Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 4
4 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR Umhverfis landið Hitamet í júní STYKKISHÓLMUR Meðalhiti í Stykkishólmi í nýliðnum júnímánuði var 10,8 gráður. Frá upphafi veðurathugana þar hefur meðalhiti aldrei mælst hærri. Frá þessu greinir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á síðu sinni og segir um stórtíðindi í veðurfarssögu landsins að ræða. Í bænum hafi nefnilega verið mældur hiti samfellt lengur en annars staðar á landinu, eða frá 1845. Einar segir langt um liðið síðan upphaf sumars hafi verið markað kuldum. Aurskriða féll DJÚPIVOGUR Aurskriða féll úr Stóru- skriðugili á Búlandsdal aðfaranótt föstudags. Mikil rigning og hvassviðri var á svæðinu. Skriðan féll meðal annars á vatnsból Djúpa- vogs, sem fylltist af framburði. Vegna þessa var vatnslaust á Djúpavogi fyrrihluta dags í gær. Leiðsla var tengd framhjá vatnsbólinu til að hægt væri að flytja vatn í bæinn til brýnustu nauðsynja. Unnið var að lagfæring- um í allan gærdag. Þrátt fyrir vatnsskortinn gekk lífið sinn vanagang, og á leikskóla bæjarins var útvegað flöskuvatn til að börnin gætu drukkið og hægt væri að elda fyrir þau hádegismat. Skoða möguleikann á öpum í Eden HVERAGERÐI Forsvarsmenn Edens í Hveragerði vilja flytja inn þrjá apa frá Þýska- landi til að hafa í Eden. Þeir sendu bæjarráði bréf vegna þessa og óskuðu eftir stuðningi bæjarfélagsins. Bæjar- ráðið ákvað á fundi sínum á fimmtudag að fela bæjarstjóranum að ræða frekari útfærslur á hugmyndinni við forsvarsmenn Eden. Lýsti ráðið yfir ánægju sinni með metnaðarfull áform sem geti styrkt ferða- þjónustu í bænum. Greinilega sé verið að horfa aftur til tíma sunnudagsbíltúra, þegar aparnir í Michelsen hafi verið þjóðþekktir. Ósáttir við óbreytt- an þjóðveg 1 AKUREYRI Tillögur að aðalskipulagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar gera ekki ráð fyrir því að leggja megi nýjan veg um svonefnda Svínavatns- leið í Austur-Húnavatnssýslu. Vegurinn myndi stytta leiðina milli Norðaust- urlands og vesturhluta landsins um tæpa fjórtán kílómetra. Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að styttingin sé ekki í aðalskipulaginu. Um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir bæjarbúa á Akureyri sem fari þarna um. Stytting myndi stuðla að auknu öryggi, minni eldsneytiseyðslu og mengun, lægri flutningskostnaði og þannig aukinni samkeppnishæfni landshlutans. Lundaveiðitímabilið stytt mikið VESTMANNAEYJAR Lundaveiðitímabilið í Vestmannaeyjum hefur verið stytt úr 55 dögum í fimm daga. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Er þetta gert vegna bágrar stöðu lundastofnsins, þó að bæjarstjórnin segi einsýnt að veiðar hafi lítil áhrif á viðkomu stofnsins. Leita þurfi annars staðar að skýringum á málinu, en þó sé rétt að takmarka veiðarnar með þessum hætti. Leyfilegt verður að stunda lundaveiði frá 24. júlí til 28. júlí. Vegir fjármagnaðir með skuldabréfum ÍSAFJÖRÐUR Lagt hefur verið til við Alþingi að uppbyggingu Vestfjarða- vegar frá Bjarkalundi að Þingeyri verði lokið á næstu fimm árum og að heimilt verði að afla fjár til að kosta framkvæmd- irnar með útgáfu skulda- bréfa. Það er aðgerðahópurinn Áfram vestur sem hefur lagt þetta til. Hópurinn vonast til þess að lífeyrissjóðir og aðrir fáist til að kaupa skuldabréf og peningarnir verði notaðir til að klára vegarkaflann. Ríki og sveitarfélög ábyrgist svo endurgreiðslur og greiði eftir að fram- kvæmdum lýkur. Tilgangurinn er sá að gera Vestfirðinga jafnsetta öðrum landshlutum í samgöngum. 120 115 110 105 100 120,2 (jan. ‘08) 116,2 103,9 apr. ‘06 maí. ‘10 Þróun kaupmáttar Vitlaust graf birtist með fréttaskýringu um kaupmáttarþróun á Íslandi undan- farin misseri, á blaðsíðu tólf í gær. Með fréttaskýringunni átti að vera graf yfir þróun vísitölu kaupmáttar frá apríl 2006 til dagsins í dag eins og tímaásinn á grafinu gaf til kynna. Fyrir mistök var hins vegar birt graf yfir þróun vísitölunnar frá janúar 2000 til dagsins í dag. Grafið eins og það átti að vera er hér fyrir neðan. LEIÐRÉTT LÖGREGLUMÁL Litháísku konurnar tvær sem fluttu 20 lítra af amf- etamínbasa til landsins með Norrænu 17. júní hafa verið úrskurðaðar í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Eldri konan, sem er um fer- tugt, þarf að sitja í varðhaldi til 16. júlí, en sú yngri, sem er rúmlega þrítug, til 9. júlí. Báðar hyggjast kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Framkvæmdar hafa verið hús- leitir í Þýskalandi í vikunni vegna málsins og miðar rannsókninni Húsleitir í Þýskalandi í vikunni vegna rannsóknar á stórfelldu amfetamínsmygli: Áfram í varðhaldi vegna amfetamíns Amfetamínbasi eins og sá sem reynt var að smygla hingað getur verið mjög missterkur, að sögn Jakobs Kristinssonar prófessors í eiturefnafræði við Háskóla Íslands. Þessi vökvi var nokkuð sterkur. „Það er frekar óvenjulegt að þetta komi í vökvaformi en það hefur færst í vöxt,“ segir Jakob. „Það þýðir að það á eftir að breyta því í þetta venjulega duftform sem við þekkjum.“ - þeb Hefur færst í vöxt SVÍÞJÓÐ Þjófar hafa komist inn í hús eldra fólks í Lundi í Svíþjóð með því að segjast vera að rann- saka hvernig eldgosið á Íslandi hefur áhrif á eldra fólk. 85 ára gömul kona hleypti tveimur konum inn til sín á mið- vikudag og er talið þriðji þjóf- urinn hafi komið inn á meðan konurnar voru í eldhúsi hússins, en skartgripum fyrir 50 til 70 þúsund sænskar krónur var stolið. Eldra par lenti í því sama á þriðjudag. Manninn grunaði þó að ekki væri allt með felldu og fór því ekki inn í eldhús með þeim. Konurnar reyndu að fá hann þangað en hann neitaði. Þær fóru þá. - þeb Þjófar blekkja eldri borgara: Eldgos yfirvarp rána í Svíþjóð VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 33° 34° 27° 36° 29° 26° 26° 23° 24° 25° 31° 32° 24° 25° 21° 23° Á MORGUN Víða 3-8 m/s. MÁNUDAGUR Hæg norðlæg eða breytileg átt. 10 14 13 12 15 12 14 16 10 14 16 4 5 5 11 7 7 8 7 6 3 6 SÍÐDEGISSKÚRIR 16 16 1210 14 11 15 14 12 14 SKIN OG SKÚRIR Það verður yfi rleitt fremur hæg norð- austlæg átt í dag en sums staðar strekkingur NV-til og við SA-strönd- ina. Væta austan til en á morgun verð- ur hún að mestu bundin við Norður- land. Útlit fyrir skin og skúrir suðvest- anlands í dag og á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður vel, að sögn lögreglu. Talið er að konurnar hafi verið gerðar út af erlendum glæpahring. - sh VIÐSKIPTI Kaupum Magma Energy á nær öllu hlutafé HS Orku lýkur í enda mánaðar. Engar breyting- ar hafa orðið á samningum frá því tilkynnt var um kaupin um miðj- an maí, að sögn Ásgeirs Margeirs- sonar, forstjóra Magma Energy. „Málið er eins og lagt var upp með. Við erum að vinna í að klára viðskiptin,“ segir hann. Magma Energy átti 46,18 pró- senta hlut í HS Orku áður en til- kynnt var að félagið hafi samið um kaup á hlut Geysis Green Energy fyrir 12,8 milljarða króna. - jab Sölunni á HS Orku að ljúka: Engar breyting- ar á samningi MEÐ AMFETAMÍNBASANN Lögreglan fann metmagn í vikunni.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 02.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,4388 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,04 125,64 190,03 190,95 156,38 157,26 20,989 21,111 19,368 19,482 16,35 16,446 1,4262 1,4346 186,47 187,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Gefðu boltann! 1.500 króna sending til þurfandi í Afríku Reikningsnúmer söfnunarinnar 301-13-304799 Keyptu taubolta og styrktu munaðarlaus börn í Afríku Salan hófst 26. júní í öllum helstu verslunarkjörnum soleyogfelagar.is Um helgina verðum við í Kringlunni & Smáralind og helstu verslunarkjörnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.