Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 78
62 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. faðmlag, 6. fíngerð líkamshár, 8. erlendis, 9. atvikast, 11. skóli, 12. sjúga, 14. sáldur, 16. tveir eins, 17. frostskemmd, 18. eyrir, 20. guð, 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. fyrst fædd, 3. núna, 4. greftrunar, 5. arr, 7. galli, 10. skammstöfun, 13. verkur, 15. rekald, 16. ósigur, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. knús, 6. ló, 8. úti, 9. ske, 11. fg, 12. totta, 14. svarf, 16. tt, 17. kal, 18. aur, 20. ra, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. elst, 3. nú, 4. útfarar, 5. sig, 7. ókostur, 10. etv, 13. tak, 15. flak, 16. tap, 19. ró. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 4. maí 2011. 2 Ólöf Jara Skagfjörð. 3 David Villa. Leikritið Sellófan, eftir Björk Jakobsdóttur, var frumsýnt í Iðnó á fimmtudaginn var og vakti ungur aldur tæknimanna sýningarinnar nokkra athygli sýningargesta. Frændurnir Ásgrímur Gunn- arsson og Auðunn Lúthersson sjá um hljóð- og tæknivinnu fyrir sýn- inguna en þeir eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir hafa þó ekki langt að sækja hæfileik- ana því auk þess að hafa verið viðriðnir leikhúsheiminn um hríð er Ásgrímur sonur leikkonunnar Bjarkar Jakobsdóttur og leikar- ans Gunnars Helgasonar. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við lentum reyndar í smá óhappi á frumsýningunni þegar leikkonan gleymdi nokkrum línum sem gerði okkur mjög stressaða. Við náðum þó að redda okkur með því að vera fljótir að hugsa,“ segir Ásgrímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar taka að sér tæknivinnu sem þessa. „Þetta er alveg ótrúlega spenn- andi starf og það er alltaf gaman að fá að vinna í leikhúsi og fylgj- ast með leikurum að starfi. Við erum báðir með brennandi áhuga á leiklist og það er frábært að fá að skyggnast svolítið á bak við tjöldin. Þetta er mikil ábyrgð en við erum tveir saman í þessu sem gerir þetta auðveldara,“ útskýrir Auðunn. Á veturna stunda frændurnir nám við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík en í sumar starfa þeir báðir við Götu- leikhúsið. Aðspurðir segjast þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á leiklist. „Maður fær góða útrás fyrir þessari athyglissýki hér í Götuleikhúsinu og við stefnum báðir að því að fara í leiklistar- nám í framtíðinni,“ segir Auðunn að lokum. - sm Yngstu leikhústæknimenn landsins HRESSIR FRÆNDUR Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir starfa sem hljóð- og tæknimenn við sýninguna Sellófan sem sýnt er í Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hilmar Tryggvi Finnsson var ein- ungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafn- ið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eigin- lega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug,“ segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið mikl- ar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu.“ Hilmar er í hljómsveitinni Port- erhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision- lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistar- sýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin,“ segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikn- ingi beint til Mænuskaðastofnun- ar og plata sveitarinnar með lag- inu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa SAMDI LAG TIL AFA Hilmar Tryggvi Finns- son samdi lag til afa síns sem lamaðist frá hálsi og niður. GOTT Á GRILLIÐ „Það er nú bara íslenskt lamba- kjöt. Einfalt og gott!“ Jón Hjalti Ásmundsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Frumherja. „Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann frumflytur plötu sína … and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The tónleikahöllinni Bridgew- ater Hall í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleik- ari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska rík- isjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljóm- sveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöld- um í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýt- ið verk fyrir strengjasveit. Er eig- inlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það,“ segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð róleg- ur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraun- verulegt að heyra þetta færa tónlist- arfólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt,“ segir Ólafur en hann end- urútsetti plötuna fyrir heila sinfón- íuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin“ í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníu- hljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir.“ alfrun@frettabladid.is ÓLAFUR ARNALDS: KEMUR FRAM Í BRIDGEWATER HALL MEÐ SINFÓNÍU Deilir sviði með Johnny Greenwood úr Radiohead Tónlistarstjórinn André de Ridder fékk Ólaf til að koma fram á tónleikunum eftir að hann hreifst af tónleikum hans í Berlín fyrir tveimur árum. De Ridder er frægur fyrir að blanda saman klassískri tónlist og poppi, en hann hefur séð um að útsetja tónlist fyrir hljómsveitir á borð við Blur, Gorillaz og Radiohead og er mjög virtur í þessum geira. Johnny Greenwood er einn af stofnmeðlimum Radiohead og heilinn á bak við stóran hluta hljóðheims hljómsveitarinnar. ANDRÉ DE RIDDER BAUÐ ÓLAFI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Tónlistargúrúið Dr. Gunni vinnur nú að nýju borð- spili sem er byggt á Popppunktsþáttun- um. Slíkt spil kom út fyrir nokkrum árum og er ófáanlegt í dag. Talsvert dýrara er að láta framleiða borðspil í dag, en bjöllur og annað sérsmíðað glingur þarf að kaupa utan að með sorglega veikri krónu. Sama króna hjálpaði reyndar til þegar síðasta spil kom út, enda steraþrútin og hress eftir því. Aðdáendur tónlist- arspila ættu þó ekki að þurfa að örvænta þar sem neytendavitund Gunna er til staðar og rúmlega það þannig að hann okrar væntanlega ekki á kaupendum … Talandi um Popppunkt þá nýtur spurninga- þátturinn alltaf jafn mikilla vinsælda, en hann er sýndur í Sjón- varpinu um þessar mundir. Útgáfa tvö af Gunna og Felix stendur í stykkinu og þátturinn vinsælasta sjónvarpsefni lands- ins. Reyndar fyrir utan útsendingar frá fótboltamóti sem fer fram í Suður-Afríku um þessar mundir og einokar nánast lista Capacent yfir vinsælustu dagskrárliði Sjónvarps- ins. Aðeins Popppunkti og Taggart tekst að narta í hæla takkaskóna. Tónleikarnir á vegum Inspired by Iceland-átaksins hafa verið færðir í Hljómskálagarðinn vegna slæmr- ar veðurspár að Hamragörðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum þá kemur Óskarsverð- launahafinn Glen Hansard fram á tónleikunum, en hann er búinn að vera á landinu í nokkra daga. Hann hefur ekki setið með hendur í skauti heldur sást syngja og leika á gítar á Lauga- veginum á mánudags- kvöld. Nokkur hópur fylgdist með Hansard, en engum sögum fer af því hversu mikið hann þénaði. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.