Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 60
44 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Ferill hinnar 31 árs gömlu sænsku Robin Miriam Carlson, eða Robyn eins og hún kallar sig, er orðinn bæði langur og ævintýralegur. Hún kom fyrst fram í sænska sjónvarpinu þegar hún var tólf ára og söng þá m.a. lag sem hún hafði samið sjálf. Þegar hún var 15 gerði hún plötu- samning og 1997 þegar hún var 18 sló hún í gegn í Bandaríkjunum með plötunni Robyn is Here og danspoppsmellunum Show Me Love og Do You Know (What It Takes). Árið 2008 var fjórða plat- an hennar, Robyn, gefin út á alþjóðlegum markaði og innihélt m.a. smáskíf- urnar Cobrastyle, Konich- iwa Bitches og With Every Heartbeat sem hún gerði með Andreas Kleerup. Síðan hefur leið hennar legið upp á við. Á undanförnum árum hefur Robyn m.a. sungið inn á plötur með Basement Jaxx og Röyksopp og tónlistin hennar hefur smám saman orðið meira spennandi. Hún er líka komin með ágætt tónleikaband og fékk t.d. sænsku Grammy-verðlaunin í fyrra fyrir bestu tónleikaframmistöðu ársins 2008. Fyrir skömmu kom út ný plata með Robyn. Hún heitir Body Talk Pt. 1 og er sú fyrsta í seríu, en Body Talk Pt. 2 er væntanleg í haust. Og þetta er fín plata. Full af grípandi poppsmellum með ferskum hljómi og flottum söng. Á meðal þeirra sem vinna með Robyn á nýju plötunni eru Klas Åhlund, Röyksopp og snillingurinn Diplo sem er þekktastur fyrir að hafa leikið stórt hlutverk á MIA-plötunum Arular og Kala. Body Talk Pt. 1 hefur fengið dúndur góða dóma, m.a. 8,5/10 hjá Pitchfork og 4/5 hjá bæði Spin og The Guardian. Svalt popp frá Svíþjóð Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur. „Hvers vegna læturðu mig ekki í friði?“ öskrar söngvarinn Jon- athan Davis örvinglaður í fyrsta smáskífulagi væntanlegrar plötu Korn. Platan er númer níu í röð- inni, heitir Korn III: Rememb- er Who You Are og lagið heitir Oildale (Leave Me Alone). Með- limir Korn líta svo á að þeir séu að endurræsa hljómsveitina með plötunni og hverfa aftur til tón- listarinnar sem heyrðist á fyrstu plötunni frá 1994 og Life is Peachy frá 1996. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar eru ekkert að grínast með endurræsinguna. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann Ross Robinson, sem vann með þeim á fyrstu tveimur plötunum. Þá kusu þeir að taka plötuna upp á segul- band og sniðganga nýjustu tækni og tól sem upptökubransinn hefur upp á að bjóða. Davis hefur látið hafa eftir sér að platan sé einföld að því leyti að hún sé ekki eins hlaðin og fyrri plötur og að and- rúmsloftið skipti mestu. Ýmislegt gekk á við upptökur á plötunni. Ross Robinson er þekkt- ur fyrir brjálað skap sitt og hann lét nýjan trommara Korn, Ray Luzier, oft heyra það. Robinson átti til að öskra, sparka og berja í trommusettið þegar hann var ekki sáttur við Luzier, en tromm- arinn hefur látið hafa eftir sér að hann hafi langað að kyrkja upp- tökustjórann. Luzier fékk ekki að nota taktmæli við upptökurn- ar og var það gert til að láta hann skynja hindranirnar sem Korn hefur þurft að yfirstíga. Furðu- leg krafa. Korn III: Remember Who You Are átti upprunalega að vera konseptplata. Textarnir áttu að snúast um fimm merki um hnign- un mannsins: trúarbrögð, eiturlyf, peninga, völd og tíma. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og Davis samdi því texta um hvernig líðan hans var hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru því textarn- ir ekkert sérstaklega jákvæðir, enda Davis alltaf verið hálfgerður fýlupúki. Davis segir að hljómsveitin hafi ekki reynt að gera framhald af fyrstu og annarri plötu Korn. „Við viljum bara ná andrúmsloft- inu aftur og að tónlistin sé ekki ofunnin,“ segir hann. „Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.“ atlifannar@frettabladid.is Korn ýtir á reset-takkann SEXTÁN ÁRA FERILL Það erfitt að trúa því að hljómsveitin Korn sé búin að vera til í meira en sextán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY milljónir Korn-platna hafa selst um allan heim. HEIMILD: RIAA32 >Plata vikunnar Ýmsir - Hitaveitan ★★★★ „Kimi Records gefur sumar- safnplötuhugtakinu aukið vægi með fjölbreyttri og kraftmikilli plötu.“ ■ Allir þekkja lagið Don‘t You Wan‘t Me Baby með hljóm- sveitinni Human League. Lagið fór á topp bandaríska Billbo- ard-listans 3. júlí árið 1982. ■ Bretar voru langt á undan Bandaríkjamönnum að upp- götva snilld lagsins enda var það á toppi breska listans um jólin 1981. ■ Smáskífa lagsins hefur selst í meira en 1,4 milljónum eintaka í Bretlandi og er í 25. sæti yfir farsælustu smáskífur breska listans. ■ Lagið kom út á Dare, sem er þriðja plata Human League, en sú fyrsta sem fór á toppinn í Bretlandi. ■ Human League þurfti að bíða í fjögur ár eftir að ná öðru lagi á toppinn í Bandaríkjunum. Það var lagið Human árið 1986. ■ Don‘t You Wan‘t Me Baby er hringitónn karakters Brad Pitt í kvikmyndinni Oceans 13. ■ Lagið heyrist einnig í hinni stór- brotnu He‘s Just Not That Into You. ■ Doug í King of Queens söng einu sinni fyrsta erindi lagsins í þættinum. ■ Human League er enn þá starfandi og skrifaði undir nýjan útgáfusamning í fyrra við Wall of Sound-útgáfuna. TÍMAVÉLIN DON‘T YOU WAN‘T ME BABY SLÆR Í GEGN HL í fyrsta skipti á toppinn Við viljum bara ná andrúmsloftinu aftur og að tónlistin sé ekki of- unnin. Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.” JONATHAN DAVIS SÖNGVARI KORN > Í SPILARANUM Helgi Björns & reiðmenn vindanna - Þú komst í hlaðið Moses Hightower - Búum til börn The Chemical Brothers - Further Markús & The Diversion Sessions - Now I Know HELGI BJÖRNS THE CHEMICAL BROTHERS Hljómsveitin Interpol hefur frumsýnt umslag vænt- anlegrar plötu, sem kemur út 7. september. Platan fylgir eftir Our Love to Admire sem kom út árið 2007. Nýja platan er jafnframt síð- asta plata Interpol sem bassaleik- arinn Carlos Dengler spilar inn á, en hann hætti í hljómsveit- inni skömmu eftir að hún varð tilbúin. Interpol hefur einnig upplýst lagalista plötunnar. Hljómsveitin hefur þegar sent frá lagið Lights en hin lögin á plötunni heita Succ- ess, Memory Serves, Barricade, Always Malaise (The Man I Am), Safe Without, Try It On, All Of the Ways og The Undoing. Það er óhætt að segja lagatitlarnir hljómi allir mjög „Interpol-lega“. Interpol frumsýnir umslagið NÝJA PLATAN Furðulegt umslag og ekkert líkt þeim fyrri.SUÐURLANDSBRAUT 12 . BRAGAGATA 38a . LAUGAVEGUR 81 S T O F N A Ð 1 9 8 6 • PI Z Z U R N A R O K K A R ER U BA KAÐAR VIÐ LOGA A F ÍS L E N S K U B IR KI • ELDBAKAÐAR BRAUÐSTANGIR MEÐ OSTI OG SÓSU 895.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.