Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 14
 6. júlí 2 VEIÐI , umfjöllun um ár og vötn, lög, sögur, spjallsvæði, fréttir, myndir og margt fleira er að finna á Veiðivefnum, undir slóðinni www.veidi.is. Geggjuð tilboð á veiðivörum í sumar Daiwa kaststangir afsl Daiwa einhendur afsl Daiwa rennslisstangir afsl Daiwa Tvíhendur afsl Daiwa Spinnhjól afsl Daiwa fluguhjól afsl Daiwa veiðitöskur afsl Frábær tilboð á Guideline veiðivörum 50% 30% 30% 30% 30% 50% 50% 0000 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Þetta eru þriggja tíma túrar og við reynum að byrja veiðarnar sem styst frá landi, bæði svo fólk hafi sem mestan tíma til að veiða og til að njóta skjóls,“ lýsir Hilm- ar Stefánsson, framkvæmdastjóri Hvalalífs á Akranesi, inntur eftir því hvernig sjóstangveiðiferðirn- ar gangi fyrir sig. Hann segir oft kastað fyrst úti af Kjalarnesinu enda slóðir í grennd við Viðey oft gjöfular. Einnig sé stundum farið upp í Hvalfjörð. En hvaða tegundir koma helst á stöngina?“ „Við stílum inn á að finna þorsk og steinbít en svo veiðast líka ýsa, lýsa og langa,“ lýsir Hilmar og segir skemmtilegt að landa stein- bít því hann sé svo fjörugur. En er fólk yfirleitt vant veiðum þegar það kemur eða lærir það handtök- in um borð? „Hér mæta reyndir fiskimenn, byrjendur og allt þar á milli. Það geta allir veitt,“ fullyrðir Hilmar og segir skipstjórann eða annað starfsfólk um borð kenna fólki hvernig það eigi að bera sig að og hjálpa því að taka fiskinn af önglunum ef með þarf. Einnig að gera að aflanum sem farþegar geti síðan tekið með sér heim. Þó sé hluti hans ávallt grillaður um borð í lok veiðiferðar. „Fólk er afar ánægt með að enda ferðina á grill- veislu og við erum með meðlæti með okkur,“ segir Hilmar og telur sjaldan verða vart við sjóveiki um borð. „Það er yfirleitt svo mikið rólegheitaveður yfir sumarmán- uðina og svo erum við allt að því innan hafnar,“ segir hann. Andrea heitir báturinn sem róið er á og leyfi er fyrir 25 stöngum um borð. Lagt er í veiðiferðirnar frá Akranesbryggju klukkan fimm alla daga frá 1. júní út ágúst ef ein- hver mætir en stundum verður „messufall“, að sögn Hilmars. Andrea er stálbátur sem tekur 50 manns og er með góða inniaðstöðu. Að sögn Hilmars er hún stærsta hvalaskoðunarskip landsins enda eru yfirleitt farn- ar þrjár hvalaskoðunarferðir á henni á dag og stoppað við Lundey til að líta á íbúa hennar í leiðinni. Um miðjan þennan mánuð verð- ur byrjað með kvöldsiglingar. „Þá byrjum við á að borða góðan mat þegar við leggjum frá bryggju, siglum út í Lundey og svo veiðum við líka,“ lýsir hann. „Það verður matur, lundi og fiskur.“ gun@frettabladid.is Eigin afli bragðast best Að finna fyrir fiski á öngli kitlar og kætir. Því er sjóstangveiði vinsæl afþreying. Fyrirtækið Hvalalíf á Akranesi býður upp á hana og í lok sjóferðar gæða menn sér á aflanum sem er grillaður um borð. Ferðamenn um borð í Andreu, greinilega ánægðir með fenginn. MYNDIR/HVALALÍF Vera Rut Ragnardóttir heitir þessi veiðikona sem horfir glaðbeitt framan í steinbítinn. Breskur ferðamaður sem krækti sér í myndarlegan þorsk. „Hér mæta reyndir fiskimenn, byrjendur og allt þar á milli. Það geta allir veitt,“ segir Hilmar hjá Hvalalífi. VEIÐIMENN FAGNA RIGNINGU. Á vefsíðu Stangaveiðifélags Reykja- víkur má upplifa fögnuð veiðimanna yfir regni helgarinnar. Þar er sagt að himnarnir hafi loks opnast og leita þurfi aftur til ársins 2005 til að finna viðlíka úrkomu í júlímánuði. Við þetta úrhelli sexfaldaðist Norðurá í vatni og var eins og Þjórsá á að líta, en miðað við þessa vatns- viðbót er áin talin eiga í það minnsta tvær vikur í góðu vatni, sem er mikill viðsnúningur frá fyrri sumrum. - þlg Himnarnir opnuðust Norðurá er vatnslítil á þessari mynd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.