Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 6
6 6. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Nokkur óánægja ríkir í viðskiptalífinu með meðferð Lands- bankans á lyfjadreifingarfyrir- tækinu Parlogis. Landsbankinn á meirihluta í fyrirtækinu, fyrir- tækjaráðgjöf hans annast sölu þess, og hann er jafnframt viðskipta- banki þess fyrirtækis sem helst er rætt um að geti hreppt hnossið. Vestia, eignaumsýslufélag Lands- bankans, á 80 prósent í Parlogis og Atorka 20 prósent. Frestur til að leggja fram skuldbindandi tilboð í fyrirtækið rann út nú í lok júní. Af tíu fyrirtækjum sem fengu útboðsgögnin afhent bauð einung- is eitt í félagið. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er þar um að ræða tilboð frá lyfjafyrirtækinu Icepharma, langstærsta viðskipta- vini Parlogis. Parlogis hefur 73 prósent tekna sinna af viðskiptum við Icepharma, en bæði fyrirtækin voru áður í eigu Atorku. Samningur Icepharma um viðskiptin er uppsegjanlegur í lok næsta árs. Fyrirtækið hefur af þeim sökum afgerandi sterka stöðu þegar félagið er selt, enda stærst- ur hluti tekna Parlogis annars ekki tryggður nema í hálft annað ár. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gætir töluverðrar óánægju með það að Landsbankinn skuli sitja allra vegna borðsins í málinu. Hann eigi fyrirtækið, sjái um sölu þess og sé þar að auki viðskipta- banki Icepharma, og eigi því nokk- uð undir því að það sé stöndugt. Margrét Guðmundsdóttir, for- stjóri Icepharma, vildi í samtali við Fréttablaðið ekki staðfesta að Icepharma hefði boðið í Parlogis. Hún sagði hins vegar að sú túlk- un stæðist engan veginn að Lands- bankinn hefði mikinn hag af því að Icepharma eignaðist Parlogis, enda hefði Landsbankinn að engu leyti fjármagnað Icepharma, þótt hann væri viðskiptabanki fyrirtækisins. Meðal hinna fyrirtækjanna sem sýndu áhuga á að kaupa Parlogis voru Eimskip og ónefnt banda- rískt stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á heilbrigð- isvörum. Því síðarnefnda var ekki hleypt inn í lokaumferðina vegna þess að það flokkaðist ekki sem fagfjárfestir, sem var eitt skilyrð- anna fyrir boði. Hilmar Pétur Val- garðsson, fjármálastjóri Eimskips, segir að ekki hafi verið sent inn skuldbindandi tilboð þar sem sam- legðaráhrif á milli fyrirtækjanna hefðu ekki verið ekki nægjanleg. Hann geti ekki kvartað yfir vinnu- brögðum Landsbankans. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að afskrifa þyrfti hundruð milljóna af skuldum Parlogis við söluna. stigur@frettabladid.is DÓMSMÁL Jarðneskar leifar skákmeistarans Bobby Fischer voru grafnar upp í fyrrinótt og lífsýni tekið úr þeim. Fischer er jarðsettur í Laugardælakirkju- garði. Þetta var í samræmi við dóm Hæstaréttar frá því í júní. Heimilað var að grafa líkamsleifar Fischers upp og taka úr þeim lífsýni til að skera úr um faðerni stúlku frá Filippseyjum, sem segist vera dóttir skák- meistarans. Sóknarprestur og læknir voru viðstaddir þegar líkið var grafið upp og var lífsýnið tekið á staðnum. Að því loknu var kista Fischers grafinn aftur. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir þess hafa verið gætt sérstaklega að allt færi virðulega fram. Lífsýnið verður nú sent til rannsóknar og borið saman við lífsýni úr stúlkunni en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu úr því er að vænta. - bs Líkamsleifar Bobby Fischer grafnar upp í fyrrinótt samkvæmt dómi Hæstaréttar: Lífsýni tekið úr líki Fischers GRÖF BOBBY FISCHER Vart mátti greina í gær að hróflað hefði verið við gröf skákmeistarans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÁVARÚTVEGUR Veiðum frystitog- ara HB Granda á úthafskarfa á djúpslóð er lokið á þessari vertíð. Fjögur frystiskip stunduðu veið- arnar og varð afli þeirra alls um 4.600 tonn. Á heimasíðu fyrirtæk- isins segir að mun betur hafi geng- ið að veiða kvótann en menn áttu von á. Gefur það fyrirheit um að staða karfastofnsins á Reykjanes- hryggnum sé betri en talið hefur verið lengi vel. Birkir Hrannar Hjálmarsson, rekstrarstjóri togara HB Granda, segir að allir fimm frystitogarar félagsins séu nú að veiðum innan lögsögunnar en gert var ráð fyrir því að úthafskarfavertíðin stæði í mánuð til viðbótar. - shá Úthafskarfavertíð lokið: Mun betri veiði en búist var við FRYSTITOGARAR Grandatogarar voru mánuði fljótari að ná kvótanum en búist var við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is @ Landsbankinn situr allt í kringum borðið Óánægja ríkir með það hvernig Landsbankinn stendur að sölu lyfjadreifingar- fyrirtækisins Parlogis. Bankinn eigi fyrirtækið, selji það og hafi sérstakan hag af því að tiltekinn aðili eignist það. Nokkur fyrirtæki hættu við tilboð á miðri leið. LANDSBANKINN Vestia, eignaumsýslufélag Landsbankans, á 80 prósent í Parlogis. Fyrirtækjaráðgjöf bankans sér um söluna á því. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR Finnur Oddsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, vill ekki tjá sig um mál Parlogis sem slíkt, en segir hins vegar að breytingar á eignarhaldi í atvinnulífinu, það er að koma fyrirtækjum úr eigu fjármálafyrirtækja, sé eitt af forgangs- málunum í endurreisn hagkerfisins. „Það er því afar óheppilegt að upp komi tilvik þar sem hagsmunatengsl í söluferlum eru óeðlilega mikil, en það hefur oft gerst á undanförnum mánuðum,“ segir hann. „Það rýrir traust, torveldar nauðsynlegt breytingarferli og hægir á efna- hagsbata.“ Hagsmunatengsl í söluferlum óheppileg FINNUR ODDSSON FRAKKLAND Tveir ráðherrar í frönsku ríkisstjórninni hafa sagt af sér eftir fjármálahneyksli í tengslum við ráðuneyti þeirra. Christian Blanc eyddi tólf þús- und evrum í vindla sem hann reykti að stórum hluta sjálfur. Alain Joyandet flaug með einka- þotu í Karíbahafið í stað þess að fljúga með farþegaþotu. Einka- þotan kostaði 116.500 evrur. Nicolas Sarkozy forseti og Francois Fillon forsætisráðherra kröfðust þess að ráðherrarnir segðu af sér á sunnudag. - þeb Fjármálahneyksli í Frakklandi: Franskir ráð- herrar hætta UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra fór í gær í opinbera heimsókn til Króatíu en hann mun einnig heimsækja Ungverjaland. Í Króatíu mun Össur hitta Gordan Jandrokovic, utanríkisráð- herra lands- ins, og Dr. Ivo Jospovic, for- seta þess. Í Ungverjalandi mun hann hitta János Martonyi utanríkisráð- herra og Pal Schmitt sem er verðandi forseti Ungverjalands. Auk þessara funda mun Össur kynna sér verkefni sem íslensk fyrirtæki standa að í báðum löndum. - mþl Utanríkisráðherra erlendis: Til Króatíu og Ungverjalands ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Hefur þú borðað hvalkjöt? Já 83% Nei 17% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hyggst þú taka þátt í mótmæl- um vegna tilmælanna um geng- istryggð lán? Segðu skoðun þína á visir.is. Yfirvinnubanni aflétt Bæjarráð Akraness hefur fellt úr gildi algjört bann sem sett var fyrir ári við yfirvinnu starfsmanna Akranes- kaupstaðar. Það er þó áréttað við forstöðumenn stofnana og ábyrgðar- menn deilda að fara eftir samþykkt- um fjárhagsáætlunar um heimildir til yfirvinnu. AKRANES Eldur í beinaverksmiðju Eldur kom upp í plaströrum í gömlu beinaverksmiðjunni á Grundarfirði í gærkvöld. Vel gekk að ráða niðurlög- um eldsins. Gamla beinaverksmiðjan er notuð sem verksmiðja. GRUNDARFJÖRÐUR SVEITARSTJÓRNIR Alls sóttu fjöru- tíu um starf sveitarstjóra í Strandabyggð að því er kemur fram á strandir.is. Úr hópi umsækjenda má nefna Grétar Mar Jónsson, skipstjóra og fyrr- verandi alþingismann úr Sand- gerði, og Ragnar Jörundsson, bæjarstjóra í Vesturbyggð. Níu konur sóttu um og 31 karl. „Fram undan er vinna við að fara yfir umsóknir og ræða við umsækjendur, en Hagvangur sér um að vinna úr umsóknum ásamt Strandabyggð. Sveitar- stjórn Strandabyggðar er ákaf- lega hamingjusöm yfir þessum fjölda umsækjenda og einnig yfir vel heppnuðum Hamingju- dögum sem fram fóru um nýliðna helgi,“ segir á strandir. is. - gar Margir stefna í Strandabyggð: Fjörutíu vilja í sveitarstjórastól KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.