Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 1. júlí 2010 35 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneyt- isins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðrétting- unni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar (WHO) um magn brennisteins- vetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar vill- andi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverj- um rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðun- armörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráð- herra hefur vísað til í þessu sam- bandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brenni- steinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarma- virkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strang- ari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkj- unum. Þeir gætu því eins skil- greint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokk- urra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari regl- ur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunar- efnisdíoxíð og köfnunarefnisox- íð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varð- ar kýs ráðherrann að draga mörk- in við einn þriðja af WHO mörk- unum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs – sem gjarnan tengist bílaumferð – í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með. Ráðherrann leiðréttur − aftur Það er skrítið hvernig umræð-an í samfélaginu veður oft einsleit. Einhverjir hafa hátt og hinir þagna. Þetta hefur t.d. gerst í umræðunni um ein hjúskaparlög. Öll umræða er kaffærð með orðum eins og mismunun, misrétti eða skorti á kærleika. Fæstir vita þó að í lögum um staðfesta samvist og í lögum um hjónaband karls og konu, sem ekki eru lengur í gildi, fólst nákvæm- lega sama réttarstaða og því alls ekki um neina mismunun að ræða. Eini munurinn er líffræðilegur, þar sem í sambandi karls og konu verða börnin til, en í hinu tilfell- inu þarf utanaðkomandi aðstoð. Það breytist ekkert þótt notuð séu önnur orð um sambandið. Börn átta sig á þessu strax við 5 ára aldur. Mig grunar að umræðan hafi vísvitandi verið kaffærð til þess að koma breytingum á lögum um tæknifrjóvgun í gegnum þingið í skjóli myrkurs. Þar eru heim- ildir rýmkaðar en í lögum um tæknifrjóvgun er jafnræðisregla stjórnarskrárinnar brotin á börn- um og um leið Barnasáttmálinn og mannréttindaákvæði Samein- uðu þjóðanna. Þessi börn eru sem sagt svipt möguleikanum á að leita uppruna síns, á meðan því er öfugt farið með kjörbörn. Við sem tilheyrum hinni ósýni- legu kirkju Krists finnum til í hjartanu vegna alls þessa. Málið hefur verið erfitt fyrir okkur öll. Ég er þakklát prestum eins og Maríu Ágústsdóttur, Sigurði Páls- syni og mörgum fleirum sem hafa reynt að standa vörð um órjúf- anlegt samband föður, móður og barns. Stöndum öll vörð um rétt barna til að nálgast upplýsingar um upp- runa sinn og sýnum þannig að kærleikurinn nær líka til barna. Látum ekki mismuna börnunum okkar með siðlausri lagasetningu. Stöndum upp! Gerum eitthvað! Stuðlum að menningu en ekki ómenningu. Hjúskapar- lög og tækni- frjóvgun Umhverfismál Gústaf Adolf Skúlason aðstoðar- framkvæmdastjóri Samorku Samfélagsmál Stella Óskarsdóttir eftirlaunaþegi og sóknarbarn í þjóðkirkjunni Öflugt Aquasource rakakrem með nýrri formúlu sem fullkomnar áferð húðarinnar Nýjung; ígildi 5.000 lítra af lindarvatni + 35 milljóna Aquakeep perfectors í hverri 50 ml. krukku. Veitir stöðuga rakagjöf í 24 klst. og fegrar húðina. Eau Pure og Eau D´Energie body lotion 400 ml. á sama verði og 200 ml. After sun 400 ml. á sama verði og 200 ml. Hreinsimjólk og andlitsvatn 400 ml. á sama verði og 200 ml. *Þegar keyptar eru 2 Biotherm vörur þar af eitt andlitskrem. Einnig er hægt að fá í kaupauka stórar herratöskur í ræktina. Meðan birgðir endastLágmúla 5 – sími 533-2309 Laugavegi 16 – sími 552-4045 Frábær sumartilboð! Stór sumartaska fylgir sem kaupauki!* KYNNING Í LYFJU LÁGMÚLA OG LYFJU LAUGAVEGI FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.