Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 7. JÚLÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Kínversk stjórnvöld tilkynntu hinn 19. júní síðastlið- inn að þau muni breyta stefnu sinni í gjaldmiðilsmál- um. Undanfarin ár hefur gengi kínverska gjaldmið- ilsins, júansins, verið fast við bandaríska dollarann en nú er stefnt að styrkingu. Verður gjaldmiðillinn settur á takmarkað flot í kringum körfu gjaldmiðla. Talið er að júanið muni styrkjast töluvert í kjölfarið en þessi stefnubreyting mun sennilega hafa veruleg áhrif á kínverska hagkerfið og raunar víðar. Sumir telja reyndar að lítið muni breytast. Hefur því verið haldið fram að yfirlýsingin sé í raun að- eins tilraun til þess að róa Bandaríkjamenn en mik- ill þrýstingur hefur verið á Kína af hálfu Bandaríkj- anna að leyfa júaninu að styrkjast. Skýrist það af ójafnvægi í milliríkjaverslun landanna en Banda- ríkjamenn hafa gríðarlegan viðskiptahalla sem rekja má að stærstum hluta til viðskipta við Kína. Þó ber að hafa í huga að slíkt ójafnvægi orsakast ekki ein- göngu af skakkri hlutfallslegri stöðu gjaldmiðlanna heldur líka af innri þáttum. Kínverjar gefa sér reyndar svigrúm í yfirlýsing- unni til að mögulega hægja á eða jafnvel snúa styrk- ingunni við telji þeir aðstæður krefjast þess. Júan- ið hefur hins vegar styrkst frá yfirlýsingunni og það sem skiptir sennilega meira máli er að vænt- ingar markaða eru nú að júanið muni halda áfram að styrkjast á næstu misserum. Það gerir Kínverj- um erfitt fyrir, kjósi þeir að snúa við. Ástæður þess að Kínverjar vilja að júanið styrk- ist eru fjölbreyttar. Mestu skiptir að næstum tíunda hluta landsframleiðslu er nú varið í að kaupa erlend ríkisskuldabréf (aðallega bandarísk) til þess að koma í veg fyrir að júanið styrkist borið saman við doll- arann. Margt annað er hægt að gera fyrir þá pen- inga eins og gefur að skilja. Gengisstyrkingin mun einnig auka kaupmátt kínverskra neytenda og gera bensín og aðrar innfluttar vörur ódýrari. Hún gagn- ast þó fleiri þjóðum en Kínverjum. Styrkist gengið munu vörur frá öðrum löndum að lokum verða sam- keppnishæfar á mörgum mörkuðum sem Kínverjar ráða lögum og lofum á í dag. Styrkingin getur því stuðlað að hagvexti í viðskiptalöndum Kína. Á meðan mun hægjast á vexti í Kína en vöxtur hefur verið svo hraður undanfarið að verðbólga er orðin áhyggju- efni. Því er sennilega ráðlegt að hægja á vexti til að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins. Skiptar skoðanir eru hins vegar á því hve mikið muni hægja á vexti. Sumir hræðast að afleiðing- ar gætu orðið viðvarandi hægur vöxtur. Í því sam- bandi er bent á það hvernig japanska jenið styrktist á áttunda og níunda áratugnum en í kjölfarið hægð- ist verulega á hagvexti þar í landi og hófst þá hinn svokallaði týndi áratugur. Aðrir segja hins vegar ástæðulaust að óttast slíkt. Á árunum 2005 til 2008 styrkist júanið töluvert en það hafði lítil sýnileg áhrif á útflutning og hagvöxt. Tveir hagfræðingar, Barry Eichengreen og Andrew K. Rose, hafa rann- sakað hvað líklegt væri að gerðist færi júanið í styrk- ingarfasa með því að skoða lönd sem hafa verið í svipuðum aðstæðum. Niðurstaða þeirra er sú að það muni hægjast á hagvexti um eitt prósentustig á ári næstu fimm árin en að aðrar mikilvægar hagstærð- ir munu sennilega breytast lítið. Búist er við því að gengisstyrkingin verði hægt ferli, um 2 til 3 prósent á ári. Það kann að hljóma lítið en sú þróun getur á nokkrum árum breytt jafn- vægi heimsviðskipta til mikilla muna. Júanið í styrkingar- fasa næstu misserin Stefnubreyting kínverskra stjórnvalda mun hafa mikil áhrif á kínverska hagkerfið en áhrifanna mun gæta víðar. „Bæði íslensk fyrirtæki sem leita nor- rænna fjárfesta og norræn fyrirtæki sem hug hafa á að fjárfesta á Íslandi hafa leitað til mín. En þetta er ekki launað starf; ég hjálpa þeim í frítíma mínum utan vinnu. Þetta litla framlag mitt vona ég að sé hluti af því að rétta efnahagslífið við,“ segir Svein Har- ald Öygard, fyrrverandi seðlabanka- stjóri. Um tólf íslensk fyrirtæki hafa leitað til hans. Svein Harald tók við starfi seðla- bankastjóra af þeim Davíð Oddssyni, Ingimundi Friðrikssyni og Eiríki Guðnasyni seint í febrúar í fyrra en steig úr honum þegar Már Guðmunds- son var ráðinn í ágúst. Eftir að hann fór aftur utan tók hann við sambæri- legri framkvæmdastjórastöðu hjá ráð- gjafarfyrirtækinu McKinsey í Noregi og hann hafði áður. Íslensk fyrirtæki sem leitað hafa hófanna í Noregi hafa sett sig í sam- band við seðlabankastjórann fyrrver- andi. Svein Harald segist í samtali við Fréttablaðið gera sitt besta til að koma fyrirtækjunum til hjálpar. „Ég hef reynt að hjálpa þessum fyrirtækjum sem best ég má. Það felst aðallega í því að koma þeim í kynni við þá sem ég tel betur tengda og geta hjálpað þeim frekar,“ segir Svein Harald. - jab SVEIN HARALD Um tólf íslensk fyrirtæki hafa leitað ráða hjá fyrr- verandi bankastjóra Seðlabankans. MARKAÐURINN/ANTON Leita ráða hjá Sveini Haraldi AUKINN KAUPMÁTTUR Kínverskur almenningur mun njóta góðs af styrkingu júansins með auknum kaupmætti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lilja Alfreðsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra á skrifstofu seðlabankastjóra, hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (AGS) í Washing- ton í Bandaríkjunum. Lilja verður fulltrúi Íslands á skrifstofu AGS sem fer með mál- efni kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og heyr- ir undir Danann Per Callesen, fastafulltrúa í framkvæmda- stjórn AGS. Lilja tekur við starf- inu af Birni Ólafssyni, sem snýr heim. Mánuður er síðan gengið var frá ráðningu Lilju og tekur hún við starfinu ytra 23. ágúst. Hún segir mikla vinnu innta af hendi á skrifstofunni fyrir aðildarríki AGS áður en mál séu lögð fyrir framkvæmdastjórnina. „Þetta er mjög lýðræðislegt,“ segir hún. Lilja hóf störf í bankanum árið 2001 og hafa meginverk- efni hennar falist í samskiptum við AGS, svo sem vegna lánasam- komulags stjórnvalda við sjóð- inn auk samskipta við alþjóðleg matsfyrirtæki og fjármálastofn- anir. - jab Lilja kveður Seðlabankann Seðlabankinn birtir á föstudag tölur um stöðu lífeyrissjóðanna í lok maí. Mánuði fyrr nam hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu líf- eyris 1.874 milljörðum króna og jókst um 16 milljarða frá fyrri mánuði. Í Morgunkorni Íslands- banka segir að frá því á sama tíma fyrir ári hafi hrein eign sjóðanna hækkað um 245 millj- arða króna eða sem nemi um 15 prósent að nafnvirði. Það sé um 6,2 prósent hækkun að teknu til- liti til verðbólgu. „Þó ber að hafa í huga að raun- ávöxtun sjóðanna er mun lægri þar sem greiðslur inn í sjóðina eru töluvert hærri en lífeyris- greiðslur og útflæði vegna inn- lausnar séreignarsparnaðar,“ segir í Morgunkorninu. Lífeyrissjóðir bæta við sig B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna AMarkaðsreikningur bundinn í tíu daga. BAð auki er 3% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild. CAð auki er 5% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild. DVaxtareikningur bundinn í sjö daga EAð auki er 1,5% heimildargjald skuldfært mánaðarlega af heimild. FFer eftir því hvernig fyrirtækið er metið hjá MP. Aðeins eru greiddir vextir af nýttri heimild. GPM er bundinn í tíu daga. HEkkert heimildargjald. I0,25% úttektargjald Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 3,80%A 13,85%B 13,50%B Vaxtaþrep 4,55% 13,50%C 13,25%C Vaxtareikningur 5,60%D 14%,E 14%E MP Sparnaður 11,75% til 4,70%, 13,25% 13,25%F PM-reikningur 13,55 til 4,85%G 14%, 14,90%H Netreikningur 5,15%I 14,90% 14,40% Sparnaðarreikningur 4,20% 11,80% ekki í boði LILJA ALFREÐSDÓTTIR Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum VALITOR um hvaða lausnir henta þér best. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og skjóta þjónustu. Hafðu samband í síma 525 2080 og kynntu þér málið VISA og Mastercard færsluhirðing! FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.