Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 30
22 6. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. hæfileiki, 6. tveir eins, 8. reitur, 9. lærir, 11. guð, 12. orðrómur, 14. kvk nafn, 16. verslun, 17. temja, 18. púka, 20. rykkorn, 21. rétt. LÓÐRÉTT 1. óskiptu, 3. í röð, 4. afar, 5. skel, 7. limlesta, 10. hlóðir, 13. fæða, 15. lengdareining, 16. hólf, 19. strit. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfa, 6. ll, 8. beð, 9. les, 11. ra, 12. umtal, 14. sóley, 16. bt, 17. aga, 18. ára, 20. ar, 21. satt. LÓÐRÉTT: 1. öllu, 3. áb, 4. ferlega, 5. aða, 7. lemstra, 10. stó, 13. ala, 15. yard, 16. bás, 19. at. Tónleikahátíðin í Galtalæk með þýska teknótryllinn Scooter fremstan í flokki fór fram um helgina. Fjöldi fólks sótti hátíð- ina og fór hún vel fram að sögn lögreglu en auk Þjóðverjarns stigu á svið íslensku rapphundarnir í XXX Rottweiler og Steindi Jr. sem á eitt vinsælasta lag Íslands um þessar mundir. Allt ætlaði um koll að keyra þegar kappinn steig á svið en milli 3.000 og 5.000 manns sóttu hátíðina. Áhorfendur sungu hástöfum með laginu Geðveikt fínn gaur og voru móttökurn- ar slíkar að þær hefðu vel sæmt heimsfrægri rokkstjörnu. Rottweilerhundarnir létu einnig til sín taka á hátíðinni og athygli vakti að þeir eyddu helginni á fjölskyldu- hluta tjaldsvæðisins. Þrátt fyrir að vera fjarri aðalpartístemningunni varð Erpur Evindarsson fyrir barð- inu á ræningjum en sænginni hans var stolið úr tjaldinu. Sængin, sem var með Garfield-sængur- veri, var rapparanum kær og eyddi hann góðum tíma í að leita að henni. Erpur auglýsti meðal annars eftir sæng- inni á Facebook og ku sakna hennar mjög. Fréttablaðið hefur sagt frá tipp- keppni fagmanna í tengslum við HM í fótbolta. Venediktsson-sam- steypan, sem heldur utan um keppnina, heldur uppskeruhátíð á Hressó á sunnudagskvöld eftir úrslitaleikinn á HM í fótbolta. Þá fæst úr því skorið hvaða kempa ber sigur úr býtum í leiknum og fær hinn getspaki 150 þúsund krónur í verðlaun. Þegar aðeins fjórir leikir eru eftir í keppninni er Leifur Garðarsson, þjálfari Víkings, í efsta sætinu en fast á hæla hans koma Keflvík- ingarnir Haukur Ingi Guðnason og Willum Þór Þórsson. - áp FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Kristján Loftsson. 2 David Villa. 3 4. sæti. „Við vorum ekki nema um tíu metra frá öllum stjörnunum,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands. Birgitta Líf er nú stödd í Los Angeles ásamt vinkonum sínum, Evu Dögg Þórisdóttur og Elísabetu Hönnu Maríudóttur. Vinkonurnar, sem allar eru á átjánda ári og stunda allar nám við Verzlunarskóla Íslands, eyða mánuði í borg- inni nú í sumar. Þriðja myndin í Twilight-serí- unni var frumsýnd á dögunum og stelpurnar komu sér inn með klókindum. „Við vorum búnar að taka eftir tjaldborginni fyrir utan Nokia Theatre í nokkra daga. Við erum ekki það miklir aðdáendur en ákváðum samt að kíkja á forsýninguna,“ segir Birgitta. „Við komum þangað hálftíma fyrir sýningu og með ótrúlegum hætti náðum við að bulla okkur í gegnum alla öryggisverðina og enduðum á frá- bærum stað – mun betri stað en þeir sem höfðu tjaldað í marga daga. Birgitta Líf og stelpurnar eru búnar að vera í Los Angeles í þrjár vikur, en þær strituðu í vetur til að eiga fyrir ferðinni. „Við erum búnar að vinna fyrir þessari ferð í allan vetur til að borga þetta sjálfar,“ segir Birgitta. Vinkon- urnar ætluðu að leigja sjálfar íbúð en voru svo heppnar að fá að gista hjá íslenskri konu sem býr í Los Angeles. „Það eru endalausar sögur af því sem við erum búnar að upplifa. Við fórum í viðtal bæði í útvarpsþátt og tvo netþætti og fórum til Las Vegas,“ segir Birgitta. „Við upplifðum stemn- inguna í kringum úrslitaleikinn í körfubolta þar sem LA Lakers vann. Við fórum í UCLA og bönkuðum upp á í systra- og bræðrafélagshús þar og fengum að skoða okkur um. Við erum búnar að sjá helling af stjörnum og hittum til dæmis leikkonuna Amber Stevens sem leikur í uppáhaldsþáttunum okkar, Greek.“ - ls Vinkonur smygla sér á rauða dregilinn Á RAUÐA DREGLINUM Vinkonurnar náðu að smygla sér í gegnum öryggisverðina á forsýningu Twilight: Eclipse. „Handritið er eftir Hugleik Dags- son og er þetta fyrsta kvikmynda- handritið sem hann skrifar. Mynd- in fjallar um skiptinema sem stundar nám í kvikmyndagerð og leigir á meðan hjá íslensku pari. Hann er svo fenginn til að fylgja eftir inngöngu þessa pars inn í uppgerðan sértrúarsöfnuð,“ útskýrir Kristín Bára Haraldsdótt- ir, sem leikstýrði stuttmyndinni Knowledgy ásamt Hrefnu Hagalín. Stuttmyndin er sameiginlegt loka- verkefni þeirra úr Kvikmyndaskól- anum þar sem þær námu leikstjórn og framleiðslu. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir og bandaríski leikarinn Leo Fitzpatrick, sem lék meðal annars í kvikmyndinni Kids og í sjónvarpsþáttunum The Wire. Myndin var frumsýnd á Soho House-hótelinu í New York og segir Kristín Bára móttökurnar hafa verið góðar. „Salurinn tók fjöru- tíu manns í sæti en það mættu um sextíu manns og við Hrefna end- uðum með því að sitja á gólfinu,“ segir Kristín Bára og hlær. Vef- ritið Dazed Digital fjallaði meðal annars um myndina á forsíðu sinni og segir Kristín Bára það vera góða auglýsingu fyrir þær. Stúlkurnar hafa í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að leggja lokahönd á Knowledgy eru þær meðal annars að vinna að tvem- ur nýjum stuttmyndum og sjón- varpsþætti. „Það er nóg að gera og við erum meðal annars að vinna í því að koma Knowledgy áfram á einhverjar kvikmyndahátíðir, svo erum við með sjónvarpsþátt í bígerð og fleiri stuttmyndir,“ segir Kristín Bára. - sm Frumsýndu á Soho House-hótelinu GOTT TVÍEYKI Kristín Bára Haraldsdóttir og Hrefna Hagalín leikstýrðu saman stuttmyndinni Knowledgy sem fengið hefur góða dóma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUMARFRÍIÐ „Í sumar ætla ég að ferðast um Ísland og sauma föt.“ Hulda Dröfn Atladóttir fatahönnuður. „Við erum rosalega sáttir við þetta,“ segir Atli Sigursveinsson, gítarleikari rokksveitarinnar End- less Dark. Endless Dark hefur gert samning við enska fyrirtækið X-Ray Tour- ing sem sér um að skipuleggja tón- leika fyrir hinar ýmsu hljómsveit- ir. Samningurinn er mikilvægur fyrir Endless Dark því fyrir tækið er á meðal þeirra stærstu í Evrópu og er með stór nöfn á borð við Cold- play, Eminem, Green Day, Snow Patrol, Nick Cave og Queens of the Stone Age á sínum snærum. „Þetta er byrjunin. Við fórum á fund með manni sem heitir Steve Strange sem virðist vera einn af aðalgaur- unum þarna,“ segir Atli. Endless Dark spilar svokallað post-harðkjarnarokk, eða screamo. Sveitin er skipuð sex strákum á aldrinum 18 til 22 ára frá Ólafsvík og Grundarfirði. Verkefnin eru þegar farin að hrannast upp hjá vestfirsku rokk- urunum því Endless Dark hefur verið bókuð á tónlistarhátíðina Sonisphere í Englandi 31. júlí. Þetta er mikil rokkhátíð, enda stíga þar á svið í ár Iron Maiden, Rammstein, Mötley Crüe, Placebo og fleiri kunnar sveitir. „Þetta er geðveikt. Þarna verða líka önnur bönd sem ekki allir þekkja sem eru átrúnaðargoð hjá manni,“ segir Atli sem hlakkar mikið til að spreyta sig. „Núna eru bara æfingar á fullu. Þetta má ekki klúðrast. Þetta gæti verið eina stóra tækifærið sem maður fær.“ Endless Dark spilar einnig með bandarísku hljómsveitinni Madina Lake á nokkrum tónleikum í Bret- landi en sú sveit er ákaflega vinsæl þar um slóðir. Hún var kjörin besti erlendi nýliðinn á Kerrang!-tón- listarhátíðinni árið 2007 og spilar einmitt á aðalsviðinu á Sonisphere í ár. Þegar er orðið uppselt á tón- leika Madina Lake og Endless Dark á hinum þekkta stað Barfly í London hinn 4. ágúst. Lagið Cold, Hard December af væntanlegri EP-plötu Endless Dark er á leiðinni í loftið, sem og myndband við lagið sem var tekið upp í Bretlandi fyrr á árinu. Rétt fyrir upptökurnar náði hljómsveit- in öðru sæti í hæfileikakeppninni Global Battle of the Bands sem var haldin í London og vakti fyrir það mikla athygli. freyr@frettabladid.is ATLI SIGURSVEINSSON: VIÐ ERUM ROSALEGA SÁTTIR VIÐ ÞETTA SEMJA VIÐ EITT STÆRSTA TÓNLEIKAFYRIRTÆKI EVRÓPU ENDLESS DARK Hljómsveitin Endless Dark hefur gert samning við enska fyrirtækið X-Ray Touring. Tónleikar á Sonisphere-hátíðinni eru fyrirhugaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.