Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. júlí 2010 11 DANMÖRK Hróarskelduhátíðin þykir hafa farið friðsamlega fram í ár þrátt fyrir að lögregla hafi hand- tekið tvöfalt fleiri en í fyrra. Alls 97 manns voru handteknir á hátíðinni sem lauk á sunnu- dagskvöldið. Það er um fimmtíu fleiri en handteknir voru á hátíð- inni í fyrra. Að sögn lögreglu er það þó vegna aukins eftirlits með þjófnaði og fólki sem svindli sér inn á hátíðina. Flestar handtök- urnar voru vegna slíkra mála, en eingöngu tvær handtökur voru vegna alvarlegra mála. Annars vegar var um að ræða tilraun til nauðgunar og hins vegar slagsmál tveggja manna sem enduðu með því að annar þeirra hlaut grunnt stungusár. Að sögn lögreglu var talsvert minna um hörð fíkniefni nú en undanfarin ár. Svipað magn af maríjúana hafi verið haldlagt en mun minna af kókaíni, E-töflum og LSD. Alls 71 þúsund miðar seldust á hátíðina auk þess sem fjög- ur þúsund miðar seldust á stök kvöld. Langflestir gestanna, eða um 70 þúsund, gistu á tjaldsvæði hátíðarinnar. - þeb 75 þúsund sóttu Hróarskelduhátíðina sem fór að flestu leyti vel fram að sögn lögreglu: Hundrað handteknir á Hróarskeldu Á HÁTÍÐINNI Í kringum 75 þúsund manns skemmtu sér á hátíðinni um helgina þegar mest var. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUMÁL Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, er formaður nýrrar stjórnar Strætós bs, sem hittist á fyrsta fundi sínum í gær. Aðrir í stjórninni eru Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, Kjartan Örn Sigurðs- son frá Álftanesi, Stefán Snær Konráðsson frá Garðabæ, Hjálm- ar Hjálmarsson frá Kópavogi, Hafsteinn Pálsson frá Mosfells- bæ og Sigrún Edda Jónsdóttir frá Seltjarnarnesbæ. Nýja stjórnin mun sitja næstu tvö ár. - pg Ný stjórn Strætós bs: Guðrún Ágústa nýr formaður Það er800 7000 • siminn.is Aðeins 25 kr. dagurinn Farðu á netið í símanum og kíktu á veðurspána áður en þú leggur af stað í fríið, kíktu á Cartoon Network eða fylgstu með stöðunni á HM. Netið í símanum fylgir þér hvert á land sem er. Dagurinn kostar aðeins 25 kr./5 MB. Kynntu þér 3G áskriftarleiðirnar á siminn.is STJÓRNMÁL Borgarráð samþykkti í gær tillögu nýs meirihluta borg- arstjórnar Reykjavíkur að gerðar verði breytingar á framkvæmda- áætlun borgarinnar. Breyting- arnar fela í sér að 500 milljónum króna verði varið í ýmsar mann- aflsfrekar framkvæmdir í borg- inni. Framkvæmda- og eignasvið borgarinnar telur að allt að 150 manns geti fengið vinnu til ára- móta við þessi verkefni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir breytingarnar til marks um þá miklu áherslu sem nýi meirihlutinn vill leggja á atvinnumál, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykja- víkurborg. „Það er mikilvægt að sem flestir fái störf fyrir þá fjármuni sem Reykjavíkurborg setur í framkvæmdir og það erum við að tryggja. Við vonum að einstaklingar og fyrirtæki sem hafa svigrúm taki þátt í þessu með okkur og ráðist í tímabært viðhald af krafti. Það hefur aldrei verið betri tími til þess en einmitt núna,“ segir Dagur. Peningunum sem setja á í verk- efnin hefði annars verið varið til uppkaupa á eignum í tengslum við skipulagsbreytingar. Pening- arnir bætast við framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem þegar voru á áætlun auk 150 milljóna króna sem ætlaðar eru til sér- staks atvinnuátaks. Alls verð- ur framkvæmt á vegum Reykja- víkurborgar fyrir 6,5 milljarða á þessu ári. Meðal verkefna sem ráðist verð- ur í má nefna endurgerð göngu- og hjólaleiða og viðhald á húsum í eigu borgarinnar svo sem á grunnskólum og leikskólum. - mþl Borgarstjórn breytir framkvæmdaáætlun: Setja hálfan milljarð til átaksverkefna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.