstæðisbaráttan Ég endurtek að sjálfstæðisbarátta 19. og 20. aldar var ekki knúin fram af þjóðrembingi gagnvart Dönum. Sannleikurinn er sá að Íslendingar kunnu vel að meta Dani og voru býsna konunghollir fram að síðari heimsstyrjöld! Sjálf- stæðisbaráttan snerist um stofnun íslensks þjóðríkis. Lengst af fólst ekki sú krafa í því máli að segja sig úr lögum við konung. Ísland gat verið sjálfstætt og fullvalda ríki í konungssambandi við Dani. Svo varð 1. desember 1918. Með sam- bandssáttmálanum var náð sjálf- stæðiskröfum Jóns Sigurðssonar. Hugmyndin um lýðveldisstofnun mótaðist ekki að fullu fyrr en eftir hernám Þjóðverja á Danmörku og vangeta konungs í Kaupmanna- höfn að rækja skyldur sínar sem konungur Íslands sýndi sig vegna stríðsástands og fjarlægðar. Grundvallarhugmyndin um þjóðríki var og er krafa um eðli- lega og sanngjarna pólitík, hag- kvæmt stjórnskipulag og réttlátt að kröfum lýðræðis. Grundvöllur lýðræðis er að stjórnvaldið sé sem næst fólkinu, sem valdinu lýtur og valdið velur, svo ég bergmáli orð Abrahams Lincolns í Gettysborgar- ávarpinu. – Framhald síðar. Hrun bankakerfisins Í síðustu skýrslu sinni um Ísland fyrir hrun mærði sjóðurinn stjórnvöld fyrir jafna tekjuskiptingu, að því er virtist grunlaus um þá stórauknu misskipt- ingu auðs og tekna, sem hér hafði átt sér stað í allra augsýn að undirlagi rangsleitinna stjórnvalda. AF NETINU Símsvari sem segir Nei Hér hefur verið vinstri stjórn í hálft annað ár án nokkurs bata á umgengni við hælisleitendur. Í ríkiskerfinu ríkir sama mannhatrið og í tíð Björns Bjarna- sonar. Leggja mætti niður Útlendingastofnun og setja í staðinn upp sím- svara, sem segir Nei. Fólk í fullri vinnu er hrakið burt fyrir að hafa ekki nægar tekjur. Núverandi dómsmálaráðherra var að vísu ráðuneytisstjóri Björns Bjarnasonar. En hví í ósköpunum er hún nothæf sem ráðherra í vinstri stjórn, sem ætti að hafa mannkærleika í fyrirrúmi? Hvers vegna ríkir þögn meðal fylgismanna stjórnarflokkanna um hneyksli, sem hrópar til himins? jonas.is Jónas Kristjánsson Hrunið Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG Vorum að fá nýjar vörur á lager á einstaklega góðu verði fyrir ferðalanga. Komdu í heimsókn! Stofnað 1975 Réttu græjurnar í ferðalagið! Farangursbox Verð frá kr. 57.900,- Hjólagrind á bíla Verð kr. 14.990,- Bensínbrúsar Verð frá kr. 795,- Spennubreytar í bílinn, 12-230V Tilvalið til að hlaða tölvuna Verð frá kr. 11.900,- Gott úrval af verkfærum 25% afsláttur T-MAX Drullutjakkur Verð aðeins kr. 9.900,- Hundagrindur í bíla Verð frá kr. 7.840,- Framlenging á hliðarspegla Verð kr. 2.490,- stk. Strekkibönd í miklu úrvali Verð frá kr. 2.990,- Loftdælur fyrir dekk, gott úrval Verð frá kr. 8.950,- Öflug dráttarspil - nokkrar stærðir Verð frá kr. 49.900,- Loftdæla fyrir vindsængur Verð kr. 1.499,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.