Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2010 11 STJÓRNVÖLD Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra kemur til Ungverjalands í dag til fundar við János Martonyi utanríkisráð- herra og Pal Schmitt, nýkjörinn forseta Ung- verja. Einnig mun Össur kynna sér jarðhita- verkefni sem verkfræði- stofan Mann- vit vinnur að í borginni Szent- lorinc. Síðustu daga hefur Össur verið í Króatíu og átt fundi með Gordan Jandrokovic, utanríkisráðherra Króatíu, og dr. Ivo Josipovic, forseta landsins. Í Króatíu var hann viðstaddur und- irritun samnings sem verkfræði- stofan Efla var að gera um þátt- töku í jarðhitaverkefni í Króatíu. - pg Opinber heimsókn: Össur í Ung- verjalandi ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON SANDGERÐI Alls sótti 41 um stöðu bæjarstjóra Sandgerðisbæjar eftir síðustu sveitarstjórnar- kosningar, en umsóknarfrest- ur rann út í síðustu viku. Unnið verður að því næstu daga að fara yfir umsóknir og leggja mat á umsækjendur. Ráðgjafarþjónust- an Hagvangur er bæjarstjórn til ráðgjafar í málinu. Ákvörðun um nýjan bæjar- stjóra verður tekin síðar í júlí. Þangað til að nýr bæjarstjóri hefur störf mun forseti bæjar- stjórnar, Ólafur Þór Ólafsson, sinna starfi framkvæmdastjóra bæjarfélags Sandgerðis. - sv Bæjarstjórastaða í Sandgerði: 41 umsækjandi um stöðuna Sektaður fyrir amfetamín Karlmaður hefur verið dæmdur í 50 þúsund króna sekt fyrir að hafa í vörslu sinni lítilræði af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit á honum. Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og boðaði ekki forföll. DÓMSMÁL Tóku hálft tonn kókaíns Tollverðir í Úkraínu hafa lagt hald á 580 kíló af kókaíni sem var reynt að smygla inn í hafnarborgina Odessa við Svartahaf. Verðmætið nemur um sjö og hálfum milljarði króna. Þetta er mesta magn af kókaíni sem náðst hefur í einu lagi. ÚKRAÍNA Við ætlum að gera betur Viðskiptavinir okkar í vildarþjónustu Arion banka fá sinn eigin þjónusturáðgjafa sem setur sig inn í þeirra mál. Persónuleg þjónusta sem miðast við þarfir hvers og eins. UMFERÐ Umferð á þjóðvegum landsins hefur verið mun minni í ár en í fyrra. Eftirlit á sex- tán völdum talningarstöðum víðs vegar um landið leiddi í ljós tæplega níu prósenta minni umferð en í sama mánuði í fyrra. Miðað við fyrri árshelming er munurinn 4,6 prósent á landsvísu. Umferð minnkar á öllum talningarstöð- unum og hefur það ekki gerst áður á þess- um árstíma, en Vegagerðin reiknar með að umferðin í ár verði jafnvel minni en árið 2006. Þetta er mesti samdráttur í umferð milli ára fyrir sex fyrstu mánuði ársins síðan mæl- ingar hófust árið 2005 og einnig í fyrsta sinn sem umferð minnkar í öllum landshlutum. Samdrátturinn á Suðurlandi er sérstaklega mikill, en þar er um að ræða 17,5 prósenta minni umferð á milli ára. Minnst minnkar umferðin á Norðurlandi, eða um hálft pró- sent. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni, segir ekki gott að sjá í fljótu bragði hvað veldur þessum mikla sam- drætti á Suðurlandinu sérstaklega. „Það er ekki ólíklegt að gosið í Eyjafjalla- jökli spili eitthvað inn í,“ segir hann. „Hátt bensínverð hefur líka áhrif og sennilega þessi almenni samdráttur í samfélaginu.“ - sv 17,5 prósenta minni umferð um Suðurland í júní á þessu ári en í fyrra: Umferð á þjóðvegunum snarminnkar ÍRAK Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er hugsanlega á leið til Íraks. Yfirhershöfðingi Bandaríkjahers í Írak, Ray Odi- erno, vill fá SÞ til að taka við gæslu í norðurhéruðum landsins þegar Bandaríkjamenn flytja herlið sitt þaðan á næsta ári. Mikil spenna ríkir á milli araba og kúrda um hvernig stjórnun norðurhéraðanna verði háttað eftir brottför Bandaríkjahers. Auðugar olíulindir eru á þessum slóðum og deilt hefur verið um stjórnskipulag í fjölda ára. - sv SÞ hugsanlega á leið til Íraks: Bandaríkjaher vill gæslulið SANDGERÐI Margir vilja setjast í stól bæjarstjóra. FÆRRI BÍLAR Á GÖTUNUM Vegagerðin reiknar með að umferðin í ár verði minni en árið 2006.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.