Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI6. júlí 2010 — 156. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR skoðun 12 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 2.900 kr Púðar í ú rvali verð frá 99.900 kr Verð áðu r 170.900 kr Model 101 - stærð: 210x160Takmarkað magn -5 mismunandi ákláði „Þetta er alveg frábær tilfinning, þrjú yndisleg ár sem eru að baki,“ segir Linda Líf Margrétardóttir, sem útskrifaðist úr námi í heild-rænum náttúrulækningum við Heilsumeistaraskólann í síðustu viku. Linda var í hópi fyrstuse ú „Ég hef alltaf verið áhugasöm um þessi fræði, þannig að þegar ég frétti síðan af þessu námi í gegn-um vinkonu mína ákvað ég bara að láta slag standa,“ segir Linda sem hóf nám við skólann á stofnáriog hefur l óvart í náminu; þetta var allt bara svo eðlilegt fyrir mér,“ segir Linda og getur þess að henni virðist sem Íslendingar séu almennt nokkuðopnir fyrir náttú Augun eru kort líkamans Fyrsti árgangur nemenda útskrifaðist úr Heilsumeistaraskólanum í síðustu viku. Linda Líf Margrétardóttir, fótaaðgerða- og snyrtifræðingur, var meðal útskriftarnema en hún ætlar að leggja náttúrulækningar fyrir sig. Linda Líf Margrétardóttir á og rekur snyrti- og fótaaðgerðastofuna Líf. Eftir 30 ár í þeim geira hefur hún áhuga á að snúa sér að náttúrulækningum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MARÍULAX er heiti notað yfir fyrsta laxinn sem veiðimaður fær í veiðiferð, líklegast dregið af orðinu maríufiskur sem er fyrsti fiskur sem veiðimaður veiðir á ævinni. Verk Einars í nýju ljósi Listasafn Einars Jónssonar býður almenningi að tjá sig um verk listamannsins. tímamót 14 Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. HEILSA Mikill uppgangur er í strandblaki um þessar mund- ir. „Við erum að slá þátttöku- met á hverju móti. Það má segja að fjöldi liða hafi tvöfaldast í sumar,“ segir Karl Sigurðsson, formaður strandblaksnefndar Blaksambands Íslands. Karl segir að allir strandblak- vellir séu fullir öll kvöld. Honum hafa borist margar fyrirspurn- ir um gerð strandblakvalla víðs vegar um landið. Að sögn Karls er verið að tala um að búa til strandblakvelli á sextán stöðum á landinu í sumar. „Þá verða yfir þrjátíu vellir á landinu eftir sumarið.“ Karl rekur auknar vinsældir strandblaks til þess hversu ódýr íþróttin sé. „Það þarf ekkert að kaupa dýra hlaupaskó heldur fer fólk bara úr sokkum og skóm og út í sand. Það eina sem þarf er einn bolti,“ segir Karl Sigurðsson. - mmf / sjá Allt Ný íþróttagrein ryður sér til rúms og þátttökumet eru slegin á hverju móti: Strandblakvellir fullir öll kvöld Eftir Hróarskeldu Sólstafir og FM Belfast komu fram á Hróarskeldu og fengu misjafna dóma. fólk 18 FÓLK „Við erum rosalega sáttir við þetta,“ segir Atli Sigursveins- son, gítarleikari rokksveitarinn- ar Endless Dark, sem samið hefur við enska tónleikafyrirtækið X- Ray Touring. Samningurinn er mikilvægur fyrir Endless Dark því fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu í Evr- ópu og hefur stór nöfn á borð við Coldplay, Eminem, Green Day, Snow Patrol, Nick Cave og Queens of the Stone Age á sínum snærum. Endless Dark er bókuð á tónlist- arhátíðina Sonisphere í Englandi 31. júlí. Þar stíga Iron Maiden, Rammstein og Placebo einnig á svið. - fb / sjá síðu 22 Hljómsveitin Endless Dark: Samningur við evrópskan risa VAXANDI A-ÁTT síðdegis með vætu sunnan til í fyrstu, annars hægur vindur framan af degi og úrkomulítið en talsverð rigning SA- lands í kvöld. Hiti 10-18 stig. VEÐUR 4 14 12 12 12 12 MÖGNUÐ TILÞRIF Karl Roth var líflegur í boltanum í gær og býr sig hér undir grjótharða tæklingu á mótherja sínum. Árni Kristjánsson, Runólfur Ólafsson og Sigrún Helga Lund, eini kvenmaðurinn í hópnum, eru í viðbragðsstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ORKUMÁL „Þetta kann að hafa þau áhrif að allt Torfajökulssvæð- ið standi utan rammaáætlunar- innar. Þá erum við að tala um einn þriðja af öllum nýtanlegum jarðhita sem eftir er í landinu að mati Orkustofnunar,“ segir Gúst- af Adolf Skúlason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku. Textabreyting á frumvarpi iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða útilok- ar nýtingu á friðlýstum svæðum nema tiltekið sé í friðlýsingar- skilmálum að virkjunarfram- kvæmdir séu heimilar á viðkom- andi svæði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er textabreyting- in runnin undan rifjum Vinstri grænna og var sett sem skilyrði fyrir því að málið yrði afgreitt út úr þingflokkum stjórnarflokk- anna. Frumvarpið var kynnt í rík- isstjórn í desember en var ekki lagt fyrir þingið fyrr en um miðj- an júní. Þá mælti Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra fyrir málinu í fjarvistum iðnað- arráðherra. Engar umræður urðu um frumvarpið og málið afgreitt til iðnaðarnefndar og annarrar umræðu. Gústaf Adolf segir að Samorka muni gera athugasemd við texta- breytinguna enda sé verið að breyta leikreglum eftir á. „Verk- efnisstjórnin er búin að vinna miss- erum saman út frá öðrum forsend- um. Nú er fjöldi svæða ekki lengur með og vart annað að sjá en þetta lýsi vantrausti á vinnu verkefnis- stjórnarinnar.“ Allur gangur er á því hvernig friðlýsingarskilmál- um er háttað á ólíkum svæðum. „Þarna erum við að koma til móts við aðila sem töldu þetta betra fyrirkomulag, þó að ég sé annarrar skoðunar,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „Við vorum að mæta áhyggjum um að friðlýst svæði yrðu sett inn í nýt- ingarflokk. Þetta breytir ekki miklu þannig séð, nema að þessi svæði fara ekki í verndarflokkinn og færri svæði flokkuð sem slík fyrir vikið.“ Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra segir málið snúast um það að friðlýst svæði, og þau sem þegar eru innan þjóðgarða, komi ekki til álita við rammaáætlun. „Nýtingarsýnin hefur yfirskyggt aðra sýn á landnotkun á Íslandi. Við verðum að hafa það hugfast að þessi lög sem hér um ræðir verða ekki sett yfir önnur lög um náttúruvernd.“ - shá / sjá síðu 8 Breyting útilokar orkukosti Torfajökulssvæðið gæti fallið utan rammaáætlunar um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjana. Þar er um þriðjung nýtanlegrar jarðvarmaorku að finna. Ástæðan er textabreyting á umdeildu lagafrumvarpi. Við verðum að hafa það hugfast að þessi lög sem hér um ræðir verða ekki sett yfir önnur lög um náttúruvernd. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA ÍÞRÓTTIR „Hann er alveg hörmu- legur,“ segir myndlistarmaður- inn Karl Roth um fótboltavöllinn – ef völl skyldi kalla – við hlið æfingasvæðis KR-inga að Star- haga. „Það er agalegt hvað borg- in sinnir þessum velli illa. Þetta er lífshættulegt, grjótið stendur upp úr þessu. En KR-ingarnir leyfa okkur ekki að nota æfinga- völlinn sinn þannig að þarna erum við,“ bætir hann við. Karl er prímus-mótorinn í um þrjátíu manna hópi sem tekst á í fótboltaskónum klukkan 17.17 á hverjum mánudegi á sumrin. En af hverju klukkan 17.17? „Það er bara svo auðvelt að muna það,“ svarar Karl. Meðal ann- arra þátttakenda eru leikstjór- inn Hilmar Oddsson og Runólf- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Aðeins ein kona er í hópnum en hún stendur körlunum á sporði og vel það, og fíflar þá upp úr skónum í hverri sókn að sögn þátttakenda. - sh Eina konan fíflar karlana: Hittast alltaf klukkan 17.17Blikar á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi-deildar karla með sigri á Selfossi. íþróttir 17

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.