Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 33
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÞESSI SKUGGASÝNING er hluti af Dysfashional, viðburði sem stendur nú yfir í Berlín þar sem hönnuðir og listamenn leika sér með hugtakið tíska. „Ég á svo sem enga sérstaka uppá- haldshönnuði. Ég elti ekki tískuna en fylgist vel með henni og hef allt- af gert. Ég hef áhuga á fötum og fallegum sniðum og finnst þurfa að vera eitthvað spes við flík- ina,“ segir Margrét Halldórsdótt- ir þegar Fréttablaðið forvitnaðist um fatasmekk hennar. Margrét hefur gaman af gömlum fötum og verslar talsvert í búðum með notuð föt. Hún nefnir Rokk og rósir á Laugaveginum sem eina af sínum uppáhaldsbúðum. „Ég hef líka mjög gaman af öllum nýju hönnunarbúðum í miðbænum og er hrifin af Aftur merkinu til dæmis. Jakkann sem ég er í keypti ég fyrir 25 árum á fatamarkaði frá versluninni Evu sem var allt- af kallaður Fató og var á efri hæð- inni á Laugavegi 28. Jakkinn var mjög dýr þó ég hafi fengið hann á talsverðum afslætti en hann er frá franska merkinu Kenzo. Kraginn og ermalíningarnar eru úr rósóttu flaueli en annars er jakkinn ofinn úr frekar þykku efni. Ég hef notað hann óspart gegnum tíðina og geri enn alltaf öðru hvoru. Ég fæ alltaf mikið af gullhömrum þegar ég er í honum.“ Margrét vann í 25 ár á skrifstofu forstjóra Eimskips og var alltaf vel til höfð í vinnunni og mikið í jökk- um. Hún hefur gaman af því að klæða sig upp og gengur nánast aldrei í gallabuxum. „Ég er miklu meiri kjóla og pilsakona heldur en buxnakona og á marga fallega kjóla.“ Spurð hvort hún noti aukahluti eins og skart- gripi segist Margrét eiga glás af stórum hálsmenum og hafa geng- ið með silfurarmband frá Hansínu Jensdóttur í 30 ár. „En ég geng ekki endilega með fíngert gull heldur nota frekar klossaða skartgripi. Yfirleitt set ég á mig einhverja skartgripi á hverjum degi.“ heida@frettabladid.is Eltist ekki við tískuna Margrét Halldórsdóttir hefur mikinn áhuga á tísku og fötum. Hún eltist þó ekki við tískustrauma en hefur gaman af að kíkja í búðir með notuð föt og grafa þar eftir gersemum á góðu verði. Margrét Halldórsdóttir keypti jakkann á fatamarkaði frá versluninni Evu á Laugavegi fyrir 25 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 Sérverslun með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.