Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 62
46 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Rómantíska gamanmyndin Killers var frumsýnd hér á landi í gær og eru það leik- arnir Katherine Heigl og Asthon Kutcher sem leika aðalhlutverkin. Myndin fjallar um Spencer Aimes sem vinnur sem leynileg- ur morðingi hjá bandarísk- um yfirvöldum og lifir góðu piparsveinalífi. Þegar hann síðan kynnist Jen Kornfeldt verður hann yfir sig ást- fanginn, giftist, breytir um lífsstíl og flytur í úthverfin. Þremur árum seinna finnur hann út að leigumorðingjar eru búnir að hreiðra um sig í hverfinu með hann sem skot- mark. Morðingjarnir geta verið hver sem er í hverfinu og nú þurfa hjónin að beita öllum brögðum til að lifa af og halda tengdafjölskyldunni í skefjum. Katherine Heigl er meðal annars þekkt úr sjónvarps- þáttaröðinni Grey’s Anatomy og rómantísku gamanmynd- inni Knocked Up. Ashton Kut- cher hefur leikið í mörgum rómantískum gamanmynd- um, nú síðast í myndinni Val- entine’s Day. Hann er einnig þekktur fyrir að vera giftur leikkonunni Demi Moore. Kutcher og Heigl saman á ný í Killers Breski leikarinn og sjarmörinn Jude Law hefur slegist í leik- arahóp nýjustu myndar Mart- ins Scorsese, Hugo Cabret. Law mun leika við hlið frægra manna á borð við Ben Kingsley, Ray Winstone og Sacha Baron Cohen í þessari mynd sem gerð er eftir samnefndri metsölubók frá höfund- inum Brian Zelsnick. Myndin fjallar í gróf- um dráttum um mun- aðarleysingja sem býr á lestarstöð og reynir að leysa gátuna um lát föður síns. Kvikmyndin er fyrsta þrívíddar- mynd Óskarsverð- launahafans Scor- sese og hófust tökur á henni í London í vik- unni. Áætluð frumsýn- ing myndarinnar er í desember 2011. Law með Scorsese ÞRÍVÍDDARMYND Í BÍGERÐ Jude Law mun leika í nýrri kvikmynd Óskars- verðlaunahafans Martins Scorsese sem verður frumsýnd á næsta ári. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY KILLERS Rómantísk gamanmynd sem er frumsýnd um helgina. Þá heldur sagan áfram. Hin geysivinsæla saga um ástalíf vampíranna. Þriðja myndin í seríunni, The Twilight Saga: Eclipse, var frumsýnd hér á landi í gær. Beðið hefur verið eftir myndinni með eftir- væntingu og eru íslenskir Twilight-aðdáendur þeir fyrstu í heiminum sem fá að líta þriðju myndina augum. Kristen Stewart og Robert Patti- son bregða sér enn á ný í hlutverk Bellu Swan og Edward Cullen, en þau hafa skotist upp á stjörnuhim- ininn eftir vinsældir fyrri mynd- anna tveggja. Í þessari mynd er að venju spilað á ást, rómantík, drama og spennu á meðan fylgst er með þríeykinu Bellu, Edward og varúlfinum Jacob, sem leikinn er af Taylor Lautner, kljást við vampírur og aðrar verur. Einn- ig stendur Bella frammi fyrir því ap þurfa að taka erfiða ákvörðun. Hún þarf að velja á milli þess að verða ódauðleg með vampírunni Edward eða dauðleg með Jacob. Önnur myndin í Twilight serí- unni, New Moon, sló aðsóknar- met þegar hún var frumsýnd í nóvember á síðasta ári í Banda- ríkjunum og er þess að vænta að þriðja myndin geri slíkt hið sama. Chigago Sun Times gefur þess- ari mynd helmingi lakari dóm en mynd númer tvö og gagnrýn- endur hjá Hollywood Reporter og Variety eru einnig jákvæðari gagnvart þessari mynd. Spurning hvort aðdáendur vampíruseríunn- ar séu jafn æstir í þetta sinn og hvort myndin Eclipse slái fleiri met en sú fyrri. Tvær myndir eru væntanlegar í viðbót upp úr fjórðu og síðustu bókinni og á að frumsýna þær árin 2011 og 2012. alfrun@frettabladid.is Robert Pattison topp- aði lista tímaritsins HEAT yfir kynþokka- fyllstu karla í heimi í ár. 1 Ástarþríhyrningur í þriðju Twilight Bella þarf að velja á milli ástarsambands við vampíruna Edward og vinskapar við varúlfinn Jacob í The Twilight Saga: Eclipse, þriðju myndinni í vampíruseríunni. Í raunveruleikanum hefur verið þrálátur orðrómur um ástarsamband Roberts Pattison, sem leikur Edward og Kristen Stewart, sem leikur Bellu, utan hvíta tjaldsins og hafa þau hvorki neitað eða staðfest sögusagnirnar. Þykja þau passa einstaklega vel saman og spekingar telja að svona blossi á hvíta tjaldinu geti ekki verið leikinn. Nú síðast við kynningar á nýju myndinni þóttu Stewart og Pattison láta vel hvort að öðru og döðruðu mikið á blaðamannafundi. ERU KRISTEN OG ROBERT PAR? Kristen Stewart komst í 6. sæti á lista tímarits- ins FHM yfir kynþokka- fyllstu konur árið 2010. 6 Leikarinn Leonardo DiCaprio mun bregða sér í hlutverk víkings í næstu mynd sinni sem leikstýrt er af Mel Gibson. Myndin hefur ekki enn fengið nafn en leikar- inn hefur þegar skrifað undir samning og viðurkennir að sig hafi ávallt langað að leika víking í kvikmynd. „Víkingar eru mestu ofbeldismenn sögunnar og ég held að þeim hafi aldrei verið gerð nógu góð skil í kvikmynd áður.“ Leikur víking LEONARDO DICAPRIO Leikur víking í næstu mynd Mels Gibson. Gamanmyndin Get Him to the Greek með Jonah Hill og Russell Brand í aðalhlutverkum er aðsókn- armesta kvikmynd Bretlands þessa stundina. Myndin halaði inn 1.569.556 pund um síðustu helgi og skaust þar fram úr Sex and The City 2 og Killers sem verma nú annað og þriðja sæti listans. Hill og Brand toppa listana HA? Hill og Brand virðast hissa. > ROBIN WILLIAMS Í BATMAN? Leikarinn góðkunni mun vera að sækjast eftir hlutverki í þriðju Batman-myndinni sem leikstjórinn Christopher Nolan er að leggja lokahönd á undir- búning að. Sækist hann eftir að leika The Riddler, vonda kallinn í myndinni, en viðurkennir að það sé erfitt að toppa frammi- stöðu Heaths Ledger sem Jókerinn í síðustu mynd. Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum • 6 Neskaupstaður 7 Egilsstaðir 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir • 10 Akureyri 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal 10 12 9 8 7 6 5 2 3 4 13 11 1 Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gistiverð frá 5.000 kr. á mann • Fimmta hver nótt frí BROSANDI ALLAN HRINGINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.