Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 42
 1. JÚLÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● Grímsnesið góða „Við æskuvinkonurnar úr Grímsnesinu tókum upp þann sið sumarið 2007 að fara í fjallgöngu á Jóns- messunótt,“ segir gönguhrólfurinn Laufey Böðvars- dóttir sem fór fyrstu Jónsmessuferðina á Búrfell. „Árið eftir gengum við á Mosfell og þá fjölgaði verulega í hópnum og í fyrrasumar fórum við enn fleiri á Hestfjall,“ segir Guðrún sem smitað hefur æ fleiri sveitunga til fjallaklifurs eina mögnuðustu nótt ársins, þegar kýrnar fá mál og selir fara úr ham sínum. Um nýliðna helgi fór svo fríður hópur á Vörðufell. „Margir eru farnir að sýna þessum göngum áhuga og vel má vera að við auglýsum þær í fram- tíðinni, því þetta er því tilvalin leið fyrir sveitunga og sumarhúsafólk að blanda geði í sveitinni fögru.“ Talandi kýr í Jónsmessufjallgöngu „Það stóð til að rífa Gömul Borg, sem er gamla þinghús okkar Grímsnesinga, fyrir nokkrum árum en þá var því bjargað af nokkr- um einstaklingum,“ segir Lísa Thomsen, ein af bjargvættum þeirra miklu menningarverðmæta sem Gamla Borg er, enda hús með sögu og sál. Húsið var upphaflega byggt sem þinghús, en var síðar skóli, dansstaður og bílaverkstæði. Nú er það meðal annars Mekka ferða- manna eftir að hljómsveitin Sigur Rós hélt þar margfræga tónleika sem sjást í kvikmyndinni Heima. „Í dag leigjum við Gömlu Borg út fyrir veislur og fundi, en húsið er kjörið fyrir 50 til 70 manna hópa,“ segir Lísa um þann sam- komustað sem eitt sinn var sá vinsælasti í lýðveldinu. Og í sumar er ýmislegt á döfinni. „Hollvinir Grímsness munu halda hér Brú til Borgar 10. júlí og sama kvöld munu Hjördís Geirs og Örvar Kristjánsson halda uppi miklu fjöri. Þann 7. ágúst verður svo kaffihlaðborð í tengslum við Grímsævintýri, og í sumar málverkasýning Æju og söngskemmt- an með Margrét Pálmadóttur ásamt kór,“ segir Lísa og minnir á vinsælt prjónakaffi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar, en þá koma saman konur og stöku karlmaður af öllu Suðurlandi til að prjóna. Gamla Borg er opin alla daga nema mánudaga fram yfir Versl- unarmannahelgi, frá klukkan 11 til 18. Veitingar eru í anda hinn- ar íslensku húsmóður; brauðsúpa, rabarbaragrautur, plokkfiskur, jólakaka og vöfflur með rjóma. Nánar á www.gamlaborg.is. Í Mekka Sigur Rósar Lísa Thomsen í rómantískum veitingasal Gömlu Borgar í Grímsnesi, sem má meðal annars leigja út fyrir brúðkaup. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Duglegar blómarósir úr Vesturbænum komu úr Reykjavík til að ganga á Vörðufell: Salvör, Ingunn og Agnes. Grímsnesið er með vinsælustu sumarbústaðalöndum á land- inu og enn bullandi uppgang- ur í sumarhúsabyggðinni. „Það ríkir almenn bjartsýni í Grímsnesinu,“ segir Magnús I. Jónsson hjá Steypustöð Magnús- ar, en hann framleiðir og selur steypu og forsteyptar einingar fyrir sumarhús, ásamt því að vera með efnissölu eins og möl í heim- keyrslur og aðra vegagerð. „Það er mun meira að gera en ég reiknaði með eftir hrun- ið og margir að kaupa forsteypt- ar einingar í húsgrunna og und- irstöður fyrir timburhús. Þá fær- ist í vöxt að sumarhúsaeigendur steypi sumarbústaði sína frá grunni,“ segir Magnús sem er með tvo menn í fastri vinnu, sem er það sama og í góðærinu 2006 og 2007, en í fyrrasumar var hann að mestu einn að störfum. „Í góðærinu vorum við að verða hálf skrýtnir af of mikilli vinnu en nú er þetta um einn þriðji af því en nóg að gera fyrir alla,“ segir Magnús og upplýsir að tals- vert sé um nýbyggingar í Gríms- nesinu. „Eflaust er margt af þeim á löngu seldum lóðum og eitthvað sem menn voru löngu búnir að ákveða að gera, en munurinn á viðskiptunum nú og í góðærinu er að nú er ekkert tekið á lánum en allt staðgreitt,“ segir Magnús. „Verkefnin eru fjölbreytt og út- færslur húsanna bera hugmynda- auðgi gott vitni því hér er einn að byggja sér kúluhús og annar for- láta sundlaug. Timbur er enda mjög dýrt núna og miklum mun ódýrara að steypa sumarhús ef menn geta unnið undirvinnuna og uppsláttinn sjálfir. Steypan er líka varanlegri og kostar minna viðhald.“ Sundlaugar og kúluhús „Það er virkilega gaman að opna búð sem búið var að loka og við- tökurnar verið góðar,“ segir Agnar Brynjólfsson kaupmaður í versluninni Borg, en hann tók þar við lyklavöldum um páskana. „Ég er annar hluti tvíeykis sem rekur Vesturbúð ehf., fyrir- tæki sem við stofnuðum á Eyrarbakka fyrir ári þegar við tókum þar við lokaðri búð og völdum nafnið Vesturbúð til að heiðra minningu verslunar sem hafði með öll viðskipti að gera frá Djúpavogi fram á Reykjanes á síðustu öldum. Á flestu áttum við svo von en að ári síðar værum við komnir í innrás,“ segir Agnar og skellihlær, en Vesturbúð rekur hann með Finni Kristjánssyni. „Við heitum Agnar og Finnur og slógum upp í gríni að Vestur- búð væri „Agnar lítil verslun þar sem þú Finnur nánast allt sem þig vantar.“ Raunar segir það svo allt sem segja þarf, því við bjóðum allt það helsta sem fólk vanhagar um,“ segir Agnar sem leigir húsið af Olís sem er með bensíndælu á Borg. „Hér er nú komin ÓB-dæla sem þýðir að við erum með besta verð á bensíni í uppsveitum Árnessýslu,“ segir Agnar sem er heillaður af gamla tímanum þegar viðmót kaupmanna var alvöru. „Í haust munum við svo opna hér smur- og dekkjaþjónustu, en í dag er ekki hægt að fá viðgerð á dekki fyrr en á mánudegi ef springur eftir lokun á föstudegi. Nú ætlum við að bjóða þessa þjónustu alla daga vikunnar.“ Verslunin Borg er opin alla daga frá klukkan 10 til 22. Enn spurt um nuddið Agnar Brynjólfsson í versluninni Borg í Grímsnesi er kaupmaður með gamla sjarma sveitakaupmannsins á hreinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Magnús I. Jónsson er eigandi Steypustöðvar Magnúsar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Við byrjuðum á að opna hér lítið kaupfélag og rekum veitingasöluna í anda gamla Þrastarlundar þar sem hægt er að fá glæsilega ham- borgara, djúpsteiktan fisk og þjóð- legt kaffimeðlæti,“ segir Kristín Jónsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Valgeiri Inga Ólafssyni tók við rekstri Þrastarlundar 1. apríl. „Við ákváðum að stilla verði í hóf á veitingum og nýlenduvöru, og nú er veitingasalurinn opinn fyrir alla, hvort sem þeir fá sér pulsu, ís eða veigameiri veitingar,“ segir Kristín. „Sumarhúsafólk er þakklátt fyrir kaupfélagið og margir sem taka sveitabíltúr til þess eins að njóta veitinga í stórkostlegri náttúru.“ Þrastarlundur er opinn alla daga frá 9 til 21, og 22 um helgar. Rjómapönnsur í sveitinni Kristín Jónsdóttir og Valgeir Ingi í nýja „kaupfélaginu“ í Þrastarlundi, þar sem ferða- fólk getur gert innkaup á afar hagstæðu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR M YN D /B RY N D ÍS B Ö Ð VA RS D Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.