Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 38
 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR6 Art & design / Sjøfn Har / Skólavörðustígur 41 101 Reykjavík Sími: 551 0606 / 894 0367 • sjofnhar.is • sjofnhar@sjofnhar.com Opið virka daga kl.13.00–18.00 Laugard. kl.12.00–18.00 Útskriftargjafi r • Brúðargjafi r • Vinargjafi r • Listaverkakort eru innifalin Íslensk myndlist í gjafa pakkann þinn „Álfhóll”Ísland Velkomið að hafa samband á öðrum tíma í fullum gangi Kjólar Áður 12.990 Nú 8.990 Útsalan SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Borgarbókasafn, Listasafn, Ljósmyndasafn og Minjasafn Reykjavíkur bjóða upp á fræð- andi kvöldgöngur á fimmtu- dagskvöldum í sumar, bæði á íslensku og ensku. Lagt er af stað í íslensku göng- urnar klukkan 20 og er þátttaka ókeypis. Á morgun verður geng- ið um útilistaverk borgarinnar en Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræð- ingur og menningarmiðlari, mun leiða gönguna. Upphaf göngunn- ar verður miðja Reykjavíkur við vesturgafl Fálkahússins. Bókmenntagöngur á ensku eru á dagskrá fyrr um daginn eða klukkan 17. Borgarbókasafn- ið kynnir íslenskar bókmenntir fyrir erlendum göngugestum og þær notaðar til að kynna borg- ina í ljósi bókmennta og sögu en gengið er frá Grófarhúsi undir leiðsögn Úlfhildar Dagsdóttur. Bandaríski leikarinn Darren For- eman, sem búsettur er á Íslandi, fer með textana sem kynntir eru í göngunni. Dæmi um viðkomustaði eru við Landnámssýninguna í Aðalstræti þar sem fjallað eru um fyrstu landnemana og Íslendingasög- urnar, Lækjartorg þar sem Hall- dór Laxness er kynntur til sög- unnar, Miðbæjarskólinn þar sem smásaga Svövu Jakobsdóttur frá hernámsárunum er kynnt og Þjóð- menningarhúsið þar sem lesið er úr hrollvekjandi glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur. Eru allir velkomn- ir og er þátttaka ókeypis. - rat Bókmenntagöngur í borginni Úlfhildur Dagsdóttir leiðsegir á ensku í sögugöngu á vegum Borgarbókasafnsins í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er funkhátíð sem heitir Funk í Reykjavík og er þriggja daga tónlistarhátíð á Nasa,“ segir skipuleggjandi hátíðarinnar Sam- úel Jón Samúelsson, betur þekkt- ur sem Sammi í Jagúar. Funk í Reykjavík er sú fyrsta sinnar teg- undar á Íslandi. „Vonandi verður þetta bara fyrsta funkhátíðin af mörgum hér á landi.“ Sammi segist lengi hafa geng- ið með þá hugmynd í maganum að halda funkhátíð í Reykjavík. Hann stofnaði hóp með heitinu „Ef haldin verður Funk og afró tónlistarhátíð í Reykjavík í sumar munt þú mæta?“ á Facebook til að kanna undirtektirnar. „Það voru yfir þúsund manns sem sögðust myndu mæta á hátíðina. Nú er ég bara spenntur fyrir því að sjá hvort fólk mætir eða ekki,“ segir Sammi glettinn. Hefur hátíðin verið lengi í undir- búningi? „Ég byrjaði að setja mig í samband við listamenn snemma á árinu. Ég var úti í Brasilíu í janúar, febrúar og mars og datt í þann fíl- ing að skrifa fólki og spyrja hvort það væri ekki til í að gera eitthvað svona. Þegar ég kom heim um páskana þá var ég kominn of langt með þetta til að bakka þannig að ég gerði þetta bara,“ segir Sammi sem dvaldist í Brasilíu við tón- listarsmíðar. „Ég var líka bara að hvíla mig á svartnættinu hérna heima.“ Að sögn langaði Samma til að safna funktónlistarfólki saman og halda hátíð. „Mig langaði líka að nýta sambönd sem ég hef myndað erlendis,“ upplýsir Sammi sem segir þetta hátíð sem hann langi sjálfan á. Sammi segir að á hátíðinni komi bæði fram íslenskir og erlend- ir tónlistarmenn. Hann vonast til þess að í framtíðinni muni fleiri erlendir tónlistarmenn koma á hátíðina. „Jimi Tenor er alþjóðlegi gesturinn og svo er líka DJ Honky sem spilar á föstudaginn sem er plötusnúður,“ útskýrir Sammi en þeir hafa sótt Ísland heim áður. „Þeir eru svona Íslandsvinir.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn borg- arfulltrúi, setur hátíðina í kvöld og svo stígur Samúel Jón Samúelsson Big Band á svið. martaf@frettabladid.is Í fyrsta sinn sem hátíð af þessu tagi er haldin Fyrsta funkhátíð Reykjavíkur hefst í kvöld. Samúel Jón Samúelsson stofnaði hóp á Facebook til að kanna undirtektirnar og segir þær hafa verið góðar. Hann stefnir á að halda hátíðina árlega héðan í frá. Samúel Jón Samúelsson segir þetta fyrstu árlegu funkhátíðina á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.