Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 7. JÚLÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T I R Volvo CX90 SE+ er jepplingur af stærri gerðinni, nokkuð rennileg- ur, en sker sig þó ekki að ráði úr þeim fjölda slíkra bíla sem aka hér um götur. Hins vegar kemur í ljós þegar rýnt er í helstu staðreyndir um bílinn að aflið er hrikalegt. Samkvæmt skráningarskírteini er bíllinn 315,5 hestöfl og það er ekkert smáræði í bíl sem ekki er nema rétt rúm tvö tonn að þyngd. Vélin orgar enda á upptakinu, átta sílindra, 4,4 lítrar að stærð. Með svona vél hefði maður allt eins átt von á meiri bensíneyðslu, en í blönduðum akstri eyddi bíllinn rétt tæpum 12 lítrum á hundrað- ið hjá undirrituðum. Sjálfsagt fer það eftir smekk hvers og eins hvað hann kýs að skera sig úr í umferðinni. Þessi jepplingur Volvo er ósköp áferð- arfallegur, en lítt afgerandi. Segja mætti að bíllinn sé forstjóralegri að innan en utan, því innanrým- ið er rúmgott og haganlega hann- að. Viðaráferð er á innrétting- um, ljóst leður í sætum, rafdrif- in sóllúga og afbragðshljóðkerfi. Geislaspilarinn tekur sex diska í einu og hljómburðurinn í bíln- um er þannig að erfitt gæti orðið að ná tónlistaráhugamanni úr bíl- stjórasætinu nema hann leyfi lag- inu að klárast fyrst. Skriðstilli er sömuleiðis haganlega fyrir komið og þægilegt við hann að eiga. Þá er vert að nefna að bíllinn er líka með rauf fyrir farsíma- Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast for- stjórabílar. YFIR HEIÐINA MEÐ ÓLA KRISTJÁNI Með krafta í kögglum Volvo XC90 SE+, árgerð 2006 Ásett verð: 6.790.000 krónur Ekinn: 53.000 km Lengd: 480,7 cm Breidd: 190,9 cm Litur: Dökkgrár Sætafjöldi: 5 Þyngd: 2.036 kg Burðargeta: 584 kg Slagrými: 4.414 cm3 Afl: 232,0 kW Eldsneyti: Bensín H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R NÝSLEGNIR TÚSKILDINGAR Hinn 1. janúar 1981 tók nýr gjaldmiðill gildi. Tvö núll voru slegin af krónunni og jafngilti því ein nýkróna hundrað gömlum. Starfsmenn Seðlabankans stilltu sér upp fyrir ljósmyndara með fullar skjóður af nýslegnum krónum. LJ Ó SM YN D A SA FN R EY K JA VÍ KU R Lítil fyrirtæki þurfa ekki leng- ur að kaupa dýran hugbúnað og leggja fjármagn í tölvukerfi. Þau geta sparað sér háar fjárhæðir með því að kaupa aðgang að tölvu- skýjum (e. cloud computing) á net- inu til lengri eða skemmri tíma. Þegar netnotkun eykst með far- símum og spjaldtölvum verð- ur þetta framtíðin í upplýsinga- tækni. Þetta segir Lars Mikkelgaard- Jensen, forstjóri tölvurisans IBM á Norðurlöndum, en hann var staddur hér á dögunum. Þótt tæp hálf öld sé liðin frá því grunnhugmyndin að tölvuskýjum var lögð fram gerðist lítið sem almenningur gat greint fyrr en fyrir um fjórum árum. IBM var eitt þeirra fyrirtækja sem ruddu brautina. Mikkelgaard-Jensen segir tölvuskýin hafa verið á jaðrinum þar til nú. Um hálft ár sé síðan þau hafi verið mikið í umræð- unni sem það heitasta og nýjasta í upplýsingatækni. Nú séu þau öllu hversdagslegri, orðin hluti af dag- legum rekstri. Mikkelgaard-Jen- sen segir ómögulegt að spá fyrir um vöxt tölvuskýja í upplýsinga- tækni. „Við vitum það ekki, þetta er svo nýtt fyrir okkur. Fyrir hálfu ári var lítið í gangi. Fyrir þremur mánuðum tókum við eftir snörp- um vexti. Það er næstum ómögu- legt að spá fyrir um nánustu fram- tíð með vissu,“ segir hann en reiknar með að eftirspurn verði eftir gagnavist í tölvuskýjum með breyttri tölvunotkun, það er þegar handfrjálsar og litlar spjaldtölvur á borð við iPad og farsímar með öflugum netvöfrum en tiltölulega litlu geymslurými verða algeng- ari. „Það er engin spurning að tölvunotkun er að færast í þessa átt,“ segir forstjórinn danski. - jab FORSTJÓRINN Eftir því sem tölvur breyt- ast og geymslurými verður minna mun gagnavistun færast í auknum mæli yfir á netið, segir Lars Mikkelgaard-Jensen, for- stjóri IBM í Danmörku. MARKAÐURINN/GVA Framtíðin í tölvuskýi Fyrirtæki geta hagrætt í rekstri með kaupum á aðgangi að hugbúnaði á netinu. Gagnavistun er að færast yfi r á netið. VOLVO CX90 SE+ Volvoinn er í stærðarflokki með jepplingum frá BMW og Audi. Prufueintakið er með 18 tommu álfelgur og 315 hestafla skrímsli undir húddinu. MARKAÐURINN/ÓKÁ Tölvuský (e. cloud computing) er ekki nýtt af nálinni. Í grunninn er skýið fátt annað en gagnaver. Í verinu er vistaður hugbúnaður sem fyrirtæki um allan heim geta keypt aðgang að og notað í gegnum netið. Skýin eru rekin jafnt af einkafyrirtækjum á borð við hið íslenska Greenqloud sem selur fyrirtækjum aðgang að hugbúnaði sem vistaður er í gagnaveri. Bandaríska risafyrirtækið Google rekur nokkur risagagnaver víða um heim. Dæmi um gagnaver þar sem gögn eru vistuð er ver Thor Data Center í Hafnarfirði. Hvað er tölvuský? Dieter Frerichs, þýskur framkvæmdastjóri vog- unarsjóðsins K1 Group, sem grunaður er um al- varleg fjársvik, svipti sig lífi á laugardag. Frerichs stjórnaði tveimur fjárfestingarsjóðum undir nafninu K1 á Bresku Jómfrúaeyjum. Hann var miðpunktur alþjóðlegrar glæparannsóknar sem fór af stað þegar grunur vaknaði um að vog- unarsjóðurinn væri í raun byggður á píra-míd- asvindli. Saksóknarar í þýsku borginni Wuerz- berg, sem hafa málið í sinni umsjá, telja að jafn- gildi 47 milljarða íslenskra króna hafi tapast í svikunum. Meðal fórnarlamba voru bankar á borð við JPMorgan Chase, Barclays og BNP Pari- bas. Þykir málið ekki ósvipað máli Bandaríkja- mannsins Bernards Maddoff sem komst upp í lok árs 2008. Frerichs var staddur í húsi sínu á spænsku eyj- unni Mallorca. Dómstóll í Madríd hafði fyrirskip- að handtöku á honum eftir að þýsku saksóknar- arnir kröfðust framsals til Þýskalands svo hægt væri að yfirheyra hann um störf sín. Lögreglu- menn komu að honum í sólbaði en þegar hann varð þeirra var greip hann byssu úr tösku sem hann átti og hljóp út í sjó. Hann reyndi ítrekað að skjóta úr blautri byssunni sem stóð á sér en eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir hæfði hann sjálfan sig. Frerichs, sem var 72 ára gamall, var færður á sjúkrahús þar sem hann lést. - mþl Vogunarsjóðsstjóri svipti sig lífi Rúmlega 53 þúsund erlendir ferða- menn fóru frá Íslandi um Leifs- stöð í júní en það er um þúsund manns færra en í júní í fyrra. Frá áramótum hafa rúmlega 170 þúsund ferðamenn farið frá land- inu en á sama tíma í fyrra voru þeir um 180 þúsund. Fækkunin nemur tæpum fimm prósentum á milli ára. Ferðamönnum frá Norður-Amer- íku hefur fjölgað töluvert á árinu miðað við árið í fyrra en ferða- mönnum frá flestum öðrum mark- aðssvæðum hefur fækkað. - mþl Ferðamenn færri en áður LEIFSSTÖÐ Umferð um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aukist mikið á undan- förnum árum. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is kort í mælaborðinu og því nán- ast eins og akandi farsími. Hand- frjáls búnaður gerir ökumanni svo kleift að spjalla að vild. Komi svo að þeim tímapunkti í samræð- unum að samferðafólk megi ekki hlusta, þá er hægt að rífa upp sím- tól sem er við hlið ökumannsins. Helstu annmarkar á þessu ein- taki voru að bíllinn bar þess að- eins merki að vera notaður. Raf- drifin stilling á hliðarspegli far- þegamegin virkaði ekki og læsing á skotti var stirð þannig að lag þurfti til að opna það og loka. Segja mætti að Volvo-jeppling- urinn sé kaggi, „fær í flestan sjó“. Fjórhjóladrifið gerir að hann er stöðugur eins og klettur á mal- arvegi, þótt kannski sé spurning hver þörfin sé á því svona innan- bæjar. Krafturinn er gífurleg- ur og þótt bíllinn sé sjálfskiptur eftirlætur Volvo ökumanni meiri stjórn með „geartronic“ skipting- unni og hverjum og einum því í lófa lagið að mótorbremsa að vild. Það sparar líka bensín. (Sem kann að vera ágætt, því með svona vél undir húddinu þarf nokkra sjálfs- stjórn til þess að láta ekki eftir sér að þruma fram úr öðrum öku- mönnum á leiðinni upp Kamb- ana.)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.