Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 74
 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR58 Nú eru meistaramót klúbbanna fram undan og ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði sem keppendur skyldu hafa í huga. Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, ráðleggur kylfingum að hafa eftirfarandi í huga: 1. Ávallt mæta til leiks þegar þið hafið skráð ykkur til keppni annars geta keppendur lent í því að vera færri í ráshóp en aðrir á vellinum sem hefur mikla bið í för með sér. 2. Hjálpa meðspilurunum að leita og gera það með sama áhuga og væri þetta ykkar eigin bolti. 3. Vanda sig sem skrifarar, fylgjast með og fara vel yfir skorin og undirrita áður en skorkorti er skilað. 4. Kynna sér vel staðarreglurnar – þær geta verið mismunandi eftir völlum og breytast ört á þessum tíma, til dæmis varðandi hreyfingar og fleira. 5. Sýnið öðrum leikmönnum tillitsemi, standið kyrr og hafið hljótt meðan aðrir slá. Hollráð Hinna Hvað ber að hafa í huga í keppni? 17. jún Vipp eru auðveldari með sjö járni en fleygjárni Einar Gunnarsson PGA golfkennari Stykkishólmi golfogveidi@frettabladid.is Ólafur Þór Ágústsson er elsti starfandi golfvallar- fræðingur landsins. Hann segir íslenska golfvelli vera frambærilega en álagið á þeim sé gríðarlega mikið. „Mamma og pabbi voru á kafi í íþróttinni og ætli við bræðurnir höfum ekki verið viðloðandi íþrótt- ina að einhverju leyti síðan ég var níu ára,“ segir Ólafur Þór Ágústs- son, vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili. Ólafur Þór nam golfvallarfræði við Elmwood College, rétt fyrir utan St. Andrews i Skotlandi, árið 1994. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að nema þessi fræði. „Ég var allt- af að vinna á golfvellinum þegar ég var yngri og mér fannst hlutirn- ir ekki vera gerðir af nógu mikilli festu og kunnáttu. Mér fannst eins og það væri alltaf verið að reyna að finna upp hjólið,“ segir Ólafur Þór, sem ákvað að láta slag standa og skráði sig í skólann. Námið í Elmwood College tók þrjú ár, eitt ár í skólanum sjálfum en tvö ár í fjarnámi. „Svo fór ég að vinna í Þýskalandi eftir fyrsta árið og vann á golfvelli í Hameln í átta mánuði, ætli ég hafi því ekki unnið sem vallarstjóri í tæp fimmtán ár,“ segir Ólafur Þór. „Ég hef rosalega gaman af þessu starfi, það er alltaf eitthvað að ger- ast. Golfvöllur er lifandi hlutur þar sem allt þarf að standast tím- ans tönn og það þarf sífellt að laga og dytta að. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við starfið er að við getum ekki alltaf stjórnað náttúr- unni en ég reyni að undirbúa okkur fyrir komandi áföll.“ Um 1.350 meðlimir eru í Keili og eins og gefur að skilja fær Ólafur Þór oft að heyra að eitthvað megi betur fara á vellinum. „Það hafa allir sínar skoðanir á því hvernig eigi að gera hlutina. Það eru 1.350 skoðanir og jafn margir sérfræð- ingar,“ segir vallarstjórinn. Í upp- hafi hafi hann tekið það nærri sér þegar fólk var að kvarta eða koma með ábendingar en nú hafi hann bara gaman af því. „Það tók langan tíma að búa til skráp – það kallast víst reynsla í þessu.“ Golf nýtur æ meiri vinsælda hér á landi og þessa fáu mánuði sem hægt er að stunda íþróttina eru vellirnir þéttsetnir frá morgni til kvölds. „Það er svo sérkennilegt með golfið hér á landi að þó að það sé bara hægt að spila það fáa mán- uði á ári höfum við þó tækifæri til að spila miklu meira en fólk erlend- is á ársgrundvelli. Úti ferðu út á völl klukkan tvö eða þrjú á daginn til að ná átján holum en hér getur þú farið út seint um kvöld. Úti eru vellirnir heldur ekki í fimm mín- útna fjarlægð heldur þarftu stund- um að keyra langan veg til að kom- ast á völlinn,“ segir Ólafur Þór. „Íslenskir kylfingar spila meira golf en kylfingar í öðrum lönd- um. En þetta er stutt tímabil. Við reynum að halda völlunum góðum í fimm mánuði á ári og það er gífur- legt álag á þeim, eitthvað sem þekk- ist ekki í öðrum löndum. Álagið hér er með mesta móti.“ Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Ólafur nam golfvall- arfræðin í Skotlandi. Fyrir þremur árum höfðu um fjörutíu Íslendingar sótt einhverja golfvallarmenntun í Elmwood College. „Þetta hefur ýtt við okkur hinum, menn vinna meira saman nú og læra hver af öðrum. Við höfum verið að færa þetta upp á hærra plan og það er allt orðið betra, fræ, áburður og vélakost- ur. Það hefur margt breyst á þess- um fimmtán árum, fólk spilar mun meira golf og við höfum fleiri tæki og tól til að halda völlunum í góðu standi.“ Ólafur Þór segir að hér sé verið að rækta gras nánast við haust- aðstæður allt árið um kring. „Miðað við það erum við með ótrúlega góða velli. Golfvellirnir eru oftast komn- ir í frábært stand í byrjun júní. Það er sérstakur karakter í íslensku völlunum og það er töluvert frá- brugðið að spila hér en í Flórída eða á Spáni. Helstu einkenni íslensks golfs er veðrið, það er opið golf og lítið um tré. Við höfum strandvelli, sem eru harðir. Grastegundirnar og umhverfið gera vellina svona. Umhverfið og aðstæður hér á landi munu aldrei verða þannig að golf- vellirnir hér verði eins og á Spáni. Vellirnir okkar eru hins vegar sam- bærilegir við það sem gerist í Norð- ur-Skotlandi.“ kristjan@frettabladid.is Gríðarlegt álag á völlunum Ólafur Þór á ekki langt að sækja golfáhugann. Foreldrar hans léku golf þegar hann var að alast upp. Faðir hans, Ágúst Húbertsson, er framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis og bróðir hans, Húbert, er vallarstjóri hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Þrátt fyrir að bræðurnir séu að vinna á völlum sem eru nánast hlið við hlið er að sögn Ólafs ekki mikill rígur á milli þeirra. „Húbert er að gera gífur- lega góða hluti í Vogum og völlur- inn þar hefur tekið stakkaskiptum. Hann hefur rifið þetta upp þannig að eftir er tekið. Hann hlýtur að fá eitthvað stærra að gera,“ segir Ólafur. „Við erum báðir á kafi í vinnu og höfum ekki tíma til að skjóta hver á annan. Það er ótrú- legt en satt en þegar við hittumst í matarboðum imprum við aðeins á þessu en samt frekar lítið.” Spurður hver þeirra feðga sé best- ur í golfi stendur ekki á svarinu: „Þeir eru langt á eftir mér í því. Það er það sem ég get sagt. Ég er margfalt betri en þeir í golfi.“ Margfalt betri í golfi FEÐGAR Í GOLFI Ólafur Þór Ágústsson, Ágúst Húbertsson og Húbert Ágústsson. Golfið á hug þeirra allra. Ólafur segist vera margfalt betri en bróðir hans og faðir í golfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Kili og Anna Jódís Sigurbergsdótt- ir úr Golfklúbbnum Keili settu bæði vallarmet á Bárarvelli og Víkurvelli á 36 holu móti Arion- banka sem haldið var um síðustu helgi. Magnús lék Bárarvöll á 69 höggum eða þremur undir pari, af gulum teigum og Víkurvöll á 70 höggum, eða tveimur undir pari. Anna Jódís lék Víkurvöll á 83 höggum af rauðum teigum og Báruvöll á 81 höggi. - kh Magnús og Anna Jódís: Settu vallarmet á tveimur völlum MAGNÚS LÁRUSSON „Hálsinn er gríðarlega vanmetið hryggsvæði þegar kemur að því að hafa nægilegan hreyfanleika fyrir golfsveifluna. Til að undirstrika mikilvægi þess að hafa nægan hreyfanleika í hálsinum, ímyndaðu þér hvernig væri að spila golf með hálsríg. Algeng mistök iðkenda með skertan hreyfanleika í hálsi er til dæmis, styttri sveifla, að missa stöðuna auðveldlega, og óstöðugt höfuð yfir boltanum. Þess vegna er algengt að sjá hliðarhreyfingar og oft aðeins á efri hluta líkamans. Við eigum að geta snúið höfðinu í 90 gráður til hægri og vinstri, það er að geta horft yfir skyrtu saumana á öxlum og jafnt báðum megin. Ef þetta er vont eða ómögu- legt, þá ert þú með skerta hreyfigetu í hálsinum.“ G O LF & H EI LS A Þegar kylfingur er kominn að flötinni kemur oft að því að vippa. Kylfingar þurfa að vippa þegar þeim finnst þeir ekki geta púttað vegna of þykks eða óslétts grass á milli boltans og flatarinnar. Margir kylfingar vippa alltaf með sömu kylfunni en betra er að huga svolítið að aðstæðum áður en kylfa er valin til að vippa með. Að vippa með 7 járni er auðveldari framkvæmd en að vippa með fleygjárni. Góð regla í vippum er að láta boltann fljúga lágt, einn til tvo metra inn á flötina og rúlla honum að holunni. Ef þessi regla er viðhöfð skiptir máli hve langt inni á flötinni holan er miðað við vippið sem verið er að framkvæma. Ef stutt er í holuna er æskilegt að nota fleygjárn en ef holan er langt inni á flötinni væri betra að nota til dæmis 7 járn. Gott er að finna sér þrjár kylfur til að vippa með t.d. 7 járn, 9 járn og fleygjárn; æfa vippin vel með þeim og velja svo kylfu allt eftir aðstæðum þegar á völlinn er komið. EI N FA LT M EÐ E IN A R I Hversu mikil áhrif hefur skert hreyfigeta í hálsi á golfsveifluna? Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum jafnt sem íþróttameiðslum. Eimskipsmótaröðin 2010 Karlaflokkur 1 Hlynur Geir Hjartarson GK 3129.38 2 Kristján Þór Einarsson GKJ 2655.00 3 Sigmundur Einar Másson GKG 2431.88 4 Arnar Snær Hákonarson GR 2259.38 5 Axel Bóasson GK 2182.50 6 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 2081.25 7 Sigurþór Jónsson GK 1800.00 8 Tryggvi Pétursson GR 1790.62 9 Ólafur Björn Loftsson NK 1779.38 10 Björgvin Sigurbergsson GK 1500.00 Kvennaflokkur 1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 4132.50 2 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR 2685.00 3 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 2362.50 4 Tinna Jóhannsdóttir GK 2362.50 5 Signý Arnórsdóttir GK 2062.50 6 Þórdís Geirsdóttir GK 1818.75 7 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 1702.50 8 Ingunn Einarsdóttir GKG 1665.00 9 Berglind Björnsdóttir GR 1612.50 10 Jódís Bóasdóttir GK 1425.00 golfklúbbar eru starfræktir undir merkjum Golfsambands Íslands. Flestir eru þeir á Suðurlandi eða sextán. Á höfuðborgarsvæðinu eru þeir níu. 73 14 kylfur mega vera í pokanum þegar spilaður er 18 holu hring-ur. Séu þær fleiri er dæmt víti á kylfinginn. Fyrir kylfu sem skemmist við eðlilegan leik má setja inn varakylfu. Þetta á þó ekki við ef kylfa er brotin í bræðiskasti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.