Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 1. júlí 2010 3 Í sumar gefst ferðalöngum í Suður-Frakklandi færi á að skoða sýningu sem er helguð frönsku leik- og söngkonunni Brigitte Bardot. Bardot gjörbreytti á 6. áratugn- um kvenímyndinni hér á landi, ekki aðeins sem kyntákn þó það sé kannski það fyrsta sem kemur upp í huga fólks, heldur sem frjáls og sjálfstæð kona. Sýning- in sló í gegn í Boulogne-Billian- court, einni af útborgum Parísar þar sem hún var sett upp í vetur. Nú byrjar sýningin ferðalag, fyrst til St. Tropez þar sem Bar- dot býr í dag 75 ára að aldri. Brigitte Bardot var ekki aðeins ein skærasta stjarna franska kvikmyndaiðnaðarins á 6. áratugnum heldur líka vin- sæl söngkona þar til hún dró sig í hlé 1973 aðeins 38 ára að aldri á hátindi ferils síns. Hún fékk einfaldlega nóg af stjörnu- lífinu, aðdáendum, fjölmiðlum og kvikmyndaiðnaðinum. Eftir að hún hvarf úr sviðsljósinu hefur hún helgað sig dýravernd- un og er stofnun Brigitte Bardot atkvæðamikil í dýraverndun og rekur athvörf þar sem tekið er á móti heimilislausum dýrum. Hvergi í Evrópu eru fleiri gælu- dýr yfirgefin en í Frakklandi, oft þegar sumarfrí nálgast. Bar- dot ver allri innkomu af hinum ýmsum vörum sem seldar eru með myndum af henni, bókum sem hún hefur skrifað og fleiru þess háttar, til stofnunar sinnar. Ótrúlegt en satt en engum tískuhönnuði hefur hingað til dottið í hug að framleiða tösku í anda B.B. eins og hún er alltaf kölluð hér í landi. Flestir kann- ast við Kelly (Grace), Birkin (Jane) frá Hermès eða Lady (Diana) frá Dior og nú er það B.B. frá Lancel. Önnur taskan er úr lífrænt ræktuðu tvídi og bómull en hin úr gervileðri, lit- uðu með ávöxtum og grænmeti, varla hægt að gera hlutina nátt- úrulegri. Það segir sig sjálft að töskurnar sem kenndar eru við dýraverndunarsinnann Bardot geta ekki verið úr dýraskinni. Reyndar sagði hún sjálf á dög- unum eftir að hafa séð töskurn- ar að þetta væri sönnun þess að hægt væri að hanna lúxus- vöru án þess að nota dýr til þess og tekur þar undir með Stellu McCartney sem hefur hannað töskur og skó án þess að nota leður. Það er hinn nýi hönn- uður Lancel, Leonelle Borghi, sem hefur sameinað það sem tengist goðsögninni B.B. eins og hárbandið hennar sem er til skrauts á töskunum eða fóðrið sem er úr Vichy-mynstri sem hún gerði frægt (smá bláköfl- ótt eða bleikt) og ólin er gerð eftir frægri sígaunagítaról B.B. Ekki skemmir fyrir að verðið er tiltölulega hóflegt, 680 eða 880 evrur eftir tegund meðan að mörg dýrustu tískuhúsin selja leðurtöskur sem geta komist í tvö þúsund evrur. bergb75@free.fr Bardot að eilífu, lifandi goðsögn ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Opið frá kl. 11 - 21 í Smáralind Au gl ýs in ga sím i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.