Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 72
56 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Móti sem átti að halda viku eftir að HM lýkur hefur verið frestað þar sem Wayne Rooney og Steven Gerrard fannst báðum óviðeigandi að taka þátt á þessum tímapunkti. Mótið heitir A:3K og þar áttu sex þekktir knattspyrnumenn að koma saman og keppa sín á milli í hinum ýmsu þrautum. „Við höfum fullan skilning á ákvörðun leikmannanna,“ sagði einn forráðamanna mótsins. Aðrir sem áttu að taka þátt voru David Villa, Didier Drogba, Cesc Fabregas og Cristiano Ronaldo. „Við hefðum getað skipt þeim út fyrir aðra leikmenn en ákváðum að gera það ekki þar sem við telj- um þetta vera sex bestu leikmenn heimsins.“ Áætlað er að mótið fari fram í júní á næsta ári. - esá Rooney og Gerrard: Drógu þátttöku í móti til baka TVEIR GÓÐIR Wayne Rooney og Steven Gerrard gekk illa á HM í Suður-Afríku eins og öðrum leikmönnum enska landsliðsins. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hollendingurinn Johan Cruyff, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, segist ekki tíma að borga sig inn á leiki með Brasilíu á HM í Suður-Afríku. „Ég myndi ekki borga til að sjá Brasilíu spila. Hvar er það brasilíska landslið sem við þekkjum allir? Það er horfið,“ sagði hann. „Ég man eftir leikmönnum eins og Gerson, Tostao, Falcao, Zico og Socrates. Nú sé ég bara menn eins og Gilberto, Melo, Bastos og Julio Baptista. Hvar eru brasilísku töfrarnir? Ég skil af hverju [landsliðsþjálfarinn] Dunga valdi suma leikmenn en það vantar skapandi leikmenn á miðjuna. Ég á ekki von á því að nokkur maður tími að borga sig inn á leiki Brasilíu,“ sagði Cruyff. Holland og Brasilíu mætast í fyrsta leik fjórðungsúrslitanna á HM á morgun. - esá Johan Cruyff um Brasilíu: Ekki pening- anna virði JOHAN CRUYFF Saknar töfranna í brasil- íska landsliðinu. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðustu leik- tíð, Bjarni Fritzson, mun flytja búferlum til Akureyrar í sumar. Hann mun á morgun skrifa undir eins árs samning við Akureyri handboltafélag sem hafði sam- band við hann strax eftir síðasta tímabil þegar Bjarni lék með FH. Hann hefur spilað 39 landsleiki. „Ég hef verið í sambandi við stjórnina alveg síðan þá og gamli þjálfarinn minn í fjórða flokki er einn þeirra sem höfðu hönd í bagga,“ sagði Bjarni við Frétta- blaðið í gær. Bjarni var einnig valinn í lið mótsins í N-1 deildinni og er kær- komin viðbót fyrir lið Akureyr- ar. Nokkrir leikmenn hafa horf- ið á braut, Jónatan Magnússon, Árni Þór Sigtryggsson og Andri Snær Stefánsson þar á meðal. Liðið spilaði oftar en ekki með rétthentan mann í hægra horn- inu á síðasta tímabili og er hinn örvhenti Bjarni því hvalreki á fjörur liðsins. „Ég flyt norður með alla fjöl- skylduna, það verður að taka þetta alla leið. Það heillar mig mjög mikið og ég hef alltaf haft áhuga á að búa utan höfuðborg- arsvæðisins. Þetta gerðist ekki á einum degi en var á endanum ekki erfið ákvörðun. Það er fínt að prófa þetta áður en strákur- inn minn byrjar í grunnskóla og svona,“ sagði Bjarni sem hafði úr fleiri tilboðum að velja. Nokkur lið úr N1-deildinni vildu fá Bjarna til sín sem og lið í Dan- mörku. „Á endanum var þetta bara val á milli FH og Akureyrar. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég valdi Akureyri og þetta verður skemmtileg tilbreyting. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, maður þroskast við að breyta um aðstæður,“ segir Bjarni. „Síðasti vetur í Reykjavík var mjög erfiður hjá mér, það var mikið að gera á öllum vígstöð- um. Ég var í krefjandi námi en ég tel að með þessum flutningi geti ég einfaldað lífsmunstrið og því sinnt þeim hlutum sem skipta mestu máli enn betur. Lífið verð- ur einfaldara og þægilegra og ég kem kannski frekar suður í frí,“ sagði Bjarni. Honum líst vel á liðið hjá Akur- eyri og ekki síst umgjörðina. „Hún er almennt talin best þarna ásamt umgjörðinni hjá FH. Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi í hverri umferð. Það eru ungir og sprækir strákar í lið- inu í bland við einhverja jaxla,“ sagði Bjarni. Atli Hilmarsson mun þjálfa liðið. Bjarna var einnig boðið að fara til Danmerkur. „Landslagið úti er ansi erfitt og samningarnir léleg- ir og óspennandi, í það minnsta fyrir mig. Ég er ekki að rífa mig frá því sem ég hef hérna heima fyrir einhverja hálf atvinnu- mennsku,“ sagði Bjarni. hjalti@frettabladid.is Var ekki erfið ákvörðun Bjarni Fritzson mun spila með Akureyri á næsta tímabili. Bjarni segir að hann muni geta einbeitt sér enn betur að handboltanum og náminu fyrir norðan. Hann valdi Akureyri fram yfir FH og óspennandi tilboð frá Danmörku. EINFALDARA OG ÞÆGILEGRA Bjarni hlakkar til að spila fyrir norðan þar sem hann segir að lífið verði bæði einfaldara og þægilegra en í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo tók tapinu ekki vel þegar portúgalska landsliðið féll úr leik á HM í Suður- Afríku eftir 1-0 tap fyrir Spáni í 16 liða úrslitunum í fyrrakvöld. Eins og svo oft áður kom mynda- tökumaður upp að Ronaldo eftir leik og fylgdi honum eftir. Í þetta sinn kærði sá portúgalski sig ekk- ert um athyglina og skipaði honum að fara. Þegar myndatökumaður- inn hunsaði þessi fyrirmæli hans gerði Ronaldo sér lítið fyrir og hrækti í átt til hans. Myndir af því fóru út um alla heimsbyggð. Eftir leikinn neitaði Ronaldo að ræða við fréttamenn og benti einungis á þjálfarann Carlos Queiroz. „Ég er niðurbrotinn og algerlega óhuggandi,“ var haft eftir honum á heimasíðu hans síðar um kvöldið. „Ég finn fyrir óendanlegri sorg.“ Hann neitaði því að hann hefði verið að gagnrýna Queir- oz með því að beina spurning- um fréttamanna til hans. „Ég var ekki í neinu ástandi til að svara spurningum en Carlos Queiroz var á blaðamanna- fundi. Því benti ég á hann. Ég veit að ég er fyrirliði landsliðs- ins og hef alltaf gegnt þeim skyldum sem því fylgja og mun gera það áfram.“ Portúgal fékk aðeins eitt mark á sig í keppninni en skor- aði að sama skapi aðeins í einum leik – í 7-0 sigri á Norð- ur-Kóreu. Liðið gerði markalaus jafn- tefli við Fílabeinsströndina og Brasilíu í riðlakeppninni og tap- aði svo fyrir Spáni 1-0. „Við þurfum að fá meira út úr sókninni,“ sagði varnarmað- urinn Ricardo Carvalho. „Við beittum bara skyndisóknum og það þurfti meira til að vinna leik eins og þennan. Við vörðumst vel en náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þó svo að við værum með marga frábæra leik- menn til þess.“ Ronaldo var einn aðalmaðurinn í sóknar- leik Portúgals og skor- aði eitt mark á mótinu. - esá Cristiano Ronaldo hrækti í átt að myndatökumanni eftir tapið gegn Spáni: Niðurbrotinn og óhuggandi RONALDO Þótti ekki standa undir væntingum í Suður- Afríku. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hefur ákveð- ið að setja knattspyrnulandslið landsins í tveggja ára keppn- isbann eftir afleitt gengi á HM í Suður-Afríku. Nígería varð í neðsta sæti B-riðils og hlaut aðeins eitt stig í keppninni. „Goodluck Jonathan forseti hefur ákveðið að draga landslið- ið úr öllum alþjóðlegum keppn- um næstu tvö árin svo hægt verði að koma hlutunum í skikkanlegt lag,“ sagði einn ráðgjafi forset- ans við fjölmiðla þar í landi. Knattspyrnusamband lands- ins mun hafa verið leyst upp og ný bráðabirgðastjórn skipuð. Víst þykir að Alþjóða knattspyrnu- sambandið, FIFA, muni eitthvað hafa að athuga við þetta enda ríkja strangar reglur sem banna afskipti stjórnvalda af knatt- spyrnumálum í aðildarlöndum sambandsins. - esá Forseti Nígeríu hundfúll: Setti landsliðið í bann í tvö ár FÓTBOLTI Klukkan 18 í kvöld fer leikur FH og KA í 8 liða úrslitum VISA-bikars karla fram. Leikur- inn var færður vegna þátttöku FH í Evrópukeppninni. FH vann Keflavík í síðustu umferð en KA, sem er í áttunda sæti 1. deildar- innar, vann Grindavík eftir víta- spyrnukeppni. - hþh VISA-bikar karla: FH tekur á móti KA í kvöld FÓTBOLTI Þór/KA vann KR 4-0 í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik, tvö frá Vesnu Smiljkovic, eitt frá Mateju Zver og eitt frá Elvu Friðjóns- dóttur. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti KR,“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, léttur á því spurður hvort leikurinn hefði ekki verið neitt mál fyrir stelpurnar hans. „Við byrjuðum mjög vel og skoruðum strax eftir nokkrar mínútur. Svo skoruðum við þrjú í röð og afgreiddum leikinn eiginlega,“ sagði Dragan sem var sérstaklega ánægður með sóknarleikinn en ekki alveg jafn ánægður með varnarleikinn. „Við gerðum nánast allt rétt í sókninni í fyrri hálfleiknum. Ég er ánægðastur með hvað við náðum að nýta styrkleika okkar vel. Við erum með fljóta framherja og við gáfum rétt- ar og góðar sendingar á þá í leiknum,“ sagði Dragan. „Við féllum svo aðeins til baka í seinni hálf- leiknum sem er kannski eðlilegt, það er erf- itt að sækja allan leikinn,“ sagði Dragan en liðið er nú einu stigi á eftir Blikum sem unnu Hauka 4-1 í gær og fjórum stigum á eftir Val sem vann Grindavík í gær 2-0 með tveimur mörkum Bjarkar Gunnarsdóttur. Þá vann Stjarnan 5-1 sigur á FH og Afturelding vann Fylki 2-1. „Valur og Breiðablik mætast í næstu umferð, við bíðum bara eftir okkar tækifæri. Við höld- um áfram að vinna í okkar leik og bíðum bara eftir mistökum hinna liðanna,“ sagði Dragan. Valur er í efsta sætinu með tuttugu stig eftir átta umferðir. Breiðalik kemur næst með sautj- án en Þór/KA er með sextán stig. Næst koma Stjarnan, KR og þá Grindavík. - hþh Valur og Breiðablik unnu bæði í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi líkt og Þór/KA sem heldur pressunni áfram: Við bíðum bara eftir mistökum hinna MARK Breiðablik skorar hér í gærkvöldi en það vann öruggan sigur á Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Roy Hodgson verður næsti knattspyrnustjóri Liver- pool. Að mati Massimo Moratti, forseta Inter sem Hodgson stýrði áður, er Hodgson fullkomin ráðn- ing fyrir Liverpool. Þegar Hodgson tók við Inter var allt í rjúkandi rúst hjá félag- inu, það var á botni deildarinn- ar og ýmis vandamál utan vallar spruttu upp. Hodgson stýrði lið- inu til Evrópusætis eftir að hann tók við á miðju tímabili og árið eftir til úrslitaleiksins í UEFA- keppninni og þriðja sætis í Serie- A deildinni. „Roy Hodgson er mikilvægur maður í sögu Inter. Hann bjarg- aði okkur á réttum tíma,“ sagði Moratti við The Mirror. „Þegar hann kom inn voru vandamál úti um allt. Þetta leit ekki vel út. Það kom ekkert fát á hann, hann var rólegur og hélt okkur rólegum,“ sagði Moratti en einmitt vegna vandamálanna utan vallar telja margir að Hodgson sé góð ráðn- ing fyrir Liverpool. Moratti hélt áfram. „Hann forðaði okkur frá stórslysi á mik- ilvægum tímapunkti. Allir hjá Inter minnast hans fyrir það.“ - hþh Massimo Moratti, forseti Inter: Roy fullkominn fyrir Liverpool ROY HODGSON Tekur við Liverpool í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.