Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 16
Hlutverk C-vítamíns til viðhalds heilbrigði líkamans er margþætt. Menn, apar og nag- grísir eru einu skepnurnar sem ekki geta myndað sitt eigið C- vítamín og verða þess vegna að treysta á að nægilegt magn sé af því í fæðunni. heilsa.is „Við erum að slá þátttökumet á hverju móti en við höfum haldið á bilinu sjö til tíu mót á sumri,“ segir Karl Sigurðsson, formað- ur strandblaksnefndar Blaksam- bands Íslands. Mikill uppgang- ur er í strandblaki á Íslandi um þessar mundir. „Það má segja að fjöldi liða hafi tvöfaldast í sumar. Við erum að tala um 25 lið sem skrá sig til leiks á hverju móti en í fyrra voru það tólf til fjórtán lið.“ Karl segir að fleiri mæti einnig á strandblakvellina á kvöldin og allir vellir séu fullir öll kvöld. „Það vantar fleiri velli ef eitthvað er. Það eru alltaf fleiri og fleiri að mæta í sandinn og skemmta sér,“ segir Karl og heldur áfram: „Það gerist allt svo seint hérna á höfuðborgarsvæðinu. Ef á að setja upp velli þá þarf það að fara í gegnum nefndir og til dæmis á Fylkissvæðinu er strandblakvöll- ur búinn að vera í gerjun í þrjú ár. En í Garðinum á Reykjanesi tók það tvær vikur að setja völlinn upp frá því tekin var ákvörðun um það.“ Inntur eftir því hvort fleiri vellir séu í farvatninu segir Karl: „Margir hafa haft samband við mig um það hvernig á að búa til velli. Ef allt fer upp sem verið er að tala um þá verður það á sex- tán stöðum á landinu,“ segir Karl og bætir við að þá verði hægt að fara í strandblak um allt land. „Þá verða yfir þrjátíu vellir á landinu eftir sumarið.“ Karl segir alla aldurshópa stunda strandblak en að ungl- ingum í kringum tvítugt sé að fjölga mest. Karl rekur auknar vinsældir strandblaks til þess að íþróttin sé ódýr. „Ef fólk er að fækka utanlandsferðum og er að finna sér skemmtun hérna heima þá er strandblak langódýrasta skemmtunin því það þarf ekkert að kaupa dýra hlaupaskó heldur fer fólk bara úr sokkum og skóm og út í sand. Það eina sem þarf er einn bolti.“ Nánari upplýsingar má finna á www.strandblak.is martaf@frettabladid.is Strandblökurum fjölgar Strandblak er í gríðarlegri sókn á Íslandi um þessar mundir. Karl Sigurðsson segir fjölda strandblakliða hafa tvöfaldast í sumar borið saman við síðasta sumar. Áform eru um fjölgun strandblakvalla á landinu. „Það mæta alltaf fleiri og fleiri í sandinn og skemmta sér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Karl Sigurðsson segir strandblakara fara á völlinn frá miðjum maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MATAREITRANIR og -sýkingar vegna örvera eru kall- aðar einu nafni matarsjúkdómar. Upplýsingar um skaðleg- ar örverur og matarsjúkdóma má finna á www.mast.is. Tinktúrur úr íslenskum lækningajurtum taldar góðar fyrir: * breytingaskeiðið * blöðruhálskirtil * bjúg * exem og sóríasis * meltingu * kvef og flensu Lífrænar snyrtivörur og smyrsl Fæst í öllum helstu lyfja- og heilsubúðum www.annarosa.is FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.