Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 7. JÚLÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T H ættumerki eru fram undan í íslensku efna- hagslífi sem mikil- vægt er að takast á við. Fyrirtæki eru að flytja starfsemina til útlanda. Fjárfestar telja að þar séu tæki- færin fleiri og svigrúmið meira. Aðstæður hér geta dregið úr áhuga fjárfesta á að byggja fyr- irtæki sín upp hér og fjárfesta frekar ytra. „Það er hættulegt fyrir atvinnulíf á Íslandi ef fjár- festingin og hugvitið fer að mestu til útlanda. Við megum ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem ís- lensku atvinnulífi stafar af þess- um landflótta.“ Þannig skrifar Þorkell Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri fjár- mála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Varnaðarorð Þorkels láta kunnuglega í eyrum. En sú er ekki raunin. Greinin er fimm ára gömul og skrifar Þorkell hana í því skyni að vara við að út- rásin, sem þá var að fara á flug, breyttist í fyrirtækjaflótta. STJÓRNENDUR FARA ÚR LANDI Nú fimm árum síðar virðist svip- uð staða komin upp. Fyrir hálfum mánuði tilkynnti samheitalyfja- fyrirtækið Actavis um forstjóra- skipti en þá stóð Sigurður Óli Ól- afsson upp úr stólnum fyrir Clau- dio Albrecht. Hans fyrsta verk var að greina frá því að leit stæði yfir að hentugri staðsetningu fyrir æðstu stjórnendur fyrirtækisins á miðlægum stað á meginlandi Evr- ópu. Þótt Albrecht hafi þvertek- ið fyrir að Actavis væri að færa höfuðstöðvar sínar úr landi óttast þeir sem til þekkja að þetta kunni að vera fyrstu skrefin í þá átt. Í kjölfarið muni fyrirtækið auka uppbyggingu sína utan landsteina og skatttekjur færast úr landi. Albrecht er fjarri því eini er- lendi forstjórinn sem sest hefur í forstjórastól íslensks fyrirtæk- is í alþjóðlegum rekstri upp á síðkastið. Skemmst er að minn- ast þess að Theo Hoen tók óvænt við af Herði Arnarsyni hjá Marel í fyrravor auk þess sem Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar, flutti til Bandaríkjanna um áramótin. Þeir sem rætt hefur verið við í tengslum við málið segja ekki úti- lokað að einhver fyrirtæki innan sprotageirans séu í sömu sporum. Því til staðfestingar hefur verið bent á að nokkur sprotafyrirtæki eigi erfitt með að laða til sín er- lenda fjárfesta. Þeim hugnist ein- faldlega ekki óstöðugt umhverfi hér nú um stundir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hefur tónlistarnet- veitan Gogoyoko rekið sig á slíkan vegg. Fyrirtækið hefur um nokk- urt skeið reynt að ljúka hlutafjár- aukningu sinni og gæti þurft að flytja utan til að setja punktinn aftan við hana. SKATTUR Í SEPTEMBER Ríkisstjórnin boðaði fyrir nokkru stórauknar álögur á einstaklinga og fyrirtæki. Þar á meðal er 1,25 prósenta auðlegðarskattur, sem miðar við eignastöðu einstaklinga um síðustu áramót. Skatturinn leggst á eignir einstaklinga yfir níutíu milljónir króna og hjóna yfir 120 milljónum króna. Viðmælendur Fréttablaðsins segja þetta skýra að hluta flutn- ing lögheimilis stóreignafólks úr landi. Ljóst sé að hluti fólksins hafi ekki séð annan kost í stöð- unni þar sem það gæti neyðst til að selja eignir til að standa straum af gjaldtökunni. Nær hefði verið að setja á hátekjuskatt enda tæki það mið af tekjuflæði fremur en eignum, sem erfitt er að koma í verð. FÆRA EKKI ARÐINN HEIM Hollenskir skattasérfræðingar Actavis, Marels og Össurar voru staddir hér á landi á dögunum en þeir hafa í sameiningu farið yfir kosti og galla þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skattkerf- inu og þær sem eru í farvatninu. Þeir hafa fundað bæði með Við- skiptaráði Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Þeir gagnrýna helst tvenns konar skattaálögur sem þeir telja víst að komi íslenskum fyrirtækj- um illa. Annar þeirra er ádrátt- arskattur á vaxtagreiðslur til er- lendra aðila. Skatturinn leggst á vaxtatekjur erlendra aðila og ber íslenskum fyrirtækjum að halda eftir fimmtán prósentum af vaxtagreiðslunni. Þar á meðal eru vaxtagreiðslur erlendra lána. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa erlendir fjárfestar og lán- veitendur brugðist við þessu með ákvæði í lánasamningum sem felur í sér að lántakandi greiðir skattinn. Þá gagnrýna sérfræðingarnir skatt á arðgreiðslur frá erlend- um dótturfélögum til móðurfélag- anna hér á landi. Þessar greiðsl- ur voru fram til síðustu áramóta skattfrjálsar. Nú njóta þær ein- göngu skattfrelsis á móti uppsöfn- uðu tapi. Þetta telja þeir geta leitt til þess að þau fyrirtæki sem eiga uppsafnað tap flytji ekki arðinn heim þar sem það vinnur gegn þeim skattafrádrætti sem fyrir- tækið hefur á móti öðrum tekj- um. Það sem af er ári munu engar arðgreiðslur hafa borist hingað til lands frá erlendum dótturfélögum af þessum sökum. STYÐJA SKAL VIÐ HAGVÖXT Þeir sem rætt hefur verið við innan fyrirtækjanna sem nefnd hafa verið hér segja óstöðug- leika í rekstrarumhverfi fyrir- tækja setja þeim þröngar skorð- ur. Nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða sem styrki samkeppnis- stöðu landsins. Ríkið sníður stórfyrir- tækjum þröngan stakk Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri hefur um árabil verið erfitt. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins segja auknar skattaálögur og tíðar breytingar sníða þeim þröngan stakk. Úr því verði að bæta. Þeir binda margir vonir við inngöngu í Evrópusambandið. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við nokkra af forkólfum viðskiptalífsins. „Ég tel hættuna á fyrirtækjaflótta því miður raunverulega,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann bendir á að fyrir hrun hafi umhverfi fyrirtækja hér um margt verið hagfellt og fyrir vikið eftirsóknarvert að starf- rækja fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri. Þórður nefnir að skattalegur aðbúnaður hafi hér verið aðlaðandi í samanburði við flest önnur lönd og hagkerfið almennt talið vel skipulagt og traust. Nú séu aðrir tímar. „Það er erfiðara að finna sannfærandi rök fyrir því að staðsetja áfram fyrirtæki á Íslandi sem eðli máls vegna gætu verið hvar sem er í heiminum. Össur og Marel eru góð dæmi en einnig mætti nefna óskráð fyrirtæki, svo sem Actavis og CCP. Það setur að manni óhug að hugsa til þess ef eitt eða fleiri af slíkum fyrir- tækjum hyrfu af landi brott,“ segir hann. Þórður bendir á að þótt hrunið hafi vissu- lega dregið úr því hversu eftirsóknarvert það sé að eiga og reka hér fyrirtæki hafi gríðarleg lækkun krónunnar áhrif. Veik staða hennar nú geti styrkt samkeppnisstöðu landsins til skamms tíma. Þróunin er varhugaverð, að mati Þórðar: „Þetta viljum við auðvitað ekki að verði varan- legt ástand. Lágt gengi þýðir léleg lífskjör. En gengi krónunnar verður líklega lágt um nokk- urn tíma og á meðan njóta útflutningsfyrirtæk- in óvenjulega hagstæðrar samkeppnisstöðu gagnvart öðrum löndum,“ segir hann og leggur áherslu á að þjóðin nái sér sem fyrst á strik eftir hrunið. „Við þurfum að geta sannfært okkur sjálf og umhverfið um að við séum á réttri leið. Og rétta leiðin er stysta leiðin að öflugum mark- aðsbúskap með áþekku sniði og var hér fyrir hrun, að sjálfsögðu án gallanna sem leiddu til þess. Þegar við höfum valið skynsamlega leið inn í framtíðina þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af fyrirtækjaflótta,“ segir Þórður. ÓTTAST FLÓTTA Þórður Friðjónsson, hér á hægri hönd Halldórs Friðriks Þorsteinssonar hjá HF Verðbréfum, segir lágt gengi krónunnar til langframa viðsjárverða þróun. MARKAÐURINN/STEFÁN Setur að manni óhug ef fyrirtæki flýja land BLESS ÓSTÖÐUGA UMHVERFI Rekstrarumhverfi íslenskra stórfyrirtækja í alþjóðlegum rekstri er ótryggt sökum illa ígrundaðra skattabreytinga. Líklegt að hluti fjárfesta sem hafa fært lögheimili sitt í annað land séu að flýja stóreignaskatta. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins hafa fengið skattasérfræðinga sína til að fara yfir kosti og galla skattkerfisins. MARKAÐURINN/RÓSA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.