Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 2
2 6. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR BANDARÍKIN Bandarískir vísindamenn segjast hafa þróað leið til að segja til um líkurnar á því að manneskja lifi í meira en 100 ár. Vísindamennirnir fundu 150 erfðafræðileg atriði sem fólk sem lifað hefur óvenjulega lengi á sameig- inleg. Þeir hönnuðu stærðfræðilegt líkan sem reikn- ar út líkurnar á því að manneskja nái 100 ára aldri út frá þessum atriðum. Rannsóknin hófst árið 1995 og er stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á fólki yfir 100 ára. Aðeins um einn af hverjum sex þúsund í vestrænum löndum nær þessum aldri. Nákvæmni líkansins er 77 prósent, og sagði Paola Sebastiani sem leiddi rannsóknina, að það benti til þess að þó að erfðir hafi mikið að segja um langlífi séu þær ekki eini þátturinn. Lífsstíll og umhverfi geti til dæmis hjálpað fólki við að lifa lengur. Vísindamennirnir segja möguleika á því að í framtíðinni muni fólk á einfaldan hátt geta fengið að vita líkur sínar á langlífi. Þó verði að hafa sið- ferðisspurningar um það í huga. Einn rannsakend- anna hefur nú þegar hafist handa við gerð heima- síðu þar sem fólk getur reiknað þetta út hafi það nægilegar upplýsingar um erfðir sínar. - þeb Vísindamenn hafa þróað leið til að segja til um hvort fólk lifir lengur en 100 ár: Segja til um líkur á langlífi ELDRI BORGARAR Aðeins einn af hverjum sex þúsund íbúum í vestrænum löndum nær því að verða 100 ára. SPURNING DAGSINS DÓMSMÁL Hvalfjarðarsveit hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Vesturlands til að greiða eigend- um jarðarinnar Melaleitis sextíu milljónir króna í skaðabætur fyrir meinta rýrnun á verðmæti jarðar- innar í kjölfar útgáfu byggingar- leyfis fyrir svínabú Stjörnugríss á Melum. Eigendur Melaleitis eru fjór- ar systur. Í stefnu þeirra segir að þau umhverfisáhrif frá svína- búinu sem rýri hvað mest verð- mæti Melaleitis sé lyktarmengun af húsum og áhrif vegna dreifing- ar svínaskíts frá búinu, umferð- ar í gegnum jörðina með skít frá svínabúinu á Melum og af skaðleg- um efnum í svínaskít sem dreift sé í kringum Melaleiti. Þannig segja Melaleitis-syst- urnar að verðgildi Melaleitis hafi minnkað til muna vegna starf- semi Stjörnugríss sem starfi í skjóli sveitarfélagsins. Möguleik- ar á bæði atvinnustarfsemi og frístundanotkun hafi minnkað í Melaleiti. Stjörnugrís hefur rekið svína- bú á Melum frá árinu 1999. Það er eitt stærsta svínabú landsins og stefnir nú að kaupum á tveimur öðrum stórum svínaræktarfyrir- tækjum, á Brautarholti á Kjalar- nesi og í Hýrumel í í Borgarfirði. Starfsemi og starfsleyfi Stjörnu- grís hafa áður verið borin undir dómstóla og úrskurðarnefndir og fyrirtækið jafnan haft betur. Eigendur Melaleitis vísa til ákvæðis skipulagslaga um hlut- læga bótaábyrgð. Valdi skipulags- breyting því að nýtingarmöguleik- ar og verðmæti fasteigna lækki þá eigi viðkomandi rétt á bótum úr sveitarsjóði. Jarðeigendurnir segja Hvalfjarðarsveit hafa með því að samþykkja skipulagið brot- ið vísvitandi á rétti eigenda Mela- leitis. Aðeins hagsmunir eigenda jarðarinnar Mela og sveitarfélags- ins sjálfs hafi legið að baki útgáfu byggingarleyfis fyrir svínabúið. Þess utan hafi sveitarfélagið ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Auðguðust bæði eigendur jarð- arinnar Mela og sveitarstjórn á kostnað stefnenda [eigenda Mela- leitis] á óréttmætan hátt,“ segir í stefnu systranna. Héraðsdómur Vesturlands hefur kvatt til matsmenn til að vinna í málinu. Reiknað er með að niður staða þeirra liggi fyrir í haust. Segjast eigendur Mela- leitis þá munu breyta bóta- kröfu sinni til samræmis við álit matsmannanna. Hvorki náðist í sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar né lögmanns sveitarfélagsins við vinnslu þessarar fréttar. gar@frettabladid.is Krefjast 60 milljóna í bætur fyrir skítalykt Eigendur jarðarinnar Melaleitis krefja Hvalfjarðarsveit um 60 milljóna króna bætur fyrir að heimila starfrækslu svínabússins Stjörnugríss á næstu jörð. Sýk- ingarhætta sé af svínunum og lyktin óbærileg. Sveitarfélagið neitar bótaskyldu. SVÍNARÆKT Lyktarmengun er helsta ástæða þess að nágrannar svínabúsins á Melum krefja Hvalfjarðarsveit um bætur fyrir að hafa leyft Stjörnugrís að reka búið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Darri, er þessi mynd boðberi nýrra tíma fyrir þig?“ „Ég vona það, allavega mun ég ekki bíða boðanna ef eitthvað kemur upp í kjölfarið.“ Darri Ingólfsson leikari fer með aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Boðbera sem frumsýnd er á morgun. Hann hefur verið búsettur í Los Angeles undanfarin misseri og sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þetta væri rosalegt hark og að hann hefði þurft að vinna við ýmislegt til að halda sér á floti. MOSFELLSBÆR Hljóðritun var bönn- uð á öðrum fundi nýrrar bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar, 30. júní síðastliðinn. Karl Tómasson, odd- viti Vinstri grænna í Mosfellsbæ og forseti bæjarstjórnar, veitti ekki leyfi fyrir upptöku og gaf ekki upp nein haldbær rök í máli sínu, samkvæmt Ólafi Ragnars- syni, íbúa í Mosfellsbæ og áheyr- anda á fundinum. Ólafur bað forseta um leyfi til að hljóðrita fundinn, en slíkt hafði áður verið gert á fyrsta fundi bæjarstjórnar, 16. júní. „Ég bað um leyfi til að hljóð- rita fundinn, en forseti bæjar- stjórnar mein- aði mér það. Ég bað um rök, en hann sagðist ekki þurfa að rökstyðja það neitt frekar,“ segir Ólafur. „Það var verið að ræða um lýðræðis- umbætur og aukið gegnsæi, en þetta þykir mér þversögn í því tilliti.“ Haraldur Sverrisson, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ og oddviti sjálfstæðismanna, segir málið vera storm í vatnsglasi og hljóð- ritun á fundinum 16. júni hafi verið undantekningartilvik. „Á þeim fundi var tekið fram að hljóðritun af því tagi væri und- antekningartilvik,“ segir Har- aldur. Á fundinum var lögð fram bæjarmálasamþykkt um hljóð- ritun á fundum og um það verða settar nánari reglur. Til stend- ur að hljóðrita fundi og gera þá aðgengilega. - sv Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ á öðrum fundi nýrrar bæjarstjórnar: Tekur fyrir hljóðritun á fundi SPÁNN, AP Lög sem heimila fóst- ureyðingar án takmarkana tóku gildi á Spáni í gær. Fyrri lög eru frá árinu 1985 og leyfa aðeins fóstureyðingar ef konu hefur verið nauðgað, heilsu hennar er ógnað eða ef fóstrið er mikið fatlað. Nú mega allar konur fara í fóstureyðingu á fyrstu fjór- tán vikum meðgöngu. Einnig geta 16 og 17 ára stúlkur farið í fóstur- eyðingu án samþykkis foreldra. Dómstólar eiga eftir að úrskurða um lögin en andstæðingar segja þau í andstæð stjórnarskrá. - þeb Ný lög tóku gildi í gær: Fóstureyðingar leyfðar á Spáni DÓMSMÁL Ákæra sérstaks sak- sóknara í svokölluðu Exeter-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri Byrs, Jón Þor- steinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Byrs, og Styrm- ir Þór Braga- son, fyrrver- andi forstjóri MP banka, eru ákærðir í mál- inu. Ragnari og Jóni Þorsteini eru gefin að sök stórfelld umboðssvik með því að samþykkja að veita félaginu Exeter lán fyrir 1,2 millj- arða til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af útvöldum aðilum. Byr kref- ur þá um 1,2 milljarða í bætur. Styrmir er ákærður fyrir hlut- deild í brotinu, og auk þess pen- ingaþvætti með því að taka við fjármununum. Hann er krafinn um 800 milljónir í bætur. - sh Exeter-málið þingfest í dag: Styrmir Þór ákærður fyrir peningaþvætti STYRMIR ÞÓR BRAGASON Nýr framkvæmdastjóri Ari Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Alls sóttu 25 um starfið. Ari mun hefja störf þegar leikhúsið tekur til starfa að loknu sumarleyfi. Ari er menntaður leikari, með MBA gráðu í rekstri og stjórnun frá HR og M.Sc. gráðu í hagfræði frá HÍ. MENNING Varað við hvassviðri Veðurstofan varar við austan hvass- viðri við suðurströndina og suðaust- anlands í dag. Síðdegis má gera ráð fyrir vaxandi austan- og norðaustan- átt á öllu landinu. Ferðafólki er bent á að tjöld og hjólhýsi geta fokið við þessar aðstæður. VEDUR VIÐSKIPTI Ingibjörg Pálmadóttir hafnar því alfarið að Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hafi nýlega greitt upp 1,3 millj- arða króna húsnæðislán vegna lúxusíbúðar sinnar á Man- hattan, líkt og fullyrt var í fréttum RÚV í gær. Þar sagði að féð hafi verið millifært af reikningi hans í Royal Bank of Can- ada. Ingibjörg segir í yfirlýsingu að Jón Ásgeir hafi aldrei átt reikning í bankanum né milli- fært þaðan fé. Íbúðin sé á henn- ar nafni og hún hafi samið við Landsbankann um uppgjör- ið. Glitnir hafi ekki lánað fyrir kaupunum. „Frétt RÚV er því að öllu leyti röng, nema að Glitnir hefur höfð- að mál á hendur mér í New York á þeirri einu forsendu að ég sé „hliðarsjálf“ eiginmanns míns, eins og Glitnir kýs svo smekklega að kalla það.“ - sh Ingibjörg Pálmadóttir: Hafnar frétt af láni í New York INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR SKATTAMÁL Kostnaður við viðhald fasteigna er nú frádráttarbær frá skatti einstaklinga. Þetta er nýj- ung sem kemur til viðbótar 100 prósenta endurgreiðslu virðis- aukaskatts af vinnu á bygginga- stað. Endurgreiðslurnar eru tíma- bundnar. Heimildin kemur til frádráttar tekjuskattsstofni við álagningu opinberra gjalda á árunum 2011 og 2012 vegna 2010 og 2011, að hámarki 200 þúsund krónur hjá einhleypingi og 300 þúsund hjá hjónum og sambúðarfólki. - shá Skattamál einstaklinga: Viðhaldið er nú frádráttarbært

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.