Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 38
22 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR SÍMI 564 0000 12 12 12 L 12 L SÍMI 462 3500 12 12 L KNIGHT AND DAY kl. 6 - 8 - 10.10 kraftsýning KILLERS kl. 8 - 10 GROWN UPS kl. 6 SÍMI 530 1919 12 12 L 12 KNIGHT AND DAY kl. 5.30 - 8 - 10.30 KNIGHT AND DAY LÚXUS kl. 8 - 10.30 KILLERS kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 GROWN UPS kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 THE A-TEAM kl. 5.20 - 10.30 HÚGÓ 3 kl. 4 KNIGHT AND DAY kl. 5.30 - 8 - 10.30 KILLERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 GROWN UPS kl. 5.45 - 10.30 GET HIM TO THE GREEK kl. 5.40 - 8 -10.20 NÝTT Í BÍÓ! .com/smarabio USA Today Washington PostT.V., Kvikmyndir.is L.A Times MISSIÐ EKKI AF HASAR GAMANMYND SUMARSINS! HEIMSFRUMSÝNING Á EINNI VINSÆLUSTU MYND SUMARSINS „Besta Twilight myndin til þessa“ – Entertainment Weekly  - hollywood reporter  - p.d. variety ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 16 16 12 12 10 L L L L L L L BOÐBERI kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 TWILIGHT SAGA kl. 3:20 - 6 - 8 - 8:30 - 10:40 - 11 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 3:20 - 6 - 9:20 NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50 LEIKFANGASAGA 3 - 3D ísl. Tali kl. 3:20(3D) - 5:40(3D) LEIKFANGASAGA 3 M/ ísl. Tali kl. 1.30 - 3:20 - 5:40 TOY STORY 3 M/ ensku Tali kl. 10:20 SEX AND THE CITY 2 kl. 8 PRINCE OF PERSIA : SANDS OF TIME kl. 5:40 - 8 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D M/ ísl. Tali kl. 3:40 BOÐBERI kl. 8:10 - 10:30 TWILIGHT SAGA kl. 5:30 - 8 - 10:20 - 10:40 LEIKFANGASAGA 3-3D ísl. Tali Sýnd á morgun kl. 5:40(3D) TOY STORY 3 M/ ensku Tali kl. 8(3D) BOÐBERI kl. 8 - 10:20 THE A TEAM kl. 8 NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:20 BOÐBERI kl. 6 - 8 - 10 LEIKFANGASAGA 3 - 3D M/ ísl. Tali kl. 5:40 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 - 10:35  S.V. - Mbl   Fbl VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYND TIL ÞESSA. 14 14 14 14 FYRSTA BÍÓFERÐIN! sérstök barnasýning í dag klukkan 13 í Álfabakka LEIKFANGASAGA 3 - bara lúxus Sími: 553 2075 KNIGHT AND DAY 3.40, 5.50, 8 og 10.10 P 12 KILLERS 4, 6, 8 og 10 12 GROWN UPS 5.50 og 8 10 A - TEAM 10.10 12 SKÓGARDÝRIÐ HÚGÓ 4 L POWERSÝNING KL. 10.10 Tveggja og hálfrar klukkustund- ar þáttur verður sýndur á dönsku sjónvarpsstöðinni DR 2 á laugar- dagskvöld um Hróarskelduhá- tíðina sem var haldin um síðustu helgi. Elektró-poppsveitin FM Belfast kemur þar meðal annars við sögu. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær voru skiptar skoðanir um frammistöðu FM Belfast á hátíðinni. Blaðamaður fríblaðs- ins Metroexpress.dk fann hljóm- sveitinni flest til foráttu á meðan gagnrýnandi síðunnar Bandbace. dk var mun jákvæðari í garð hennar. Tónleikarnir voru haldnir á Pavilion-sviðinu og var troðfullt út úr dyrum. Miðað við þann mikla fjölda Twitter-skilaboða sem áhorfendur á tónleikunum sendu frá sér að þeim loknum var stemningin mjög góð og ekkert út á frammistöðu sveitarinnar að setja. Áhugasamir Íslendingar sem vilja komast að hinu sanna í málinu geta því stillt á DR 2 á laugardaginn, hækkað í sjónvarp- inu og kveðið upp sinn dóm. FM Belfast á DR 2 FM BELFAST Sýnt verður frá tónleikum FM Belfast á sjónvarpsstöðinni DR 2 á laugar- dagskvöld. MYND/BJARNI GRÍMS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 7. júlí 2010 ➜ Tónleikar 12.00 í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti verður orgelandakt alla miðvikudaga í júlí og ágúst. Í dag mun organistinn Hilmar Örn Agnarsson leika á orgel kl. 12.00 til 12.30. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. 20.30 Í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði hefst sumartónleikaröð kirkjunnar í kvöld. Dag- skráin hefst með tónleikum þar sem þau Erla Dóra Vogler, Jón Svavar Jósefsson og Matthildur Anna Gísladóttir syngja og leika. Tónleikarnir hefjat kl. 20.30. Nánari upplýsingar má finna á www. blaakirkjan.is. ➜ Bæjarhátíðir Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2010 verður haldin hátíðleg í ellefta sinn, en hátíðin hefst í dag. Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar stendur fyrir hátíð- inni á Siglufirði. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á www. festival.fjallabyggd.is. ➜ Útivist 16.30 Í dag kl. 16.30 verður farið í hjól- reiðatúr fjölskyldunnar undir leiðsögn Höllu Karenar Kristjánsdóttur. Lagt verður af stað frá Lágafellslaug og hjólað verður upp í Reykjalundarskóg. Farið verð- ur í leiki og fjör á túninu og einnig verður grill á á staðnum. Nánari upplýsingar á www.mos.is. 17.30 Í Nauthólsvík verður haldið Foss- vogssund í dag og er öllum velkomið að taka þátt í hópsundi frá Nauthólsvík yfir í Kópavog og aftur til baka. Sundið hefst kl. 17.30. Á Ylströndinni verða tónleikar í boði Kanans og Símans, en tónleikarnir hefjast kl. 16.45 og standa í tvær klukkustundir. Nánari upplýsingar á www.nautholsvik.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Fatahönnuðurinn Erna Bergmann, fatahönnunarneminn Guðrún Tara, fyrirsætan Eva Katrín og Helena Jónsdóttir slá upp fatamarkaði á pallinum á Boston í kvöld klukk- an átta. „Við stöllurnar ætlum að hreinsa úr skápunum hjá okkur vegna plássleysis og lofum við gulli og grænum skógum,“ segir Erna. „Við verðum með sérstaklega fallegan fatnað á markaðnum. Allt frá guð- dómlegum kjólum eftir þekkta fatahönnuði til antíkstykkja sem við höfum fundið á mörkuðum og „second hand“-verslunum úti um allan heim.“ Erna segir að þær eigi allar sér- staklega fallegt safn af kjólum, kápum, hælum og alls kyns ger- semum. „Af þeim sökum mælum við hik- laust með því fyrir allar dömur og löggiltar tískudrósir að mæta á markaðinn og gera kaup lífs síns,“ segir hún. „Það er bara þannig, og muna að hafa góða skapið og bein- harða peninga meðferðis.“ Guðdómlegir kjólar á markaði HREINSA ÚR SKÁPUNUM Erna og vin- konur hennar ætla að tæma fataskáp- ana á Boston í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Plötusnúðurinn Margeir hefur komið reglulega fram á næruklúbbnum Berns Salonen undanfarið. Klúbb- urinn er vel þekktur í sænsku skemmtanalífi og þar sjást sænsku konungs- börnin gjarnan skemmta sér. „Ég hef verið að spila þarna reglu- lega síðustu tvö til þrjú ár,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfs- son spurður hvað hann sé að gera á einum af frægustu næturklúbb- um Stokkhólms, Berns Salong- en. Fréttablaðið rakst á miklar stemningsmyndir sem voru tekn- ar á meðan Margeir var að spila og virtust Svíarnir skemmta sér vel. Næturklúbburinn er vel þekkt- ur í sænsku skemmtanalífi og þangað venja komur sínar helstu stjörnur Svía. Sænsku konungs- börnin sjást gjarnan á þessu stað þegar þau kíkja út á lífið. Margeir gerði samning við eig- endur staðarins fyrr á þessu ári um að koma reglulega og spila. Staðurinn gefur sig út fyrir að vera með rjómann í plötusnúða- geiranum og Margeir því í góðum hópi. „Ég flýg út á 6-8 vikna fresti og spila. Þetta er rosalega flottur staður sem tekur um 2.000 manns og oftast mikið stuð,“ segir Marg- eir nýkominn heim eftir vel heppn- aða helgi í Stokkhólmi. „Fyrst þegar ég byrjaði að spila í Svíþjóð fannst mér Svíarnir frekar vera úti á lífinu til að pósa og líta vel út en að skemmta sér og dansa. Nú er ég búinn að finna út hvernig á koma þeim í stuð og það var allt brjálað um helgina. Fólk dansaði uppi á borðum með hendur upp í loft.“ Sænsku eigendurnir hafa hrifist svo af töktum Margeirs bak við DJ-borðið að þeir hafa nú boðið honum að koma oftar út í mánuði en hann er að íhuga boðið. „Það er nú bara spurning hvort maður hafi tíma aflögu enda er ég í annarri vinnu og með fjöl- skyldu,“ segir Margeir sem hefur þó heillast af Stokkhólmi. Berns Salongen er bæði hótel, veitingastaður og skemmtistað- ur. Þar eru haldnir flestir stórvið- burðir í sænsku skemmtanalífi, til dæmis sænska Grammy-verð- launahátíðin. Einnig hafa stór- stjörnur á borð við Missy Elliot og Jay Z haldið stór partí á Berns eftir sína tónleika í Stokkhólmi. Berns er einnig bakhjarl sænsku tískuvikunnar sem haldin er tvisvar á ári. alfrun@frettabladid.is Margeir sjarmerar Svíana EFTIRSÓTTUR Margeir Ingólfsson ferðast reglulega til Svíþjóðar þar sem hann er á samningi hjá einum af stærsta skemmtistað Stokkhólms.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.