Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 10
10 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR ÍÞRÓTTIR 02:0300:10 ...ég sá það á visir.is Allt um HM 2010 á Vísi.is Sjáðu HM 442, öll mörkin og flottustu tilþrifin á HM vef Vísis. Fréttir af liðunum, umfjöllun um leikina, viðtöl við leikmenn og margt fleira. Ekki missa af neinu á HM. VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Akurey, sem á 60 prósent í lyfja- fyrirtækinu Icepharma í gegnum dótturfélag, hefur enn ekki skil- að ársreikningum fyrir árin 2007, 2008 og 2009. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að Bankasýsla ríkisins hefði skipað Kristján Jóhannsson, lektor í viðskiptafræði, í stjórn Arion banka þrátt fyrir að hann hefði sem eigandi og stjórnarfor- maður Akureyjar trassað að skila ársreikningum frá stofnun félags- ins. Kristján kom af fjöllum í samtali við Fréttablaðið 10. júní og sagði að vanskilin hlytu að vera handvömm. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að skila þessum reikn- ingum ef þeir eru ekki inni,“ sagði Kristján. Tæpum mánuði síðar hafa reikn- ingarnir hins vegar enn ekki skilað sér eins og sjá má sé félaginu flett upp í ársreikningaskrá á vef Ríkis- skattstjóra. Elín Jónsdóttir sagðist í Frétta- blaðinu 10. júní ekki sjá ástæðu til að endurskoða setu Kristjáns í stjórn Arion banka þrátt fyrir van- skilin. Athugun Fjármálaeftirlits- ins á hæfi stjórnarmanna Arion er enn ekki lokið, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. - sh Stjórnarmaður ríkisins í Arion banka hefur ekki bætt úr vanskilum: Reikningum Akureyjar enn ekki skilað RÍKISSKATTSTJÓRI Árseikningaskrá hefur enn ekki borist einn einasti ársreikning- ur félagsins Akureyjar, sem stofnað var 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STÆÐILEG STYTTA Stytta af hinu vin- sæla teiknimyndavélmenni Gundam stendur í almenningsgarði í borginni Shizuoka í Japan. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUMÁL Yfirstjórn ESA, Eft- irlitsstofnunar EFTA, hefur sam- þykkt undanþágur fyrir Ísland frá nokkrum ákvæðum reglna um aksturs- og hvíldartíma atvinnu- bílstjóra í farmflutningum. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ákvað að taka málið upp árið 2008 í kjöl- far óska frá Samtökum atvinnu- lífsins, ASÍ og Starfsgreinasam- bandinu. Óskaði ráðuneytið eftir undanþágu þar sem aðstæður hér á landi væru að mörgu leyti frá- brugðnar því sem gerist á meg- inlandinu. Ráðherra segir undanþágur sem þessar fordæmalausar gagn- vart öðrum EES-ríkjum og að svo virðist sem að nú sé viðurkennt að á Íslandi séu aðstæður með þeim hætti að réttlætanlegt sé að und- anþágur séu gefnar frá aksturs- og hvíldartímareglum. Leyfilegur aksturstími dag hvern er 9 klukkustundir, sam- kvæmt Evrópureglum. Hann má lengja um tvær stundir tvo daga í viku. Fallist er á beiðni Íslands um að aka megi fjóra daga vik- unnar í stað tveggja daga í ellefu klukkustundir á leiðunum milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Nes- kaupstaðar og Ísafjarðar. Ráðuneytið hyggst í framhald- inu kanna möguleika á því að fá varanlegar undanþágur, en þær gilda tímabundið frá 30. október 2010 til 15. apríl 2011. - shá Ísland hefur fengið undanþágur frá reglum um aksturs- og hvíldartíma bílstjóra: Hvílast minna og aka lengur Á FERÐINNI Undanþága frá reglum um hvíldar- og aksturstíma er túlkuð sem viður- kenning á sérstökum aðstæðum hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TORONTO, AP Bruni í spennuvirki í kanadísku borginni Toronto olli rafmagnsleysi í stórum hluta borgarinnar á mánudag. Um 250 þúsund manns voru án rafmagns og olli bruninn miklum töfum í neðanjarðarlestarkerfi borgar- innar og á götum úti þar sem raf- magnið fór af á háannatíma. Elísabet Englandsdrottning lenti í Toronto í rafmagnsleys- inu og fresta þurfti hátíðarkvöld- verði hjá kanadíska forsætis- ráðherranum þar til rafmagnið komst aftur á. Mikil hitabylgja er í Kanada þessa dagana, en hitinn mældist um 34 gráður á mánudag. - sv Rafmagnslaust í Toronto: Um 250 þúsund án rafmagns TORONTO Í KANADA Rafmagnsleysið olli miklum röskunum á samgöngum MYND/ÞÓRGUNNUR ODDSDÓTTIR DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja tvo barnavagna út úr fólki. Konan blekkti mann til að afhenda sér barnavagn gegn því að hún myndi greiða 85 þúsund krónur síðar um daginn. Það gerði hún ekki en seldi vagninn á sjötíu þúsund krónur. Þá blekkti hún konu til að afhenda sér barnavagn undir því yfirskini að hún myndi greiða 85 þúsund krónur fyrir hann síðar um daginn. Það gerði hún ekki heldur sló eign sinni á vagninn. Konan játaði sök fyrir dómi. - jss Játaði sök fyrir dómi: Kona sveik út barnavagna Á fjórða tug hafa sótt um Þrjátíu og fjórir hafa sótt um starf bæjarstjóra í Grundarfirði næstu fjög- ur ár. Tveir umsækjendur til viðbótar drógu umsóknir sínar til baka þegar fyrir lá að þeir fengju ekki að njóta nafnleyndar. Grundarfjörður FERÐAMÁL Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júní eru þús- und færri en á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Ferða- málastofu. Fækkunin nemur tveimur prósentum milli ára. Frá áramótum hafa 8.500 færri farið frá landinu en árinu áður, sem nemur tæpum fimm prósentum. Í fyrra voru nærri 40 prósent brottfara erlendra gesta í Leifs- stöð í júlí og ágúst. Íslendingar fara þó utan í auknum mæli. Aukningin nemur 13,4 prósentum í júní í ár. - sv Brottfarir um Leifsstöð: Erlendum gest- um fækkar LEIFSSTÖÐ Erlendum gestum fækkar en íslendingum fjölgar DÓMSMÁL Par á þrítugsaldri gerði ráð fyrir að fá þrjár til fjórar millj- ónir fyrir að smygla tæpum 1,8 kílóum af kókaíni í þremur ferða- töskum hingað til lands. Karlmaður sem ákærður er í öðru máli, ásamt fjórum öðrum, fyrir innflutning á rúmlega 1,5 kílóum af kókaíni er einnig sakað- ur um að hafa átt aðild að málinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð í fyrrgreinda kókaínmálinu í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Tvö pör eru ákærð í málinu. Í öðru tilvikinu er karlmaður ákærð- ur fyrir að skipuleggja smyglið og ásamt sambýliskonu að hafa geymt efnin. Hitt parið sætir ákæru fyrir að sækja 1,8 kíló af kókaíni til Ali- cante á Spáni og auk þess fyrir vörslu fíkniefna. Annað burðardýranna sagði fyrir dómi að hann og sambýlis- konan hefðu verið „skítblönk“ og þess vegna ákveðið að slá til. Þau hefðu vitað að þau voru að sækja fíkniefni, en ekki hvort það væri amfetamín eða kókaín, né hversu mikið magnið væri. Þá hefði þeim verið sagt að fíkniefnin „væru falin í pípum“. Hvað varðar afhendingu kóka- ínsins sögðu burðardýrin að maður hefði hringt úr hótelmóttökunni á Spáni upp á herbergi til þeirra. Þau hefðu farið niður og tekið við töskunum. Hinn meinti skipuleggjandi sagði fyrir dómi í gær að maður sem er í gæsluvarðhaldi vegna fyrra kókaínmálsins hefði beðið hann í byrjun mars að sækja efnin. Hann hafi neitað en hins vegar talað við kunningjafólk sitt; parið sem reyndist reiðubúið til ferðar- innar. Hann hafi vitað að fólkið væri í peningavandræðum og því viljað gefa því færi á ferðinni. Maðurinn kvaðst hafa tekið við um einni milljón króna, sem hann hefði komið áfram til burðar- dýranna, meðal annars fyrir gjaldeyri og flugi til Spánar. Hann kvaðst svo hafa tekið til baka 200 þúsund krónur, því þá upphæð hefði hann skuldað í evrum. Þá kvaðst hann hafa skuldað vini mannsins, sem upphaflega bað hann að fara, um 300 þúsund krónur og litið svo á að sú skuld yrði gerð upp ef hann útvegaði burðardýrin. Maðurinn sem sakaður var um að hafa verið upphafsmaður að því að útvega burðardýr er þrítug- ur Hafnfirðingur. Hann er einnig ákærður í málinu sem þingfest verður í dag. Maðurinn var leidd- ur í fylgd tveggja fangavarða í dómsal í gær. Vitnisburður hans var skýr: „Ég veit ekkert um þetta mál.“ jss@frettabladid.is Í DÓMSAL Fangaverðir fylgdu einum sakborninganna í kókaínmálinu í dómsal í gær. Burðardýr eiturlyfja héldu sig fá milljónir Tvö burðardýr í fíkniefnasmyglmáli töldu sig fá þrjár til fjórar milljónir fyrir að smygla 1,8 kílói af kókaíni til landsins. Karlmaður, sem ákærður er í öðru kóka- ínmáli, sætir ákæru fyrir að skipuleggja smyglið. Unnusta hans er líka ákærð. RÚSSLAND Hundruð Rússa hafa drukknað í mikilli og langvar- andi hitabylgju sem gengur yfir landið, að því er fram kemur á fréttavef Sky. Hitinn hefur verið yfir 37 stig dögum saman og hafa íbúar Moskvu reynt að kæla sig niður í tjörnum, gosbrunnum og ám og hafa hundruð þeirra drukkn- að. Yfirvöld segja að dauðsföll- in megi rekja til áfengisneyslu og að fólk sinni ekki viðvörunar- skiltum þar sem hættulegt sé að synda. - sv Hitabylgja í Rússlandi: Hundruð láta lífið í vötnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.