Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 78
50 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR „Tyson er ljúfur sem lamb,“ segir athafnamaðurinn og vatnskóngur- inn Jón Ólafsson. Jón er nýkominn til Íslands eftir að hafa verið einn af alþjóðlegum gestum kvikmyndahátíðar í Kasak- stan. Þar var hann í hóp með Holly- wood-leikkonunni Hillary Swank, sænska leikaranum og líkamsrækt- arfrömuðinum Dolph Lundgren, kvikmyndaframleiðandanum Har- vey Weinstein og hnefaleikakappan- um Mike Tyson. Tyson og Jón urðu hinir mestu mátar meðan á dvölinni í Kazakstan stóð. „Tyson er stórvinur minn,“ segir Jón. „Ég var eiginlega settur í það að sjá um hann, enda ekki hver sem er sem ræður við kappann.“ Leikstjórinn Timur Bekmamb- etov, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum NightWatch og Wanted, er upphafsmaður hátíðar- innar, en hann er góður vinur Jóns. „Timur bauð mér að koma á hátíðina og það var alveg svakalega gaman,“ segir Jón. „Við vorum þarna þrír boðsgestir sem vorum saman. Þeir vildu sem sagt vera með einn kvik- myndaframleiðanda, einn leikara og einn frumkvöðul, sem var ég. Þetta var bara alveg frábært,“ Jón bætir við að hann eigi heimboð inni hjá Tyson á heimili hans í Las Vegas. „Ég stefni á að heimsækja hann innan skamms.“ Hnefaleikakappinn var á hátíð- inni til að kynna heimildarmynd- ina Tyson sem er um hann sjálfan en myndin kom út 2008. Jón ber myndinni vel söguna og segir hana lýsa Mike Tyson sem karakter. „Ég sá hana fyrst á Sundance-hátíðinni í fyrra og hún er alveg mögnuð. Mæli hiklaust með henni,“ segir hann. Kvikmyndahátíðin, sem var hald- in í fyrsta skipti í ár, ber nafnið Astana International Action Film Festival og er meðal annars sögð 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. kló, 6. í röð, 8. tala, 9. erfiði, 11. til, 12. sannfæringar, 14. fugls hljóð, 16. skammstöfun, 17. óvild, 18. rönd, 20. skst., 21. ungdómur. LÓÐRÉTT 1. örverpi, 3. kraðak, 4. fúslega, 5. gat á steðja, 7. pikkles, 10. blundur, 13. umfram, 15. skref, 16. frjó, 19. karlkyn. LAUSN LÁRÉTT: 2. nögl, 6. rs, 8. sjö, 9. púl, 11. að, 12. trúar, 14. krunk, 16. fr, 17. kal, 18. rák, 20. no, 21. æska. LÓÐRÉTT: 1. urpt, 3. ös, 4. gjarnan, 5. löð, 7. súrkrás, 10. lúr, 13. auk, 15. klof, 16. fræ, 19. kk. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Munnharpa Davíðs Stefánssonar. 2 Bertha María Waagfjörð. 3 3-0 með sigri KR. JÓN ÓLAFSSON: STEFNI Á AÐ HEIMSÆKJA TYSON INNAN SKAMMS Sá um Mike Tyson á kvik- myndahátíð í Kasakstan STÓRVINIR Jón og hnefaleikakappinn Mike Tyson mynduðu góðan vinskap á kvik- myndahátíðinni í Kasakstan þar sem þeir voru báðir gestir. „Það var frekar furðuleg til- finning að fá símtal frá Christi- an Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín,“ segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokall- að print, frá Central Saint Mart- ins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunar- merkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátísku- línu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furst- enberg. Þar mun hún starfa í hönn- unarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og ósk- aði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning,“ segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri stað- reynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í mennta- skóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig.“ - ls Á samning hjá Dior og DVF SPENNT YFIR ÞESSU TÆKIFÆRI Aníta segir það ótrúlegt tækifæri að komast á samning hjá stærstu hönnuðum heims. Hemildarmyndin um Mike Tyson kom út árið 2008 og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Gagnrýnandi The New York Times sagði að mynd- in væri skylduáhorf fyrir alla, ekki bara áhugamenn um box og íþróttir. Myndin er sett saman úr mynd- böndum og viðtölum, þar sem Tyson og fólk úr hans innsta hring kemur fram. Sagt er frá lífi Tysons, allt frá barnæskunni í Brooklyn til innkom- unnar í boxheiminn. Tilgangurinn með myndinni var að varpa ljósi á þennan flókna karakter sem er einn af alræmdustu boxurum í heimi. Eitt af frægustu augnablikum hnefaleikasögunnar var þegar Tyson beit í bæði eyru mótherja síns, Evander Holyfield, árið 1997 og er eflaust fjallað um það í myndinni. EINN ALRÆMDASTI BOXARI ALLRA TÍMA vera haldin til að varpa nýju ljósi á íbúa og menningu Kasakstans eftir að kvikmyndin Borat var talin afskræma ímynd landsins fyrir alla heimsbyggðina. Dolph Lund- gren var þarna sem kynnir og Hill- ary Swank tók á móti verðlaunum. Fleiri stórlaxar í Hollywood voru einnig á svæðinu og fengu að kynn- ast landi og þjóð, enda Kasakstan- ar mjög stoltir af menningu sinni og urðu mjög fúlir þegar Borat kvik- myndin kom út. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón kemur til Kasakstans og vitaskuld tók hann Icelandic Glacial vatn- ið með sér en hann segist sjaldan skilja það við sig. „Ég mun klárlega fara aftur. Landið er mjög fallegt og höfuðborgin Astana, þar sem hátíðin var haldin, er frábær.“ alfrun@frettabladid.is Vigdís Guðmundsdóttir, sem búsett er í borginni Puducherry á Suður-Indlandi, rekur fyrirtæk- ið D&G Agency, en það framleið- ir meðal annars hágæða fartölvu- töskur fyrir konur auk fylgihluta og fatnaðar. Vigdís hefur verið með annan fótinn á Indlandi síðustu fjögur árin og kann vel við sig, enda er þar sumar allt árið um kring og fólkið yndislegt. „Mér líkar mjög vel á Indlandi. Ég er búin að koma mér vel fyrir og er búin að fá mér hund líka,“ segir Vigdís og hlær. Vigdís hyggst opna eigin vinnu- stofu á Indlandi innan skamms þar sem hún mun sjálf hanna og fram- leiða nýja fatalínu á bæði kynin. Línan mun meðal annars innihalda leðurjakka og aðrar flíkur unnar úr leðri. „Allt sem ég hanna er úr leðri. Ég er búin að læra svo mikið um leður og leðurvinnslu í kring- um töskuframleiðsluna og er nú orðin svolítill sérfræðingur í því og þess vegna langar mig að halda áfram að hanna úr leðri,“ segir Vigdís. Nýverið gerði Vigdís samning við hótelkeðjuna Zuri, sem rekur lúxushótel víða á Indlandi, Afr- íku og á Englandi, og mun hönn- un hennar verða seld í hótelversl- unum frá og með haustinu. „Þessi samningur kemur sér mjög vel. Það er mikið af viðskiptafólki sem dvelur á þessum hótelum og því verða töskurnar og fylgihlut- ir í forgrunni til að byrja með, svo sjáum við bara hvað setur. Það er líka skemmtilegt að hugsa til þess að nú sé hægt að kaupa íslenska hönnun bæði á Indlandi og í Afr- íku,“ segir Vigdís að lokum. - sm Selur hönnun sína í Afríku ÁNÆGÐ Á INDLANDI Vigdís Guðmunds- dóttir hefur gert samning við lúxus- hótelkeðjuna Zuri um að selja hönnun hennar bæði á Indlandi og í Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þýska teknóhljómsveitin Scooter er mætt til landsins á ný og kemur fram á Bestu útihátíðinni í Galtalæk í kvöld. Scooter kom síð- ast til landsins árið 2003 og spilaði á tónleikum sem Ásgeir Kol- beins stóð fyrir. Hljómsveitin var þá gríðarlega vinsæl á Íslandi og hafði sent frá sér plötuna The Stadi- um Techno Experience sem innihélt ofursmellinn Weekend … Kröfur Scooter voru aðrar þá en í dag, enda hefur tónlistarbransinn þurft að laga sig að aðstæðum. Árið 2003 bað hljómsveitin um Mercendes Benz-limma sem var ekki til á landinu. Hefðbundinn limmi var því sendur í staðinn en hljómsveitin ákvað svo á síðustu stundu að ferðast með öryggis- vörðunum í amerískri lúxuskerru. Í dag biður hljómsveitin reyndar um glæsikerrur, en nefnir enga sérstaka tegund. Árið 2003 bað hljómsveitin um gistingu á fimm stjörnu hóteli, en slíkt er ekki til á Íslandi þannig að fjögurra stjörnu var látið nægja. Engar upplýsingar fást um gisting- una í þetta skipti. Listamaðurinn Ragnar Kjartans- son á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni Ásdísi Sif Gunn- arsdóttur listakonu. Barnið er væntanlegt í heiminn í lok næsta mánaðar og styttist því óðum biðin. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Ragnar staddur í Flórens með móður sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur, við opnun á sýningu verka sinna en þar festu þau einmitt kaup á hand- gerðri vöggu fyrir barnið. - afb, áp FRÉTTIR AF FÓLKI PERSÓNAN Berglind Björnsdóttir Aldur: 42 ára Starf: Ljós- myndari og með master í hagnýtri menningar- miðlun. Fjölskylda: Arnór Kári, Ýmir Hrafn og Móa Ylfa. Foreldrar: Hrefna Jónsdóttir kenn- ari og Björn Stefánsson flugumsjón- armaður. Búseta: Við Laugardalinn í Reykja- vík. Stjörnumerki: Naut. Berglind fékk nú á dögunum fyrstu úthlutun úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar. Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Helgartilboð 30% afsl. tilboð 5.595,- fullt verð 7.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.