Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 8
8 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR 1 Hvaða gripur rataði heim í hús Davíðs Stefánssonar í vikunni? 2 Hver var fyrsta íslenska fyrirsætan til að prýða forsíðu Playboy? 3 Hver voru lokaúrslit leiks KR og n-írska liðsins Glentoran? SVÖR Á SÍÐU 50 Rockwood Premier 2317G 12 fet. Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet. Verð: 2.998.000kr Verð: 2.798.000krVerð: 2.698.000kr Rockwood Premier 1904 10 fet. Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum Opnunartími: Mán - Föst. kl: 10-18 Laug - Sun. kl: 12-16 • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600 • utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir Íslenskar aðstæður Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður. Leiksýning í Borgarnesi á sunnudaginn kl 14:00 Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir innflutning á rúm- lega 1,5 kílóum af kókaíni. Tveir mannanna eru auk fíkniefnabrots- ins ákærðir fyrir peningaþvætti í tengslum við sölu á fíkniefnum. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um og staðið að innflutningi í tveimur ferðatösk- um með efnunum frá Alicante á Spáni til Keflavíkurflugvallar þann 10. apríl 2010. Málið var sent síðastliðinn fimmtudag til embættis ríkissaksóknara. Fjórir mannanna sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Það rennur út yfir þremur þeirra á morgun. „Samkvæmt ákvæðum saka- málalaga verður að gefa út ákæru í málinu fyrir þann tíma eigi að vera unnt að fá gæsluvarðhald þeirra framlengt,“ segir Val- týr Sigurðsson ríkissaksóknari. „Ekki er heimilt að úrskurða sak- borning til að sæta gæsluvarð- haldi lengur en í þrjá mánuði nema ákæra sé gefin út. Ríkissak- sóknari hafði því aðeins tæpa þrjá virka daga til að gefa út ákæru í málinu.“ Valtýr segir útgáfu ákærunnar í gær hafa staðið tæpt enda „bagalegt þegar svona stórt mál kemur með stuttum fyrirvara og allir starfsmenn með fullskipaða dagskrá,“ eins og hann kemst að orði. Þannig láti nærri að um 350 mál berist embættinu á mánuði þar sem taka þarf ákvörðun eða skoða nánar innan mánaðar. Áður hafði ríkissaksóknari ákært tvo karlmenn og tvær konur fyrir smygl á tæpum 1.8 kílóum af kókaíni, einnig frá Alicante. - jss INNAN HLIÐS Gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sakborningum sem sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni rennur út á morgun. Gefa varð út ákæru fyrir þann tíma til þess að ekki yrði að sleppa þeim. Fimm menn voru í gær ákærðir fyrir smygl á kókaíni og tveir fyrir peningaþvætti að auki: Ákærðir fyrir kókaínsmygl og þvætti Meðalaldur íslensku þjóðarinnar A ld ur 40 35 30 25 20 0 19 00 19 50 19 60 19 70 19 80 19 90 2000 2010 K ar la r 28,1 30 K on ur K ar la r K on ur 29,3 29,8 31,5 33 32,3 33,7 35,8 37 Heimild: Hagstofa Íslands EFNAHAGSMÁL Mannfjöldaspár Sam- taka atvinnulífsins (SA) greina frá því að hlutfall Íslendinga yfir 65 ára aldri muni meira en tvöfaldast á næstu 40 árum, að því er kemur fram í riti SA um umbætur í opin- berum fjármálum. Hlutfall fólks á vinnualdri, sem er á aldursbilinu 20 til 65 ára, er nú sex á vinnualdri fyrir hvern einn eldri en 65 ára. Gangi spár Hagstofunnar eftir mun hlutfallið falla niður í tvo, hafa lækkað um meira en helming, árið 2050. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, leggur til að brugðist verði við lengri meðal- ævi með því að hækka lífeyris- aldur til að sporna við skerðingu lífeyris eða hækkun iðngjalda. Hann segir að eldra fólki muni fjölga hlutfallslega mikið á kom- andi árum og vinnandi fólki muni á sama tíma fækka. „Hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 68 ár hjá almennum líf- eyrissjóðum og Tryggingastofn- un og að hækka jafnframt þennan aldur hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna úr 65 í 68 ár myndi koma í veg fyrir skerðingu,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er eitthvað sem þarf virkilega að taka á þegar til framtíðarinnar er horft. Og fram- tíðin kemur innan skamms.“ Gylfi Zoëga, hagfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir mun meira Vilja hækka lífeyrisaldur Mannfjöldaspár segja að hlutfall lífeyrisþega muni tvöfaldast á komandi árum. Samtök atvinnulífsins vilja hækka eftirlaunaaldur í samræmi við það. Hagfræðingur segir hækkun geta haft neikvæð áhrif á hagvöxt. máli skipta að horfa á hagvöxtinn í landinu, ekki hversu margir séu á vinnumarkaði hverju sinni. „Mestu skiptir að skapa umhverfi sem fyrirtæki geta dafn- að í og menntakerfi sem býr nem- endur undir störf í þessum fyr- irtækjum, ekki einblína á fjölda þeirra sem eru á vinnumarkaði,“ segir Gylfi. „Hækkun eftirlauna- aldurs getur haft þau áhrif að sparnaður almennings dragist saman vegna þess að ekki er þörf á sama lífeyri og áður. Þetta hefði neikvæð áhrif á fjárfestingu og hagvöxt sem gæti vegið upp á móti áhrifum aukinnar vinnumarkaðs- þátttöku eldri borgara.“ Gylfi segir eldri borgara á Íslandi nú þegar vinna þarft og mikið verk sem sé að taka þátt í umönnun og uppeldi barnabarna sem geri mikla atvinnuþátttöku barnafólks mögulega. Það sé alls ekki víst að þjóðfélagið væri betur sett ef eldri borgarar væru þess í stað í vinnu, kannski við það að sinna sama verkefni. „Það er samt ekkert sem mælir á móti því að þeir sem vilja vinna eftir sjötugt geri það,“ segir Gylfi. sunna@frettabladid.is Meðalaldur er meðaltal af aldri einstaklinga innan tiltekinna hópa (landa, landshluta, starfsgreina). Aldurstölur eru lagðar saman og deilt í útkomuna með fjölda einstaklinga. Um meðalaldur Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), segir lífeyriskerfið hér á landi ekki vera eins háð hlutfalli fólks á vinnualdri eins og hjá öðrum Evrópuþjóðum, þar sem Ísland sé að hluta til með sjóðasöfnunarkerfi. „Hér stendur hver undir sínum lífeyri sjálfur og það kemur okkur til góða,“ segir Henný. „Þó er þetta að hluta til þannig að við sem erum að borga skatta í dag erum að borga lífeyrisþegum þeirra framfærslueyri. Nú eru stærri kynslóðir að fara á lífeyri heldur en koma á vinnumark- aðinn, sem þýðir að það eru færri að standa undir lífeyrinum.“ Henný segir Ísland þó vera betur sett heldur en þær Evrópuþjóðir þar sem barneignatíðni er lægri, en þó séu þar mun minni kynslóðir að fara á vinnumarkaðinn heldur en áður. Ísland vel sett 107 tilboð frá 44 þjóðum hafa borist um aðstoð vegna olíulekans í Mexíkó- flóa samkvæmt landhelgisgæslu Bandaríkjanna. Olíufélagið BP og bandaríska ríkisstjórnin eru vænd um aðgerðaleysi í málinu en 2000 bátar muni vera komnir á staðinn. Þeir geti hins vegar ekki aðhafst fyrr en þau fái heimild frá yfirvöldum. MEXIKÓFLÓI Sjálfboðaliðar hunsaðir VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.