Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 56
40 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Klukkan 20 í Grafarvogskirkju Styrktartónleikar verða klukkan 20 í Grafarvogskirkju í kvöld þar sem safnað er til að styrkja Ellu Dís, sem er langveik fjögurra ára gömul stúlka. Það kostar 2.000 krónur inn á tónleikana og rennur sú upphæð beint í sjóð Ellu Dísar. Einnig hefur verið komið af stað símasöfnun þar sem hægt er að hringja inn og styrkja um þrjár upphæðir. Númerin eru 907-3701 fyrir 1.000 krónur, 907-3702 fyrir 2.000 krónur og 907-3703 fyrir 3.000 krónur. > Ekki missa af ... Hljómsveitin Hjaltalín hefur nú lagt af stað í þriggja vikna langa tónleikaferð um Ísland. Ferðin hefst 30. júní í Búðardal og lýkur 17. júlí á LungA hátíðinni á Seyðisfirði. Söngkonan Lára Rúnarsdóttir ásamt hljómsveit mun sjá um upphitun á völdum stöðum ásamt því að Snorri Helgason mun fylgja Hjaltalín í Flatey. Meðal annarra áfangastaða sem hljómsveitin mun koma við á eru Ísafjörður, Þingeyri, Patreksfjörður, Skagaströnd, Akureyri, Siglufjörður og Mývatn. Hin árlega djasshátíð, Jazz undir fjöllum, verður haldin í Skógum undir Eyjafjöllum í sjöunda sinn laugardaginn 3. júlí. Mikill metnaður hefur verið lagður í dagskrána og verða alls fimm tónleikar á hátíðinni í ár. Í Skógarkaffi verður boðið upp á lifandi og fjölbreytta dagskrá laugardaginn 3. júlí frá klukkan 13-17. Þar mun stíga á stokk stór hópur framúrskarandi tónlistarmanna. Fjögur bönd munu spila fyrir gesti á laugardeginum, Tríó Sig- urðar Flosasonar, Kvartett Andrésar Þórs, Kvartett Kjartans Valdemarssonar og Dúó Sigurðar og Kjartans. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara síðan fram í félagsheimilinu Fossbúð á laugardagskvöldinu. Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson syngja þar lög Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar. Hljóðfæraleikarar með söngvurunum verða þeir Sigurður Flosason, Kjartan Valdimarsson og Matthías Hemstock. Fyrri hátíðir hafa fengið frábæra aðsókn og góða dóma. Aðgangur er ókeypis í Skógarkaffi en er 1.500 krónur í Fossbúð á laugardagskvöldinu. Djasshátíð undir Eyjafjöllum SYNGUR Í SVEITINNI Ragnheiður Gröndal mætir. Steinn Kárason hefur nýlega gefið út fyrstu plötu sína. Platan inniheldur 12 lög og er á mjög persónu- legum nótum. Steinn sjálfur segir að einlægni hennar sé í líkingu við að standa and- lega nakinn frammi fyrir áhorfendum sínum. „Ég er mjög ánægður með árang- urinn! Það er frekar stór áfangi að ljúka við svona verk. Í raun stærri atburður í lífinu en ég átti von á. Þessi atburður tekur meira pláss í lífi mínu en ég hafði gert ráð fyrir enda mjög einlægt verk,“ segir Steinn Kárason. Steinn gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Steinn úr djúpinu. Plat- an inniheldur tólf lög eftir Stein sjálfan. Einnig á hann sjálfur átta texta á plötunni sem eru skrifaðir á mismunandi tímabilum. „Platan er mjög persónuleg fyrir mig. Textarnir mínir rista mjög djúpt í mínu sálarlífi og nafn plöt- unnar er margrætt. Ég læt það í hendur hlustenda að ráða í merk- ingu nafnsins,“ segir Steinn. „Sumt er mjög einlægt af minni hálfu og með þessu er ég að mörgu leyti að afhjúpa sjálfan mig og standa andlega nakinn frammi fyrir áhorfendum mínum.“ Steinn hefur með sér stóran her söngvara og má þar nefna Pál Rósinkranz, Hreindísi Ylvu Garð- arsdóttur Holm, Írisi Guðmunds- dóttur, Hauk Hauksson og Guðmund F. Benediktsson. Að auki sér Ingi Gunnar Jóhannsson um bakraddir. „Söngvararnir voru valdir sérstak- lega með það í huga að þeir myndu henta hverju lagi sem best,“ segir Steinn. Ýmsir þekktir hljóðfæra- leikarar koma einnig að plötunni og má þar nefna Sigurgeir Sigmunds- son, Jón Ólafsson, Hjörleif Vals- son, Vilhjálm Guðjónsson og Hilm- ar Sverrisson auk þess sem Steinn sjálfur spilar á munnhörpu og gítar í nokkrum lögum. Útgáfu og dreif- ingu sér Steinn einnig um sjálfur. linda@frettabladid.is ANDLEGA NAKINN Í TEXTUM STEINN KÁRASON Gefur út plötu með einlægum textum sem skrifaðir eru á mis- munandi tímabilum lífs hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hljómsveitin Mannakorn hélt tónleika í Háskólabíói laugardag- inn 15. maí síðastliðinn. Upp- selt var á tvenna tónleika á skot- stundu og komust færri að en vildu. Tónleikunum var vel tekið af áhorfendum og hljómsveitin fékk mikið lof fyrir spilamennskuna. Þóttu Mannakorn sýna að þau hafa engu gleymt. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leik- inn með öðrum ferilstónleikum í Háskólabíói laugardaginn 16. október. Miðasala hefst á morgun 1. júlí kl. 10 á Miði.is og öllum sölustöð- um Miði.is. Miðaverð er 4.400 kr og eingöngu er selt í númeruð sæti. Mannakorn snýr aftur í Háskólabíó VINSÆL Færri komust að en vildu á síð- ustu tónleika Mannakorna í Háskólabíói. Í blóma lífsins málverkasýning í listasal Garðabæjar Garðatorgi 7, 26. júní – 6. júlí 2010 Sýningin er opin alla daga frá kl. 14 til 18. Sjá einnig www.gardabaer.is Stefanía Jörgensdóttir 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson Aldrei framar frjáls Sara Blædel Volcano Island Sigurgeir Sigurjónsson Vegahandbókin 2010 Ýmsir höfundar Íslenska plöntuhandbókin - Hörður Kristinsson Hafmeyjan - kilja Camilla Läckberg METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 23.06.10 - 29.06.10 Risasyrpa - Með allt í botni Makalaus - kilja Tobba Marinós Góða nótt yndið mitt - kilja Dorothy Koomson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.