Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 30
4 fjölskyldan að kenna smáfólkinu hnútana og að græja upp stangirnar,“ segir Sæmundur sem smitaðist af veiði- bakteríunni þegar hann kynntist fluguveiði fyrir fimmtán árum, en í æsku fór hann fremur áhugalaus til veiða með föður sínum. „Það kom ekki fyrr en með aukn- um þroska að ég fór að kunna að meta veiðiskapinn, en þar spilar þolinmæði líka stórt hlutverk. Ég hafði ekki eirð í mér til að hanga yfir flotholti, en í fluguveiði hefur maður meira fyrir veiðinni sem krefst meiri nákvæmni og verður fínlegri þegar kastað er á mismun- andi staði, lesið í strauminn, skipt um flugur og taumurinn þyngdur eða léttur,“ segir Sæmundur sem styrkir enn feðgaböndin með því að fara til veiða með föður sínum yfir sumartímann. „Miðað við lítið úthald mitt í veiðiskap æskunnar hreinlega dáist ég að úthaldi barnanna okkar Moniku við veiðar. Þau eru að allan tímann og rétt taka sér pásu til að leika sér smástund, en það dugar skammt því fiskurinn kallar, sem þau svo setja í bala og skíra krútt- legum nöfnum,“ segir Sæmundur um aflann sem er mikill í Djúpa- vatni og fjölskyldan snæðir með bestu lyst að veiðidegi loknum. „Það er einfaldlega dásamlegt fyrir fjölskyldur að eiga stundir saman þar sem ekkert er símasam- band og enginn til að trufla tím- ann. Við Djúpavatn er afar friðsælt og fagurt, og paradís fyrir börn- in, aðgrunnt og fullt af litlum titt- um sem þau geta dregið inn sjálf og engin vonbrigði vís þar sem allt snýst um að fá hann.“ - þlg FRAMHALD AF FORSÍÐU Sæmundur og fjölskylda að veiðum í Djúpavatni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veiðifélag fyrir alla í fjölskyldunni • Stangveiðifélag Hafnarfjarðar hefur umsjá með þremur vötnum sem öll eru tilvalin til veiða fyrir fjölskyldufólk. • Hlíðarvatn í Selvogi er eitt gjöfulasta bleikjuveiðisvæði landsins og þar eru einhver veiðileyfi enn laus í sumar. • Djúpavatn á Reykjanesi er sannkölluð fjölskylduparadís þar sem leyfishafi fær hús og vatnið út af fyrir sig. Þar er dásamlegt að vera með börn; aðgrunn sandfjara er við húsið og góð veiðivon. Enn eru nokkrir dagar lausir í september. • Í Kleifarvatni í landi Krýsuvíkur hefur verið góð veiði síðastliðin ár, en þar ræktar félagið upp fiski- stofna. Þar geta veiðimenn átt von á því að setja í þann stóra, og á hverju sumri hafa fengist þar fiskar á bilinu 12 til 17 pund. • Veiðileyfi eru seld á www.leyfi.is, þar sem hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um veiði- svæðin. Í Kleifarvatn er einnig hægt að kaupa leyfi á þjónustustöð N1 við Lækjargötu í Hafnar- firði. Þeir sem ganga í félagið og sækja um veiðileyfi fá forgang og enn betra verð. SVH heldur uppi öflugu félagsstarfi fyrir veiðimenn á veturna og starfrækir einnig unglingastarf, krökkum að kostnaðarlausu, þar sem kennt er að hnýta flugur og fleira sem tilheyrir veiðiskap. Heimasíða er www.svh.is. Flugveiðiskóli barn- anna Fluguveiðiskóli fyrir börn og unglinga hefur verið settur á fót í gamla Elliða- vatnsbænum. Þar verða fluguveiðinámskeið haldin nú í júlí, þar sem farið verður yfir fluguköst, fluguhnýtingar, öryggi í veiði, búnað, atferli fiska, meðhöndlun og eldun afla. Námskeiðin eru ýmist þriggja eða fimm daga, og eru fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 til 17 ára. Næstu námskeið eru 14. til 16. júlí. Nánari upplýsing- ar á www.veidiheimur.is. VÖRN Sólhattur eða derhúfa ætti að sitja á hverjum kolli þegar sólin skín glatt. Börn eru oft þunnhærð svo sólin á greiða leið að hársverðinum og þau geta einnig brunnið þar sem hárinu er skipt. Ungbörn ætti að verja fyrir beinu sólarljósi og ávallt skal bera sterka sólarvörn á stálpaðri krakka. Syntu í Skagafirði 25m. laug, heitir pottar, gufa, infrarauður saunaklefi Sími: 453-5226 25m. laug, heitur pottur, rennibraut, barnalaug 26 km. frá Sauðárkróki Sími: 453-8824 16 m. laug, heitur pottur 37 km. frá Sauðárkróki, 12 km. frá Varmahlíð 16m. laug, heitur pottur og gufubað 31 km. frá Sauðárkróki 17m. x 8m. laug 25 km. frá Hofsósi 25 m laug Heitur pottur 38 km. frá Sauðárkróki, Eitt fallegasta útsýni landsins Sími: 455-6070 Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna á visitskagafjordur.is NÝ PR EN T veiðiferð er góð skemmtun..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.