Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 28
28 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Með dómi Hæstaréttar um ólög-mæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjár- málakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bif- reiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofn- unum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér inn- anlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæð- um formerkjum og þótt fjármála- fyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræði- deilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóð- in hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjár- málafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýl- ishús. Þá er mögulegt að atvinnu- rekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafn- an á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífs- þróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórn- arlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðn- ir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá end- urfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerð- um þeirra. Enginn greindur og var- kár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður rétt- ur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönk- unum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamark- aði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni sam- félagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína. Styðjum fórnarlömbin Það er spenna í loftinu á kaffi-stofu Hjálparstarfs kirkjunn- ar. Sjálfboðaliðar koma hver af öðrum, sumir fá sér kaffi, svona til að koma sér í gang, aðrir fara beint inn á lagerinn. Það er mið- vikudagsmorgun, það þarf að taka á móti matvörum, raða í hillur, flokka í mismundandi matarpakka og undirbúa matarúthlutun sem er frá tólf til fimm. Það er góð stemning og miklar samræður um leið og tekið er til hendinni. Gjarnan heyrast setn- ingar eins og: „Hvar eru pokarn- ir fyrir kartöflurnar? Eru eggin komin? Ég skal sjá um að raða nið- ursuðudósunum.“ Fólk þekkist vel því það hafa myndast hópar sjálf- boðaliða sem taka að sér ákveð- in verkefni og koma á sama tíma í hverri viku. Einn hópur undir- býr úthlutunina og tveir hópar skipta með sér úthlutuninni sjálfri. Margir koma í hverri viku, aðrir þegar þeir geta. Á mánudögum og þriðjudögum sinna sjálfboða- liðar fataflokkun og úthlutun. Af og til eru átaksverkefni og þá mæta enn fleiri til starfa til dæmis þegar fyrirtæki gefa mikið magn af vörum sem þarf að koma fyrir. Stuðningur fyrirtækja er ómet- anlegur, mörg gefa vörur og veita góða afslætti. Afgreiðslum innanlandsað- stoðar Hjálparstarfs kirkjunn- ar hefur fjölgað gífurlega frá upphafi kreppunnar. Þegar þrír fyrstu mánuðir áranna 2008-2010 eru skoðaðir má sjá að afgreiðsl- ur í ár eru tæplega fimm sinn- um fleiri en árið 2008. Þær voru 570 þá en voru í ár 2.578. Þessari aukningu væri ekki hægt að sinna nema fyrir framlag sjálfboðalið- anna. 15-20 eru að störfum í hverri viku, um 60 eru á skrá. Sjálfboða- liðar eru burðarásar í innanlands- starfi Hjálparstarfsins. Jákvæðir, sveigjanlegir, tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu. Þeir gera lítilli stofnun mögulegt að veita marg- falt umfangsmeiri þjónustu en hún í raun ræður við. Allt fyrir fram- lag sjálfboðaliða, til stuðnings þeim sem hafa orðið undir. Til hvers leggja þeir þetta á sig spyr kannski einhver? Aðstæður sjálfboðaliðanna er mjög mismun- andi sumir eru atvinnulausir, aðrir komnir á eftirlaun, námsmenn eða í vinnu en allir gætu tekið undir svar eins sjálfboðaliðans: „Þetta er svo skemmtilegt og mjög gefandi að verða að liði.“ Sjálfboða- liðar eru burðarásar Ólögmæt gengislán Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Sjálfboða- liðar eru burðarásar í innanlandsstarfi Hjálpar- starfsins. Jákvæðir, sveigj- anlegir, tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu. Hjálparstarf kirkjunnar Bjarni Gíslason fræðslu- og upplýsinga- fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.