Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 10
10 6. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 8 5 0 ÞJÓÐHÁTÍÐ FAGNAÐ Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardaginn 4. júlí á sunnudag í 234. sinn. Glæsileg flug- eldasýning var haldin í Washington og lýsti upp helstu kennileiti borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝJA-SJÁLAND Lokkur úr hári Napóleons Bónaparte seldist á uppboði í Nýja-Sjálandi á dögun- um. Lokkurinn seldist fyrir 13 þúsund dollara. Ekki var gefið upp hver keypti hann. Hárlokkurinn var klipptur úr hári Napóleons eftir að hann lést árið 1821 á eyjunni St Hel- enu. Í heildina voru 40 munir seldir á uppboð- inu, en þeir voru í eigu afkom- enda Denzils Ibbetson, sem var lögreglumaður á eyjunni þegar Napóleon dó. Meðal munanna voru dagbók Ibbetsons með rituðum samtöl- um við Napóleon og teiknuð mynd eftir Ibbetson af Napóleon á dánarbeðinum. - þeb Uppboð á Nýja-Sjálandi: Seldu lokk úr hári Napóleons MÓTMÆLI Hundruð manna söfnuðust saman við Seðlabankann í hádeginu í gær til að mótmæla tilmælum Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins sem komu í kjölfar dóms Hæsta- réttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Mótmælin fóru friðsamlega fram fyrst um sinn eða þar til nokkrir mótmælendur gerðu sig líklega til að fara inn í húsið. Þá stilltu lög- reglumenn sér upp við innganginn og ýttu þeim mótmælendum í burtu sem neituðu að víkja. Einn mótmæl- andi keyrði vélhjól ítrekað á hurð hússins en tókst ekki að brjóta hana niður, annar var handtekinn. „Ég er hér til að mótmæla þess- um fáránlegu vaxtabreytingum sem ríkisstjórnin og yfirvöld virð- ast ætla að samþykkja,“ sagði Árni Guðmundsson mótmælandi, og bætti því við að hann vildi sjá skjaldborg um heimilin en ekki fjármagnseigendur. „Hæstiréttur hefur talað, það er okkar æðsta dómsvald og það er ekki farið eftir því. Í staðinn brjóta þeir lögin í landinu, Íslendingar eiga að standa upp þegar það ger- ist,“ sagði Heiða Liljudóttir, annar mótmælandi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, segir að mótmæli sem þessi raski ekki ró lögreglunnar. „Við bregðumst bara við þessu eins og við höfum alltaf gert.“ Fréttablaðið sóttist eftir viðbrögð- um frá yfirstjórn Seðlabankans við mótmælunum og fékk það svar að bankinn fylgdist með umræðum og rökum í þessu máli en minnti á það sem þegar hefði komið fram um til- urð tilmælanna sem ætlað væri að slá á tímabundna óvissu. magnusl@frettabladid.is Pústrar í vaxtamótmælum Um 450 manns söfnuðust saman við Seðlabankann í hádeginu í gær til að mótmæla tilmælum FME og Seðlabankans um uppgjör gengistryggðra lána. Einn ók ítrekað á hurð bankans og annar var handtekinn. BURT MEÐ AGS Sumir mótmælendurnir voru ekki par hrifnir af afskiptum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af íslenskum efnahags- málum og létu þá skoðun sína í ljós á harðorðum skiltum. BLÁSIÐ Í HERLÚÐUR Lögregla stóð vörð um bankann og reyndi að forða því að mótmælendur berðu hann utan. HANDTEKINN Einn mótmælandi var handtekinn eftir átök við lögreglu. Hann var færður burt í járnum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R NAPÓLEON BÓNAPARTE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.